Verði ljós - 01.10.1903, Síða 2
146
VERÐI LJÓS!
myndlistar, heldur en alt þetta yæri ekki til. Þar snýst alt, bókstaf-
lega talað alt, um hið eina nauðsynlega. Þetta getur þó ekki komið
af því, að maðurinn eigi ekki eða megi ekki sinna neinu öðru en því,
sem snertir hina eilífu ákvörðun hans. Því að alls elskert af því, sem
guð hefir skapað, er oss óviðkomandi; oss er miklu fremur skylt að
gleðjast yfir því og þakka fyrir það, og vér megum ekki gleyma því,
að einnig til þess er oss lvjálpræði búið, að vór látum enga af hæfi-
leikum vorum ónotaða, heldur fullkomnura þá við rétta notkun þeirra.
Það er vissulega satt, að oss er betra, að einn lima vorra tortímist, en
að allur likaminn lendi í Gehenna. En hitt væri þó enn betra, ef vér
gætum notað alla limi vora guði til lofs og dýrðar, án þess að tor-
tima nokkrum þeirra.
Þótt því nýja testamentið virðist skeyta lítt þeim efnum, er snerta
hið fagurfræðilega, get óg ekki efast um, að bæði Kristur og postular
hans hafi elskað fegurðina og haft opið auga fyrir henni, hvar sem
hún birtist þeim í uáttúrunni, því að þar birtist hið fagra i sinni frum-
legu mynd. Ég efast ekki um, að Pétur hafi oft og einatt glaðst
yfir að heyra úr bátnum sínum „inorgunsöng af sænum“ og hafi oft og
einatt með djúpriaðdáun horft til lands, er morgunsólin sló gullnum roða
á fjallatinda Galíleu. Og Páll postuli! Munu margir hafa átt næmara eyra
fyrir rödd náttúrunnar en hann; hann, sem jafnvel heyrir eftirvænting
skepnunnar eftir opinberun guðs barna, heyrir stunur hennar og and-
vörp í ánauð fallveltunnar (Róm. 8). Eða þá frelsarinn sjálfur—■ mundi
hann hafa brostið auga fyrir fegurð náttúrunnar? Hver hefir talað
fegurri' orð um hið skapaða en Jesús, þar sem liann talar um fugla
himinsins, er engar áhyggjur þekkja, þótt livorki sái þeir né uppskeri
né safni í hlöður, eða um liljurnar á enginu, fegurri en jafnvel Salómon
í allri sinni dýrð? Eða þá samlíkingar frelsaraus — sáðmaðurinn á
akrinum, hirðirinn og hjörðin, hænan sem safnar ungum sínum undir
vængi sér, —4 bera þær ekki allar með sér, að hann hefir haft hið
glegsta auga fyrir náttúrunni, því lífi, sem þar hrærist, og þeim fyrir-
brigðum, er þar mæta oss? Jú, vissulega. Ekkert af þessu hefir hann
álitið sér óviðkomandi, því að í því öllu hefir liann séð handaverk
föðursins, er sendi hann.
En eins og vér í nýja testameutiuu aldrei heyrum talað um fegurð-
ina í náttúrunni, Jiannig er þar ekki heldur minst á fegurðina, eins og
hún birtist í sinni afleiddu mynd, í listinni. Ég segi: í sinni af-
leiddu mynd;— því hvað er listin ? Listin er ekki annað en tilraun til
að útmála og endurframleiða fegurðina í náttúruuni. Náttúran býður
fegurðina sjálfa, listin afmyndar fegurðina. Þetta á jafnt heima um
allar tegundir listarinnar, pentlistina, höggmyndalistina, tónlistina, hús-
gerðarlistina og skáldskaparlistiua. Og mest þeirra er skáldskaparlistin.
ísrael á Krists dögum stóð vissulega langt að baki heiðuu mentaþjóð-