Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 10

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Qupperneq 10
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. alment varið, vissi ekki, hvort það væri al- gengt að ungar stúlkur hlökkuðu til giftingar- innar, þegar þær væru trúlofaðar. Líklega væri þó hugsunin um þetta eitthvað annað en til- hlökkun —þetta væri svo alvarlegt og óþekt. — Rau höfðu ekki fundizt sérlega oft, hjónaefnin, og Sigmundur hafði umgengizt hana rólega og alveg ástrfðulaust. Hún var því fegin, — hún var nú svo hrædd við ofsann. Og hún kveið heldur engu, — vissi reyndar, að vandasöm staða beið hennar, en vonaði þó jafnframt, að sér mundi takast að standa þolanlega í henni. Svo kom brúðkaupsdagurinn. Hún mundi vel eftir honum. Frost og bjart og gott færi, snjólaust að kalla. Vænt þótti henni um, þeg- ar faðir hennar kallaði á hana út á hlað um morguninn, og gaf henni Jarp með spánnýjum söðli, sem núvar lagður á hann í fyrsta skifti, Þá var Jarpur sjö vetra, og marga ánægju- stund hafði hann veitt henni síðan. Aumingja blessuð skepnan! Nú var hann orðinn gamall og ekki lengur til útreiðanna, —Boðsfólkið var fjarska margt, og óttalegur troðningur heima og eins í kirkjunni. Hún mundi að hún hafði verið dálítið óstyrk, þegar hún var leidd í kirkjuna,—hún hélt, að það hefði verið mest fyrir það, hve margir horfðu á hana — það var svo ónotalegt. það var ekki laust við, að eitt- hvert farg hvíldi á henni. En þetta hvarf eig- inlega alveg, þegar hún hafði gefið hjúskapar- heitið frammi fyrir altarinu. Og einu mundi hún eftir, sem gerðist einmitt þarna í kirkjunni, og var svo undarlegt og skrítið: henni fanst hún verða alt í einu svo létt og fleyg og hjartað hoppaði í brjósti hennar eins og af einhverjum fagnaðarblossa, sem hún gat enga grein gert sér fyrir. En svo stóð þetta ekki nema stutta stund; hún var söm og jöfn eins og áður, róleg og alvarleg. Nóg hafði verið um skemtanirnar um kvöld- ið og nóttina í Dal. En hún var þreytt og átti bágt með að taka þátt í glaðværðinni. En hvað þetta var undarlegur siður hjá fólkinu að halda fjölmennar brúðkaupsveizlur og láta alt ganga í ærslum, glaumi og gleði! — Loksins undirmorg- un hafði hún sofnað —datt þá út af alveg eins og steinn og svaf draumlausum svefni langt fram á dag . Þegar hún vaknaði og tók opin augun, þá sá hún Sigmund fyrir framan sig í rúminu; hann var sofandi og sneri sér að henni með opinn munninn, — æ hvað það hefði verið ónotalegt að vakna! — Porgerði var hálf-órótt. Hún stóð á fætur og færði sig dálítið innar á hjallann. Svo fór hún að rekja aftur í huga sér.— Hún hafði alt af átt hálfbágt með að hugsa um tímann, sem nú fór í hönd, eða rifja upp fyrir sér sumt af því, sem gerðist fyrsta vetur- inn. Hún fór þó að hugsa um þetta núna,— henni fanst það vera sér beinlínis þörf á þess- ari stundu. En hún tók það samt nærri sér, mest sjálfsagt fyrir þá sök, að hún var al- veg ráðalaus að botna í þessu. Hún þótt- ist hafa verið orðin fullviss um það áður, að virkilega lífið væri enginn leikur eða algleymis- óvit, sem hún hataði nú í rauninni, en svona hafði hún ekki haldið að það væri. Sigmund- ur var henni góður og þótti auðsjáanlega vænt um hana, það fann hún, —og hún hafði nóg af öllu og mátti vera alveg eins og henni sýndist. En þó fartst henni, að hún væri svo snauð —svo blásnauð. Hún skammaðist sín fyr- ir þetta með sjálfri sér og reyndi að bera kjör sín saman við ástæður annara kvenna, sem hún þekti og áttu að berjast við skort og allskonar bágindi. Og þá gat hún ekki annað fundið en að sér hlyti að líða vel. — Svo þegar hún gekk með fyrsta barnið', hann Gunnar litla, þá átti hún altaf von á því, að móðurgleðin mundi vakna, ogtil þess hafði hún hlakkað svo undur mikið. En móðurgleð- in vildi ekki koma, og þetta varð henni svo mikið áhyggjuefni, að hún hafði oft ekki get- að varizt gráti. Var hún þá afhrak allra annara kvenna? Oft hafði hún velt þessu fyrir sér. Hún var líka æði mikið lasin stundum, og þá vildi hún vera ein —alein! Pað var svo undar- legt, að hún skyldi þá vilja vera ein, —Stund- um kveið hún fyrir, þegar hún ætti barnið,— stundum höfðu henni dottið í hug svo fárán-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.