Verði ljós - 01.12.1903, Blaðsíða 6
182
VEBÐI LJOS!
ó skín þú mér, er skelfir stríð,
og skín mér líka’ á gleðitíð,
en skærast er um aftan síð
mín augu bresta’ i deyð.
Með ljósi þínu lýs þú mér
að lífsins svalalind, —
til frelsarans, sem fæddur er
og fyrirgefur synd.
Fr. Fr.
„Ijfeslings Jakob”.
(Sönn suga).
Á ströndinni milli Norwich og Yarmouth á Englandi gekk maður
með fjögra ára gamalt harn sér við lilið. „Ég er svangur11, sagði barnið.
„Þegiðu krakki!“ svaraði faðirinn. „Eg er svo svangur, inér er ilt“,
tók barnið aftur til máls. „Þegi þú, krakki, heyrirðu það ?“ svaraði
faðirinn að nýju, „get ég útvegað þér brauð hórna á sandinum?11
Aumingja barnið þagnaði, er það heyrði þessi orð, en það fór
titringur um allan líkama þess, því að rödd föðursins var svo byrst
og augu hans svo hörð.
Þeir hóldu síðan áfram um stund, faðirinn og drengurinn hans;
drengurinn leit undan, til þess að láta fóður sinu ekki sjá táriu, er
runnu niður eftir mögru vöngunum. Ýrasar illar hugsanir hreyfðu sér
í brjósti föðursins. Hann reyndi að ganga þannig að liann ekkireikaði,
en það tókst fremur illa, þvi að hann var að vanda drukkinn og slagaði
því í hverju spori.
Enn einu sinni fór barnið að gráta og veina ; það gat ekki þagað
lengur, og tilraunirnar, sem það gerði til að iáta sem minst bera á
kveinstöfum sínum, gerðu fremur að auka á grát þess en hitt.
„Brauð!“ kallaði það, „faðir miun, gefðu mér brauðbita!“
Hinn guðlausi faðir þreif barnið sitt i einhverju örvæntingaræði
og----------------------------------
Af öllum sárindum, sein maðurinn finnur til, eru þau vafalaust
stærst og voðalegust, að eiga ekkert til þess að gefa börnum sínum að
borða, þegar þau standa frammi fyrir oss og kveina biðjandi með tárin
i augunum: „Eg er svo svangur, gef mór að borða!“ En þó verða þessi
sárindi enn þá miklu voðalegri og þungbærari, er samvizkan jafnframt
ásakar oss um að hafa varið þvi, sem brúka hefði mátt til að seðja
barnsmunnaua, til þess að svala með einhverri syndartilhneigingu. Það
gerir byrðina margfalt þyngri og getur leitt manuinn í þá örvæntingu,