Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 9
KVIKSYNDI. 81 KVI KSYN D I. Eftir Björn austræna. Timinn leið, og hún hafði nóg tóm til að átta sig á sjálfri sér og lífinu. Hún vissi ekki, hvort hún kynni þessari breytingu vel eða illa — átti altaf svo undur bágt með að gera sér grein fyrir því. En hún reyndi samt að telja sér jafnan trú um, að hún kynni henni vel — að þetta væri eðlilegt og eins og það ætti að vera — að hún nú væri orðin fullorðin og farin að finna, að lífið er alvarlegt og ekki til þess að leika sér að því. Og nú fór hún að fá jafnari áhuga á því en áður að leysa verk sín vel af hendi —hún fór að fá ánægju af því að vinna, og það fann hún, að var breyting til batnaðar.----Svo um haustið einu sinni, í fyrstu snjóum — hún mundi svo dæmalaust vel eftir því—höfðu þeir komið að Dal, Geir- þjófsstaðafeðgar, og settust að um kvöldið. Hún var látin standa þeim fyrir beina; henni datt í hug, að það hefði verið alveg eins og forðum, þegar dutlungurinn hljóp í hana, og hún afsagði að sinna gestunum nokk- urn skapaðan hlut þarna um árið, þegar móð- ir hennar sló hana. En nú datt henni ekkert slíkt íhug — hún gerði eins og henni var ságt alveg hiklaust og orðalaust. Og hún hafði ekki verið vitund feimin, þó að hún tæki reyndar eftir því, að gestirnir horfðu heldur meira á liana en góðu hófi gegndi. — Þorgerður brosti þegar henni datt þetta í hug — henni fanst þetta svo skringilegt. — Svo höfðu þeir feðgarnir setið um kyrt daginn eftir. Peirkomu svo sem ekki heldur erindisleysu —erindið var að biðja hennar handa Sigmundi. Hún mundi það vel, að hún lét sér fátt um finnast í bráð- ina —hún gat einhvernveginn ekki að því gert, og þó hafði hún í rauninni ekkert út á mann- inn að setja. þó að hann væri ekki eiginlega laglegur, þá var hann ekki Ijótur heldur, og móðir hennar hafði sagt, að fríðleikurinn væri. ekki mikils virði, ef annað vantaði, og nefndi þá til dæmis hjónin í Tungu, hvernig komið væri fyrir þeim ; nógu hefði hún þótt falleg, hún Ása, og fyrir því hefði greyið hann Helgi gengizt; en nú væri alt komið út um þúfur, efnin farin og heimilið eyðilagt. Hún heyrði mikið látið af Sigmundi; Hann er talinn hygg- inn og gott búmannsefni. Og nóg voru efnin á Geirþjófsstöðum, — engin kona þyrfti að kvíða skorti, sem fengi þar húsfreyjustöðuna. Og flestum kom saman um, að það væri gott með. Hún skildi ekkert í sjálfri sér að finna þetta ekki, —hún var hissa á því, að hún skyldi vera nokkuð hikandi eftir ait, sem hún var búin að bralla,'— hún fyrirvarð sig á nýjan leik og þakkaði foreldrum sínum í huganum enn þá einu sinni. Svo fór hún að gæta enn þá betur að öllu þessu, og þá hvarf allur efi úr huga hennar, og hún gaf jáyrði sitt. Svo var ákveðið að brúðkaupið stæði hálfan mán- uð af vetri, Henni hafði reyndarþóttþetta ganga nokkuð fljótt, en móðir hennar sýndi henni fram á, að henni væri alveg ómissandi að hafa tímann fyrir sér —henni veitti ekkert af vetrin- um til þess að kynnast verkahring sínum og búa sig undir húsfreyjustöðuna. Og hún hafði auðvitað fallizt á það, — þessu var ekki hægt að mótmæla með nokkuri skynsemi. Svo hafði fjarska mikið gengið á á báð- um bæjunum þessar fjórar eða fimm vikur á undan brúðkaupinu. Foreldrum þeirra beggja var auðsjáanlega ant um, að alt yrði með sem mestri viðhöfn. Sjálf var hún önnum kaf- in og hafði varla nokkurntíma til að hugsa um það, sem í vændum var, Það var helzt á kvöldin, þegar hún var háttuð, og allir voru sofnaðir í baðstofunni. Þá gat hún ekki sofið stundum og fór þá að hugsa um framtiðina. Alt af færðist nær því, að hún ætti að verða kona—gift kona. Húh fann, að hún hlakkaði ekki til þess, — hún vissi ekki hvernig því var 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.