Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 8

Verði ljós - 01.08.1901, Blaðsíða 8
120 nefna tár hans yfir höfuðborg fósturjarðar hans og hin viðkvæmu orð, er þeim fylgdu: Æ, að þú að minsta kosti á þessum þínum degi vissir hvað til þíns friðar heyrði (Lúk. 19, 41). Það er því kristileg skylda, að elska þjóð sina. Ættjarðarástin er kristileg dygð, og sá sem ekkert hefir af henni, honum gjöra heíðingjar kinnroða. Þeir menn hjá hverri þjóð, sem eru bezt kristnir, sem liafa mest fengið af Krists anda, þeir haía einnig sannasta ættjarðarást, hera helzt hag hennar fyrir brjósti og hafa mesta löngun til að leggja eitt- hvað til þess verks að bæta hann, þótt að eins nokkrir þeirra gjöri það opinberlega fyrir allra augum. Hinir aðrir eru þá sem hinir kyrlátu í laud- inu og gjöra það með trúmensku á sínu þrönga verksviði, þolgæði i þrautum og annari fagurri hegðun. Mikið af framförum síuum á hver þjóð að þakka þessari dygð. Ættjarðarást var það, sem á nýliðinni öld knúði nokkra ágætismenn af ýmsum stéttum hér á landi, til þeirrar starfsemi, er ýmsir óheillavænlégir hlekkir urðu að bresta fyrir af þjóð vorri, og leiddi hana á nýjar brautir til framfara, og því eigum vér það að þakka, að ný atvik, er komið liafa til að hnekkja hag þjóðarinnar, hafa ekki ollað enn meiri vandræðum, en þau liafa þó enn gjört. Kærleikurinn er meðaumkunarsamur, segir postuliuu (1. Kor. 13). Ættjarðarástin hlýtur þá eiuuig að vera það. Hafi það þótt miskunnar- leysi af prestinum og Levítanum, að ganga fram hjá einum særðum manni án þess að rétta honum hjálparhönd (Lúk. 10, 31), þá væri það enn meira miskunnarleysi að ganga fram bjá heilli þjóð, sem liggur í sárum, án þess að veita þá hjálp, sem auðið er. En til þess aðgeta aumkað, verður að þekkja eymdina. Það er því og ekki siður eðli kær- leikans, að hafa opin augu, til að sjá eymdina, en hjarta til að aumka. En annað er að sjá bágindi, og annað að sjá orsök þeirra. Jafnvel i einstaklingslifinu er það stundum toi'velt, að sjá, hvað því aðallega veldur, að eiun eða aunar maður er kominn í eyindarhag, en því flókn- ara og örðugra er það i þjóðfélaginu. Fyrir þvi hefir og stundum farið svo, að menn, sem hafa látið til sín taka um hag jijóðar og ‘óskað um- bóta á honum, hafa eigi komið augum á J>að, er mestu varðar, og því barist fyrir því, er seinna reyndist minna virði en við var búist. Miklu skiftir þvi, að þeir, sem hugsa um hag þjóðarinnar og óska umbóta á honum, geti grafið fyrir ræturnar á meinunum, og séð, hvað hana mest og fyrst og fremst vantar. Þá muu það koma í ljós, að ekki dugir að festa sjónir eingöngu á hinu ytra, á erfiðleikum í bjargræðis- vegum, verzlun, stjórnskipun og öðru þess konar. Að vísu er einnig alt þetta mikilvægt, og vér viljum i sannleika einnig með þjóð vora i huga biðja af hjarta: Gef oss í dag vort dag- legt brauð. Ef vér sjálfir sitjum við nægtaborð, skyldum vér þá ekki með meðaumkun vilja minnast þeirra samlanda vorra, sein mcð nauman

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.