Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 14
110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Og þú, þarna, mikli myndasmiður! Svo það er hún Venus þín þelta — meistaraverkið þitt — — úrurð eða summa allra afla þinna og erfiðisstunda! Sérðu það, að við snúum við henni bakinu til að dást að ungu, æskurjóðu telpunni, sem er að stökkva þarna yfir lækinn? Ef þú getur verið ánægður, þá hefi eg alveg eins mikla ástæðu til þess; því við erum þó samt'erða hérna — við tvö. En hver veit annars með vissu, hvað okk- ur er bezt? Er það í raun og veru nokkuð betra að fá allar óskir veittar en að verða fyr- ir vonbrigðum? Ef gæfan — eða örlögin— hefðu nú gefið mér hana — hvað þá? Hvað þá meira? Rá hefði eg líka hlotið alt. Og það er þó svo afarnauðsynlegt að hafa eitthvað til að horfa á fram undan sér, eitthvað til að festa vonina við, meðan lífið endist. Pegar alt er fengið þá er til einkis að vinna. Rá er framtíðin eins og eyðimörk, sem ekkert hefir að bjóða. Reyni það hver sem vill, Mér rís hugur við því. Og ef jörðin væri svo ágæt, að hún ætti fullnægingu öllum óskum og vonum, hvað hefð- um við þá með himin að gera? —: — — En nú — — nú er himininn og hún í fjarska — langt, langt uppi í lokaða blámanum ... Og þó ríðum við hér samsíða — hún og eg. Og þó? — — Hún hefir þagað svo lengi. Ef það gæti nú verið, eftir alt saman! — — Bara að hiinininn væri nú ekkert annað en þetta: að hún og eg fengjum að verða sam- ferða — — samferða um alla eilífð---------ung um alla eilífð . . . .» Eiginlega er allur sannleikurinn fólginn í þessum orðum. Vonirnar bregðast. Æðstu miðunum náum við ekki. Draumar okkar rætast ekki allir — ekíci eins og okkur dreymdi þá. En einhvern ávöxt ber þó einlæg viðleitni einlægs lífs. Ef ekki annan, þá «verðum við þó samferða.» Og minningunni um «síðasta skeiðið» fær hvorki mölur né ryð grandað. Rað er ekki alt, en það er tnikið. Okkur finst það lítið að eins, þegar við berum það saman við vonirn- ar — — stóru ávísanirnar óskanna og eigin- girninnar. Ef við mælum það og metum út af fyrir sig, þá er það ótrúlega mikið. Allir dómar eru undir sjónarmiðinu og mælikvarð- anum komnir. Gráttu vonbrigðin, en gleðstu einnig af því, sem þú fær og hefir. Ef við bara ættum sálarrannsóknarstofnunina, mynd- um við komast að raun um, að það er alls ekki svo lítið, sem við fáum. Okkur dreymir um byggingu «Babelsturna». Okkur á að dreyma um það, verður að dreyma um það, ef nokkuð á að byggjast. En við verðum að vera svo innilega ánægðir, ef það, sem við byggjum, getur orðið, þó ekki sé nema ofurlítill «hundakofi,» eins og Carlyle kemst að orði. Núningsfyrirstaðan er afar mik- il. Rað þarf öfluga drauma og voldugar von- ir að eins til að yfirstíga hana og ofurlítið meira. Og ánægjan og blessunin, sem af því leiðir að hafa bygt ofurlítinn «carlylskan» «hunda- kofa» — — það er að segja, hafa sjálfur lagt fram ofurlítinn skerf til að auka hamingju og lífsgleði annara — hún er svo ótrúlega mikil, að stríðið og vandræðin borga sig vel. «Babelsturn» byggir enginn einstakur. En ef hver og einn gerir það, sem hann getur, þá mun með tímanum rísa blessun Ijómandi «Babelsturn», sem úrurð erfiðis og ein- lægrar starfsemi fjöldans. Og það er hugljúf hugsun að vita sig með að því mikla verki. Og svo að endingu: Er það annars ekki gott og blessað, að eitthvað er oss of hátt, að lífið fullnægir okkur ekki, hefir aldrei fullnægt með öllu — aldrei tæmt eina einustu sál? Eitthvað verðum við að hafa til að lifa fyrir, eitthvað til að stefna að, eitthvað til að sækjast eftir, eitthvað til að dreyma um, meðan Iífið endist, og auk þess einhverja von til að deyja með. Pví ef lífið hér veitti oss alt, þá hlyti einnig að hverfa sú von, sem bendir út yfir gröf og dauða eins og viti á veðurnæddri strönd. «Nú er himininn og hún fjarri.» Jörðin gefur mikið, en meiru er lofað. Vonbrigðin eru að eins stundleg.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.