Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 16
112 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. gerðir voru nú ekki seni hentugastar til þess, að láta mig fagna gistingunni tilvonandi í gisti- höllinni; þvert á móti fyltist eg ógn og kvíða sem lá á mér allan daginn eins og mara, og ónýtti fyrir mér alla skemtun af ferðinni. Eg flýtti mér að reka erindi mín, og hraðaði mér sem af tók, og ætlaði mér helzt að reyna að komast heim um nóttina, og sleppa við að gista í M........ En það var nú samt komið fram á rauða nótt, þegar þangað kom, og eng- inn vegur til að komast lengra. Eg varð því nauðugur viljugur að gista í gistihúsinu um nóttina. Mér var ráðið til að fara í gistihúsið «Sól- in,» og fór þangað; hafði mér verið sagt að það væri hið ágætasta gistihús, en samt gat eg ekki gert að því, að mér fanst eg vera kominn inn í ræningjabæli. Til allrar hamingju hafði eg sett vel á mig ráð setunautar míns síðan um daginn, og hafði fengið mér duglega marghleypu, vel hlaðna; átti hún að vernda mitt dýrmæta líf. Peningana hafði eg falið í vasa á ónefndum stað á buxunum mínum, og hafði ásett mér að verja þá með hugrekki og þreki Ijónsins. Reyndar var nú hugurinn enn þá miklu skyldari annari skepnu en því. Meðan eg var að borða kveldmatinn, fékk eg nú þær ónotafréttir, að húsið væri svo fult, að ekkert einasta rúm eða legubekkur væri af- gangs, og ekki væri heldur eitt einasta bæli, því síður herbergi, í hinum gistihúsunum að fá; það væri svo þröngt, að það hefði orðið að koma þó nokkurum gestum fyrir hjá borg- urum bæjarins; það hafði verið boðað í blöð- unum til söngfundar í bænum, og þess vegna var svo gestkvæmt. Mér batnaði nú ekki við þetta, að vita af svo mörgum í bænum af fólki sem enginn vissi deili á; mér var ekki léttara innan briósts en það, að eg hefði helzt af öllu ekki viljað hátta. En eg gat ekki ráðið við það heldur, Yfirveitingamaðurinn og gestgjaf- inn töluðu eitthvað saman, en svo kom gest- gjafinn til mín. «Yfirveitingastjórinn,» sagði hann við mig með þeirri kurteisi, sem gestgjöfum er lagin, «hefir víst sagt yður, að mikil tvísýni sé á því, að auðið verði að hafa upp gestarúm handa yður, bæði hér og hvar sem leitað væri; en verið samt rólegur; ekki verðiðþér látnirliggja úti fyrir það. Eg kemst ekki til að fara í rúmið fyr en einhvern tíma í nótt, og verð svo að fara á fætur fyrir allar aldir í fyrramál- ið, svo að eg ætla mér ekki að hátta, og ætla bara að fleygja mér út af í sófan þarna. Far- ið þér því bara inn í svefnherbergið mitt, lierra minn, og segið svo vinum yðar að gcstgjafinn í «Sólinni» sé fyrirmynd allra gestgjafa í heim- inum.» í fyrstu vildi eg ekki taka þessu kostaboði, og helzt vera á flakki með honum, en þvf var ekki viðkomandi. Eg fann að gestgjafinn var vel mentaður maður og liinn kurteisasti, og kunni alla göfugra manna siði og hátterni. Okkur fór þegar að falla vel saman, og töluð- um mikið saman um kveldið; barst talið meðal annars að gesthússræningjum þeim, sem mér lágu þyngst á hjarta. Reyndar gat hann ekki neitað því, að slíkt hefði fyrir komið. en reyndi jafnframt að sína fram á, að lítil hætta hlyti að vera á að slíkt gæti komið fyrir. Samtalið hafði verið hið íjörugasta, og eg hafði fengið mér þó talsvert neðan í því, og var nú orð- inn svo syfjaður, að eg fann eg mátti til að hátta. En seint var orðið, þegar eg fór í rúm- ið, og þó að þreytan væri, þá fanst inér eitt- livað geigvænleg kyrð og ró yfir öllu húsinu. Herbergi það sem mér var vísað inn í var auðsjáanlega eitt hið fegursta og skrautlegasta í öllu húsinu. Pað var fagurlega búið, þykk dyratjöld, og í miðju herberginu var franskt rúm með tjaldhimni og fögrum ársölum yfir. Eg lýsti vandlega undir rúmið, og hlustaði við dyrnar með uppspenta marghleypuna, gægðist í öll horn, og tvílæsti svo hurðinni. Póttist eg nú hafa trygt mig fyrir ránskaparárásum eftir föngum. Svo fór eg úr buxunum, og lét þær undir koddan minn ineð peningunum í vasanum, stakk marghleypunni þar líka, og fór svo ofan undir. Eg steinsofnaði óðara, en ekki leið á löngu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.