Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 12
108 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Unglingurinn gekk um gólf alllanga hríð; svo settist hann á bekkinn, sem kapteinninn hafði staðið upp af; þá sá hann fljóllega á höfuðið á Pompejusi; hann gægðist inn í ká- etuna og benti honum með fingrinum. Fransiskó stóð upp, tók brennivínsflösku af borðinu, með slunk af brennivíni í, og rétti króvmanninum liana, en mælti ekki orð. »MassaFransiskó» hvíslaði,Pompejus «Pomp- eysegja —allir króvmenn segja — ef þeir strjúka, þér strjúka með. Pompey segja — allir krómenn segja —ef nokkur ætla sér að drepa yður —ekki drepa yður — svo lengi sent einn króvmaður lifa.» Svo ýtti negrinn Fransiskó þýðlega inn aft- ur í káetuna, eins og hann vildi ekki heyra svar hans, og hraðaði sér svo aftur frant á skipið, þangað sem áhöfnin var vön að matast. (Framh.) ———— Vonbrigði. (Niðurlag.) Að líta undan af hræðslu við sorgina og vonbrigðin — — af kvíða fyrir því, að trú- in og vonin muni verða sér til skammar, það er auðvitað hreinasta svartsýni. Pað er von- leysi og vantrú — vantrú á trúna. Rað á rót sína að rekja til vantrúar á lífið, efa urn það, að jafnvel það versta af því versta sé háð al- mætti alkærleikans. Já vonbrigðin eru og verða til. Og vel getum vér samsint það með svartsýnismönn- unum, að líf flestra — skoðað sem heild — bregzt að einhverju leyti. Pað hefir orðið öðru vísi en þeir vildu og vonuðu, að það gæti orðið. Peim auðnaðist ekki alt, sem þeir þráðu; það rættist ekki alt, sem þá dreymdi um; þeir hlutu ekki alt, sem þeir sóttust eftir. Að vísu áskotnaðist þeim eitthvað,sem þá dreymdi aldrei, sem þeir aldrei sóttust eftir, af því þeir áttu ekki von á því. Eti markinu sínu náðu þeir ekki, stærstu vonirnar brugðust. Að líkindum fer flestum þannig. Endur og sinnum virðist eins og einn og einn »brjótist upp á fjallið og upp á hæ;ta tindinn.« Pá ætlum við, að hann liafi öllu lokið og fengið uppfyltar allar óskir sínar. En ætli nú það? Skildi ekki mið þessarasjaldgæfugæfumannaliggja langt ofan við skotspóninn? Victor Flugo, dýrðlingur tveggja heimsálfa, hann kvartaði yfir því að eiga ekki völ á að lifa lOOárum lengur, en hann lifði, til að lúka öllum þeim ritverkum, sem hann hafði efni í, og orðfæra allar þær hugsanir og sýnir, sem þyrptust að honum á efri árum hans miklu meira en á unga aldri. (Svartsýnismennirnir, sem álíta, að öllum fari aftur — bæði andlega og líkanúega eftir að þeir eru orðnir fertugir, ættu að hug- leiða þetta) Alexander mikli varð að snúa aftur við landa- mæri Indía. Areiðanlega náði hann aldrei því niarki, sem hann liafði sett sér. Hann hefir Iíklega vantað eins mikið til þess eins og hvern okkar meðalmannanna. Garibalda auðnaðist að sjá æskudrauma sína rætast, viðleitni sína og nianndómsþrá vinna sigur. Heiinurinn hylti hann lifandi sem eina geðfeldustu og göfugustu hetju ver- aldarsögunnar. Pó brugðust honum beztu von- irnar. Hann dreymdi ítalskt lýðveldi, þar sem Róma var höfuðborg og gamall þróttur og þrek, gamlar dygðir og drengskapur voru end- urrisin í yngdri þjóðinni. Og fyrir þessu barð- ist hann. Hann vonaði að þetta gæti orðið. En veruleikinn neyddi hann til að stryka yfir fegurstu draumana og vængstýfa fleygustu vonirn- ar sínar. Og niðurlútur og með bogið bak varð hann að leggja hyrningarsteinana undir ítalska konungsríkið, þar sem eigingjarnir og sundur- lyndir stjórnmálamenn áttu að ráða lögum og lofum. Peir bygðu ofan á undirstöðuna, sem Garibaldi eyddi afli sínu til að laga og leggja, en alt öðruvísi en hann ætlaðist til í fyrstu. «Við gerum áætlanir um — og ráðumst í að byggja »Babelsturna.« Peir eiga að rjúfa skýin og gnæfa hátt við liimjn, En við meg-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.