Verði ljós - 01.10.1903, Side 4
148
VERÐI LJOS!
Til þessa safnaðar heyra enn fremur þeir, er segja: „Listin er á-
trúnaður minn!“ og margir af þessum dýrkendum listarÍDnar þekkja
ekki aðra kirkju en leikhúsið. En getur listin fullnægt dýpstu þrá
mannssálarinnar, getur hún svalað eilífðarþorsta hennar, getur hún
mettað huugur sálarinnar eftir réttlæti og góðri samvizku? Nei, uei!
Verkefni listarinnar er að framleiða myndir, meira getur hún ekki;
en myndirnar eru ekki veruleiki, heldur skuggar af veruleikauum. Hin
veglega gyðja fegurðarinnar er handalaus; hún getur ekki borið særða
lambið brott fré úlfunum; hún getur ekki rækt köllun iniskunusama
Samverjans.
Til þessa safnaðar listdýrkandi fagurfræðinga heyra enn í’rernur
þeir, er einblína á hið ytra, búninginn, en hirða ekki vitund um inni-
haldið. Þeir halda því fram, að framsetuiugin sé alt; só hún að eins
nógu glæsileg, megi standa á sama um livers eðlis efnið sé. Þeir halda
því fram, að listin og siðgæðið sé hvort öðru með öllu óviðkomandi;
það er rétt eins og þeir segðu: Það gerir ekkert til með eiturblöuduna, sé
hún að eins fram borin í krystalsskál, sakar húu ekki. — Líkt þessu
hugsa þeir menn, er meta manngildi eftir fríðleika andlitsins. Öðru-
vísi var Eranz frá Assísi; hann elskaði hið fagra og dáði það meir en
flestir aðrir, en það aftraði honum ekki frá að hjúkra líkþráum mönnum
og sleikja kaun þeirra.
Allir þessir menn einblína á hina ytri fegurð. En hefir hin ytri
fegurð sjálfstætt gildi, þ. e. án tillits til þess, sem hið innra býr?
Nei. Eegurðin hefir ekkert sjálfstætt gildi, heldur að eins í sam-
bandi við það, sem býr hið innra; en þetta verður að vera gott og
satt. Sé iunihaldið ekki gott og satt, er ekki lengur um neina fegurð
að ræða, hve glæsilegar sem umbúðirnar eru, sem það birtist i. Hið
fagra verður aldrei aðskilið frá hinu sanna og góða.
Þess vegna er setningin „l’art pour l’art“ (listin fyrir list-
ina) algerlega röng, þegar hún er skilin á þá leið, að listin sé trúnni
og siðgæðinu óviðkomandi.
Listasagan sýnir oss og sannar, að engir tímar hafa framleitt full-
komnari listaverk en þeir, sem þrungnir voru af lifandi trú. Kirkjan
heíir haft geysimikil áhrif á allar listir. Dante eða Giotto eða Eiesole
hefðu naumast orðið það, sem þeir urðu, án nokkurs sambands við
kirkjuna. Að taka burt hið yfirnáttúrlega, það er sama sem að ofur-
selja listina visnun. Af því að samband listarinnar við trú og siðgæði
er ekki meira en það er nú, er listin á vorum döguin sýkt eius og
hún er.
í hvaða hlutfalli stendur kristindómurinn til hins fagra? í sama
hlutfalli og sólin til stjarnanna eða drotning til þerna sinna.
Kirkjau og listin hafa á voruni dögum íjarlægst hvor aðra. Það
er þeim báðum til tjóns, og ekki sízt kirkjunni. Hve eru kirkjur vorar