Verði ljós - 01.10.1903, Side 3

Verði ljós - 01.10.1903, Side 3
VERÐI LJOS! 147 unurn í flestum tegundum listarinnar. Eu þó er t.il ein list, þar sem engin þjóð hefir komist hærra en Gyðingar, — það er orðs-listin. Hver fær jafnast við spámenniua og guðspjallamenuina í þeirri list, hvað þá tekið þeim fram? Euginn, — enginn nema haun, sem er sjálft „orðið“ í persónulegri mynd, drottinn Jesús Kristur. Hvaða ályktanir verða nú dregnar af þvi, sem hér er sagt, með tilliti til afstöðu vorrar við hið fagra og alt það, er birtist oss innan vébanda þess? Af þvi getum vér ályktað, að pað er ekki að eins leyfilegt að gleðjast yfir því sem fagurt er, heldur er það beiulínis siðferðileg skylda vor. Sá sem álítur sér skylt að loka augunum fyrir því sem óleyfilegu, hrindir sjálfum sér yfir í flokk Eilista. Lítum á stórmenui kirkjusögunnar, andlegar hetjur eins og Ágúst- ínus, Franz frá Assísi, Beruharð helga, Martein Lúter — hver getur hjá þeim bent á þetta moldvörpueðli, sem afueitar öliu hinu fagra? Nei, þeir voru eugir Filistar; þeir höfðu allir augu og eyru jafnt opin fyrir hinu fagra; þeir álitu sálu sinni engan skaða í því að njótaáhrifa fegurðarinnar, hvort heldur náttúrufegurðarinnar eða listfegurðarinnar. Og hvílík eru þessi áhrif hius fagra! Allir menn, sem ekki eru blindir bornir, þekkja áhrif náttúrufegurðarinnar á sálu vora, hvflíkt vald hún getur fengið yfir oss. En nokkuð hið sama má segja um li'stina. Áhrif listariunar eru feiknarmikil. Óholl og óheilnæm list hefir búið mörgu mannsbarni tjóu; en áhrif sannfagurra lista hafa þá ekki heldur verið minni í gagnstæða átt; hve hafa þau orðið til að fegra og göfga, lífga og gleðja! Hugsum oss að eins áhrif tónlistarinnar á manussál- ina. Hver sá er hefir átt kost á að hlusta á organhljóminn í eiuhverri af heitnsins rniklu dómkirkjum, þar sem meistarahöndin snerti nóturnar, — hann veit og hefir reynt, að fátt hefir jafn töfraudi áhrif á oss og hreinir og fagrir tónar. Eius og beztu myudir útmála þeir, eins og hjartnæmustu ræða uppbyggja þeir. E>ó fær ekkert jafnast við skáldskaparlistiua, hvað áhrifin snertir; því að húu skapar oss fyrirmyndir, -er fá vald yfir lífi voru. Einmitt þess vegna freistast menn hvergi fremur en hér til hiunar gömlu syndar að dýrka skepnuna í stað skaparans — til hjáguðadýrkunar! Og söfnuður listdýrkandi fagurfræðinga er ekki lítill. Þeir hafa snúið baki við kirkjunni og halda guðsþjóuustur sínar úti í náttúr- unni. JÞar og hvergi annarstaðar er guð að finna, segjaþeir. Algyðis- trúin er lífsskoðun þeirra. En vér kristnir menn, sem vitum að gnð býr í himninum, kölluiti þetta hjáguðadýrkuu. Þá brestur alvöru- gefni til þess að heyra stunur þær og andvörp, er stíga upp frá heim- inum vegna ánauðar fallveltunuar, sem hann er undirorpinn. Þeir reyna að hylja fallveltuna, breiða yfir hana blæju; vér lcristnir menn viljum sjá lífið eins og það er; vér hirðum ekki um að hjúpa dauðann, heldur viljum vér viuna sigur á dauðanum.

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.