Verði ljós - 01.10.1903, Síða 8

Verði ljós - 01.10.1903, Síða 8
152 VE71ÐT LJÓS! Og kvakandi knýja þeir flugið; pað kvak, ])ótt þeir viti ei af, þann lofar, sem löngun og vœngi og leiðarsteininn ]»eim gaf. Stgr. Th. [Niðurlag]. Þá er lítilsháttar að minnast á fyrirlestur séra Björns „Straumar“. Hann er fremur tilþrifasmár og bragðdaufur frá upphafi til enda. Efnið er líka þess eðlis, að það tekur ekki hugann fanginn, auk þess sem framsetningin er klúðursleg og málið alveg sérstaklega ó- vandað. Þessir „straumar“, sem höf. á við, eru, segir hann, „nokkrir nýir straumar, sem á yfirstandandi tíð og i voru landi (þ. e. i Ameriku) renna um hinn hugsandi heim og annað hvort ná inn i sjálfan farveg kristindómsins eða svo nálægt honum, að þeir hafa áhrif á hann.“ Þessir „straumar“ eiga allir upptök sín við rætur sama fjallsins, „nýju guðfræðinnar“, sem höf. nefnir svo, en þaðan virðist fátt eitt af góðu koma að dómi hans. Hvað einkennilegt sé við þessa „nýju guðfræði" fær maður að vita, en neitað verður því ekki, að sumt af því er harla torskilið og vandræðalegt. Hvað segja menn t. a. m. um þessa lýsingu á kenninguuni um holdtekjuna samkvæmt gömlu og nýju guðfræðiuni: „Gamla guðfræðin flytur kenninguna um holdtekjuna, sem þýð- ir það, að guð hafi komið ofan af himnu mtil mannanna á jörðinni, á vissum tíma, og búið 1 veru, sem menn kölluðu guð-mann. Nýj a guðfræð- in hverfur til baka til hinnar upprunalegu hugmyndar, sem er fólgin i því, að holdtekjan sé ekkert annað en ibúð guðlegs anda í alheiminum, búandi bæði í náttúrunni og sálu mannsins, og komandi i ljós að innan og fylti svo eiun mann, að í honum bjó öll fylling guðdómsins, og gerði hann að lifandi teikni uj)p á það, að maðurinu getur orðið að syrii guðs og hluttakandi i eðli hans!“ Þessar og aðrar upplýsingar sínar um mismun gömlu og nýju guð- fræðinnar tekur liöf. úr ritgerð eftir einhvern dr. Newton. Höf. skyldi þó ekki hafa misskilið þann lærða mann ? En hvað um það: alt virðist benda á að þessi „nýja guðfræði11 só eitthvert amerískt fyrirbrigði. Hvenær hún sé uppkomin, fær maður ekki að vita, en grunlaust er manni ekki um, að húu sé eldri en höf. gefur í skyu með nafuinu „mjja guðfræðin11, þar sem hún hefir haft tíma til að hrinda á stað fjölda af nýjum stefnu-straumum og þeir aftur haft tíma til að mynda alveg nýj- ar stefnur og strauma. Höf. nefnir þrjá höfuðstrauma, er eigi upptök síu að rekja til nýju

x

Verði ljós

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.