Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 6
102
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
mig vita þegar skautið á frammasturseglinu er
komið í Iag — mér þætti gott að það gæti
orðið skift um þau í kvöld.»
Hr. Markitall gekk aftur á lágþiljur til þess
að spyrjast fyrir um seglið.
«Og heyrið mér, Eðvarð,» sagði Plumbton
kapteinn, þegar varaforinginn var kominn úr
áheyrn, «eg hefi heilmargt að tala um við yð-
ur út af þessu, en eg hefi ekki tíma til þess
núna. Komið því ofan og borðið miðdegis-
verð með mér í dag — við mitt borð vitið
þér að það er leyfilegt að hlæja — í hófi.»
Unglingurinn bar höndina að hattinum og
fór; gleðin og þakklátsemin skein út úr honum.
Vér höfuin sagt frá þessu atriði til þess að
sýna í stuttu máli hvernig Eðvarð Templemóre
var gerður. Hann var fjörið, kætin og meinleys-
ið sjálft, og var vel við alla, og meira að segja
varaforingjann sjálfan, þó að hann hefð horn
í síðu lians fyrir hláturmildina. Vér viljum
engan veginn segja, ða pilturinn hafi haft heim-
ild til að hlæja hvar og hvenær sem var, eða
varaforinginn hafi gert rangt í því að reyna
að reisa skorður við því. «Sérhvað hefir sína
tíð» eins og kapteinninn komst að orði, og
hlátur Eðvarðs var ekki alténd tímabær, en hann
var nú svona gerður, og hann gat ekki gert að
því. Hann var glaður sem vormorgun, og svo
var hann í mörg ár, hló að öllu — Rótti vænt
um alla — öllum þótti vænt um hann, og
djarfa glaða og röska æskulundin hans lét ekki
bugast af baráttu og móttlætingum lífsins.
Hann hélt út sinn námstíma— og var nærri
vísað frá við lautenantspróf, af því hann hló,
og svo fór hann aftur hlæjandi til sjávar —
fékk yfirforustu yfir báti ífyrirsátursferð á móti
franskri «korvettu», og þegar hann var kom-
inn upp á þiljur hennar, hafði hann ákaflega
gaman af frakkneska kapteininum; hann hopp-
aði eins og ketlingur um þiljurnar með sverð
sitt, og vó margan mann þó lítill væri; seinast
særði kapteinninn hann, svo að hann féll, —
Fyrir þessa frammistöðu og sárið sem hann
fékk, var hann hafinn til lautenantstignar, —
var settur á línuskip í Vestur-Indíum — hló
að gulusóttinni — fékk yfirforustu yfir fylgi-
snekkju þessa línuskips, allra laglegustu skonn-
ortu, og var svo sendur út í skipaleitir eftir
hernámspeningum handa aðmírálnum og tign-
arauka handa sér, ef hann kynni að geta orð-
ið svo heppinn að slampast á að ná í það.
VII. KAPÍTULI.
Sofendavíkin.
Á vesturströnd Afríku er vík ein lítil, sem
nefnd hefir verið ýmsum nöfnum af sjófarend-
um þeim, er þangað hafa borist af tilviljun.
Það nafnið, sem hinir bíræfnu, portúgisku sæ-
farar, er fyrstu réðust í að kljúfa kili kólgur
Suður-Atlantshafs, gáfu henni, týndist, þegar
dofna fór yfir sjómennsku þeirra. Nafn það,
er negrarnir þar á ströndinni gáfu henni, hefir
líklega aldrei þekst, en á sumum gömlum enskum
kortum er hún nefnd Sofendavík.
Meginland það, sem vík þessi skerst inn í
er hafnafátt mjög, og þarf heldur ekki hafna
við, sízt eins og stendur, því að þar er eyði-
Iegt mjög og Ijótt umhorfs; svo langt sem
augað eygir er ekki annað að sjá en hallfleytta
strönd, þakta snjóhvítum sandi og að baki
henni dálitla sandhóla, sem Atlantshafs-storm-
arnir hafa þeytt upp í skafla, þegar hvassast
hefir verið, — þurra, bera og gersamlega gróð-
urlausa. Inn í landið verður ekkert séð fyrir
sífeldum hillingum, og grillir einstöku sinnum
í gegnum þær í nokkur pálmatré í fjarska, en
svo eru þau brotin og aflöguð af hillingunum,
að ímyndunaraflinu verður að gera alt annað
úr þeiin en laufaskrúð og skuggsæla lunda.
Vatnið í víkinni er slétt eins og vel fægður
spegill; þar heyrist ekki allra minsta gjálfur við
fjöruna, til að rjúfa kyrð náttúrunnar, enginn
vindblær, enginn andvari gárar spegilflöt vatns-
ins, sem orðinn er heitur af eldheitum geisl-
um glóandi hádegissólar, er steypir niður heilu
flóði af steikjandi, svíðandi Ijósi og hita. Eng-