Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 11

Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 11
123 sjálfselsku, sem fyr eða síðar mundi bera sjálfum honum og atkomend- um hans eitraða ávexti. Fyrir því er það bezt að fylgja fyrirmælum postulans, að verða hver öðrum fyrri til að sýna hinuni virðingu, einnig i þvi, að virða skoðanir hans. Það getur vel farið saman, að halda með fullri einurð fram sannfæringu sinni með ljósum rökum, og hitt að gjöra það á þanu hátt, að særa sem minst tilfinningar þeirra, sem eru á aunari skoðun, enda er það oftast vænlegast til góðs árangurs. Það getur einnig farið saman, að vera trúr saunfæringu sinni, svo að maðurinn láti hvorki ótta né vináttu né tælingar koma sér til að að breyta móti henni, og hitt, að gjöra ekkert af þrætugirni, eða þeirri hégómadýrð (Filipp. 2, 3), að láta aldrei uudan, þótt svo sé komið, að maðurinn sjái sjálf- ur, að upphafleg sannfæriug hans og staðhæfing hafi verið röng. Þar sem margir starfa saman að einu verki, þar kemur fram marg- víslegt lunderni og margvfslegir hæfileikar. Sú margbreytni á að geta orðið til þess, að verkið verði vel af heudi leyst. Eu þá verður að vera eining i margbreytninni, nokkuð sameigið hjá öllum, og það er kristilegur kærleiksaudi. Kappkostið, segir postulinn, að varðveita eining andans í bandi friðarins (Efes. 4, 3), með öðrum orðum: Látið einn anda, auda kærleikans til guðs og manna ráða hjá yður, svo að lmgur yðar allra stefni á sama mið, að starfa guðs ríki t.il efliugar, þjóð yðar til velferðar. En látið þetta sameiginlega áhugamál yðar allra, þeunan sameiginiega kærleika, einnig sýna sig í þvi, að samvinna yðar gangi öll í friðsemi og bróðerni, svo að þér látið fram koma hjá yður lunderni sein líkast því, er var í Jesú Kristi: veglyndi áu veik- lyndis, þreklyndi áu stórlyndis, stöðuglyndi án þrályndis og blíðlyndi án tvílyndis. Þá er unnið með kærleika í Jesú nafni. Þá verður sam- vinnan ánægjuleg og færir þjóðina eitthvað fram á leið. Þá er von um blessunarríkan árangur, og kærleikurinn vonar alt (1. Kor. 13). Það verður að fýlgjast að: Fram í Jesú nafni veg vonar í trausti á Jesúm. Von eða vonir hafa allir menn, hverrar trúar sem þeir eru. Þeir vænta einhvers góðs af ókomna tímanum og byggja það á reynslunni eða náttúrulögunum, eða stundum jafnvel á eintómri ósk sinni. Alt starf er starf í von. I von er sáð, í von er lagt út á djúpið; í vou eru böru- in alin upp og frædd. í von er lifað; i vou er dáið. Margar vonir ræt- ast, margar ekki. Eu sú von, sem er samkvæm drottins vilja, og er bygð á honum, hún bregst ekki i aðalefninu, en uppfyilist oft á annan hátt, en vér höfðum hugsað oss, af því að guðs liugsanir eru ofar vorum hugsunum (Es. 55, 8). Eitt af meinum Jijóðar vorrar á Jicssum tima er skortur á von hjá svo mörgum um framtíðarhag hénnar. Það rekur snma úr landi, gjörir marga tviátta, eyðir hug og dug, eykur erfiðleika. Engin ástæða er þó

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.