Verði ljós - 01.10.1903, Page 14
158
VERÐI LJÓS!
upp úr sætum sínum. „Jú“, mælti einn þeirra, „yður er nú einu
sinni ómögulegt að hugsa annað en alt hið bezta um hvern einasta
mann, sem minst er á. En haiið þér nokkru siuni heyrt þess getið, að
Snmúel gamli Daðason hafi vikið svo miklu sem einum eyri að nokkr-
um manni?“
„Ónei, í augnablikinu rekur mig nú ekki minni til, að ég hafi
heyrt þess getið. En ég er ekki í neinum vafa um, að hann hafi við og
við gert gott á sína vísu. IÞað gerir liver einasti maður, ef hann er
ekki beinlínis vondur, og — nú er ég koininu á áttræðisaldur, en blátt
áfram vondan niann hefi ég enti ekki rekist á í lífi mínu“. — Að svo
mæltu kvaddi hann og fór leiðar sinnar.
Vinirnir fjórir horfðu um liríð þegjandi hver á annan. Loks rauf
einn þeirra þögnina og mælti: „Víst er um það, að Greatheart er eini
maðurinn í allri Liverpool, er gæti látið sér koma til hugar að verja
Samúel Daðason. Hann hefir nú einu sinni sett sér það, að ætla
aldrei nokkrum manrti neitt annað en það sem gott er. En livað um
það. . . . Það er eins og rnaður verði í svipinn nýr og betri maður,
bara ef maður horfir á livíta hárið hans“.
„G. H.“ og kærleíksboðorð kristindómsins.
Það hefir líingum verið látið svo Iieita af vantrúarmönnunum, að kœr-
leiksboðorði kristindómsins, sérstaklega síðara boðorðinu (um að elska ná-
ungann), beygðu þeir sig fyrir; og um það ltafa þeir oft farið mörgum og
fögrum orðum. En engin regla er án undantekningar.
í „Norðurlandi“ (II. árg. 45. tbl.) hefir einhver „G. H.“ orðið i ritdómi
uin bókina „Týndi faðirinn11 eftir A. Garborg. Manni dettur í liug, hvort
þetta „G. II.“ muni ekki vera skammstöfun á nafni liéraðslœknisins á Akur-
eyri. Eu hver sem liann nú er þessi G. H., þá er það víst, að hann hefir
ekki miklar mætur á kærleiksboðorðinu síðara né á kröfum kristindómsins
um uð breyta vel við náungann.
„Hvað bið fyrra snertir" — segir G. H. — „þá er það miklu hægar sagt
en gert. Þrátt fyrir allar prédikanir um þuð að elska náungunn og blessa
þá, sem rnanni bölva gegnum aldanna raðir, þá sést enn enginn vottur fyrir
því, aö það verði framkvamt og með fullum rétti má efast um, að nokkur
maður bafi nokkru sinni gert það yfir lengri hlutá æfinnur. Að minsta kosti
er slíkt fjarri bðrnum og unglingum. Ef þetta elskunnar boðorð er einnig
látið ná til óvina vorra, eins og Kristur úkvað, gerir það ráð fyrir því, að
það séu sumir, en ekki allir, sem eftir þ*ví breyla. Annars væri um enga
óvini að tnla. En á meðari þannig er ástatt;, lcemur boðorðið í bága við hyggi-
lega forsjálni og vit fyrir sjálfum sér. Oft myndi verða líkt ústatt eins og
eí mminni vœri boðið að elslca köttinn. ... A pappirnum er þetta fagurt
boðorð, on í daglega lííinu er það ekki ólíkt þvi sem manni væri sagt að
ríða á klárnum sínum upp í tunglið!u