Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 2
98
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
því, sem þú fer fram á við mig um að koma
og standa fyrir liúsi þínu, hefi eg ráðfært mig
við lafði Bettý þar við komandi, og hún er
á sama máli og eg með það, að til þess að
halda heiðri ættarinnar óflekkuðum, sé það bezt
að eg geri það, þar eð með því er hægast að
klóra yfir þetta. Þú ert kominn í klandur, eins
og flestir karlmenn komast, þegar þeir lifa
losalegu lífi og komast í gönur af því, að þeir
láta leiðast af hrekkvísum og lauslátum kvens-
um. En, eins og lafði Betty segir, því minna
sem um það er talað, því betra er það.
Eg ætla því að gera nauðsynlegan undir-
búning til þess að fá hús mitt Ieigt, og vona
að geta komið til þín að sem svarar tíu dög-
um liðnum. Fyr get eg það ekki, því eg sé,
að eg hefi lofað að koma í heimboð þangað
til. Pað er þegar búið að margspyrja mig
um þetta leiðindamálefni, en eg gef alt af sama
svarið, að piparsveinar séu piparsveinar, og
hegði sér eins og piparsveinar, að það sé að
minsta kosti þó skömminni skárra eins og er,
en ef þú hefðir verið giftur, því að eg geri
mér það að fastri reglu að tala aldrei um, já,
ekki svo mikið sem sveigja að'þess konar hlut-
um, því að, eins og lafði Betty segir, karl-
menn róta sér inn í alls konar klandur, og’því
fyrri sem það er bælt niður, því betra er það.
Nú rita eg ekki meira í þetta sinn.
Þín elskandi systir
Margaret Witherington.
P. S.
Lafði Bettý og eg erum báðar á sama máli
með það, að þú hafir gert alveg rétt í því, að
taka tvö svört vinnuhjú til þess að flytja barn-
ið heim í hús þitt, af því að málið fær með
því útlenzkan blæ á sig, og þannig leyndar-
mál okkar orðið geymt.
M. W.
«Nú, við allar syndir Witheringtonsættar-
innar — Petta er ærið til að gera mann vit-
lausan; fjandinn hafi þessa tortrygnu kellingu!
Eg vil ekki hafa hana liingað í húsið. Rækall-
inn sjálfur hafi líka Iafði Bettý og allar bak-
málugar kjaftakindur eins og hún er. Guð
miskunni mér,» hélt hr. Witherington áfram,
andvarpaði þungan og snaraði bréfinu á borð-
ið, «þetta er alt annað en þægilegt.«
Maggý systir hans kom og settist að í hús-
inu sem ráðskona með öllum hugsanlegum ó-
sköpum og gauragangi, og setti upp mesta
verndarasvip, eins og það væri hún, sem ætti
að frelsa heiður og niannorð bróður síns. Þeg-
ar barnið var borið ofan til hennar í fyrsta
sinn, þá var ekki svo sem hætt við því, að
hún sæi að það væri líkt hr. Templemóre;
reyndar var barnið ákaflega líkt honum; hún
horfði á bróður sinn og barnið á víxl með
því eina auganu, sem lið var í, reiddi upp við
hann fingurinn og hrópaði upp:
«Ó, Antoný, Antoný, ímyndaðir þú þér
að þú gætir farið í kringum mig? Nefið —
munnurinn — alveg hreint eins — Antoný,
skammast máttu þín! Svei, skammastu þín!»
En vér verðum að fara fljótt yfir allar þær
hörmungar, sem hr. Witherington varð að
bera fyrir góðvild sína og hjartagæðsku. Pað
leið ekki svo dagur, — varla klukkutími, að
skensið og skósurnar úr systur hans glymdu
eigi í eyruin honum; Júdý og Kókó voru send
aftur til Ameríku; vinnufólkið, sem hafði ver-
ið hjá honum mörg ár, sagði upp vistinni hvert
á fætur öðru, og seinna urðu hjúaskifti viðlíka
oft og tunglið kviknaði. Hún drotnaði eins
og einvaldur harðstjóri í húsinu og yfir bróð-
ur sínum; öll heimilisánægja og híbýlaró aum-
ingja hr. Witheringtons var fyrir löngu horfin,
þangað til sá tími rann upp að Edvarð litli átti
að fara í skóla. Pá herti herra Witherington
upp hugann; tveir mánuðir gengu í sífeldu
rifrildi, en svo flutti hann systur sína aftur í
vagni til Bath; eftir það átti hann aftur góða
daga heima hjá sér.
Eðvarð kom heim í skólaleyfunum, og þótti
frænda hans mjög vænt um hann; en alment
var það ætlun manna, að hann væri sonur hins
aldurhnigna manns; orðrómur þessi og umtal
féll honum mjög illa, og það svo, áð þó að
honum þætti mjög vænt um drenginn, tók
hann sér það ekki sérlega nærri, þegar hann