Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 22

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 22
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ' þrlgg'ja vikna ofviðri, og misti fjögur af skip- um sínum; þar fórst Díaz, er fyrstur fann höfð- ann. Loksins komst hann alla leið austur til Kalikút, en þá voru ekki orðin nema 6 eftir af skipum hans. Hitti hann keisara að máli, og færði honum bréf f;á konungi sínum, ritað á arabísku,. og fór vel á með þeim. Kabral átti að kaupa þar vörur fyrir gull og silfur, en til þess þurfti hann geymslustaði, og leyfði keisari honum að reisa kaupang (Faktori), og var hitin altilegasti. En kaupmennirnir arabisku spiltu öll- um málunum með rógi sínum áður en kaup- angurinn var reistur að fullu, ait fór í þverúð með Portúgalsmöunum og landsbúum; Arab- arnir æstu þá upp, bönnuðu þeim að selja þeim kryddvörur, og loksins gerði skríllinn aðsúgað þeim, drap nokkra menn af þeim, tók hús þeirra, og Kabral varð að hrökkva undan út á skip sín. Petta var um miðjan desember. Kabral hefndi þessa tiltækis grimmilega, brendi nokkur indversk skip og skaut að síðustu á borgina í tvo daga. Hélt þá Kabral til ann- ara borga þar á ströndinni, er voru og miklir verzlunarbæir, bæði Kotsjin og Kanaróe. Kon- ungar þar voru skattskyldir undir keisara, en lék öfund á ríki hans, og tóku því Kabral með mestu dáleikum, og létu hann fá vörur sem hann vildi. Síðan hélt hann heiin, misti eitt skip á leiðinni, en komst slindrulaust að öðru leyti. En nú var fullséð, að verzlunin við Indlöndin gat því að eins þrifizt, að nægileg- ur herafli væri við hendina, enda lenti skjótt í alvarlegum skærum við landsmenn. Arið 1501 voru sendir þrír flotar í einu, 22 skip alls, til Indlands, og var Vascó da Gama fyrir einuin þeirra. Keisari fékk pata af ferð þeirra áður en þeir komu, og var ekki rótt. Óðara en sást til þeirra, sendi keisari skrautskip út á móti þeim með friðarfána, en Gama vildi hvorki heyra þá né sjá, því hanu réði í það sem var, að þetta væri að eins prett- ur einn, til þess að draga tímann á meðan þeir væru að vígbúast á landi. Síðan heimtaði hann skýlaust svar um það, hvort verzlunar- samningur yrði leyfður og kaupangur mætti reistur verða að nýju, en því var engu gegnt. Pá lét da Gama taka 50 landsbúa hernuma þar við strendurnar og hengja þá í reiðanum á skipum sínum, höggva siðan af þeim hendur og fætur, safna þeim í körfur, og senda síðan alla hrúguna í land til keisara; lét hann þau boð fylgja með, að hann ætlaði honum sjálfum sömu skil fyrir svik hans og undirferli. Pegar morguninn eftir lét hann skothríðina dynja á bænum; hrundi þá fjöldi húsa, og keisarahöll- in varð eitt rústarbæli. Eftir þessi afreksverk létti hann akkerum og sigldi til Kotsjín, og tók konungur honum hið bezta, gerði við hann verzlunarsamning og gaf honum dýrindis gjafir. Síðan sneri hann til Kalikút aftur, en mætti þá herflota keisara á leiðinni; hafði hann verið gerður út til þess að lækka rostann í da Gama, Gama réðst þegar á flotann, skaut sum skipin í kaf og tók hin hernuma. Pau voru flest arabisk, og var á þeim slíkt ógrynni af gulli, perlum og ginisteinum, að j.>að marg- borgaði ferðina. Paðan sigldi Gama til Kana- róe, og gerði þar líkan samning og í Kot- sjín, lét þar eftir herforingja einn með nokkru liði, en fór sjálfur heim með skipin, og náði heimrétt fyrir jólin 1503; tók konungur hon- um hið bezta og hóf hann til greifatignar. Aður en Gama kom heim, hafði Fransiskó Albúquerque lagt af stað til Indlands með 7 skip; hann kom mátulega, því að keisari hafði þá svo krept að konunginum í Kotsjín, aðhann varð að flýja út í kastala á ey einni skamt frá landi. Portúgalsmenn settu hann þegar í sæti sitt aftur, og leyfði hann þeim að reisa kastala á ströndinni í þakkarskyni. Kastalann nefndu þeir Fori Santjagó, og varð það hin fyrsta nýlenda þeirra. Síðan sneru þeir heimleiðis aftur, en létu þar eftir mann, Pereira að nafni, með 3 skipum og lóO manns. Pereira var hin mesta hetja, enda hefði fáuni verið hent að vera þar í hans sporum. Rétt þegar Albúquerque var nýfarinn, kom keisarinn í Kalikút með allan her sinn bæði á sjó og landi; voru það 70 þúsundir manna með 400 liðsmannabyssur og 380 fallbyssur. En konungurinn í Kotsjín hafði

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.