Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 1

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 1
BJARGVÆTTDR. Eftir Franz Wickmann. »Svo eg á þá að fara á morgun, mamma?« <Já barnið gott. Aðra eins stórhöfðingja lætur maður ekki bíða —og Valdemar prins ætlar ekki að halda til nema fáa daga í höll sinni, Greiffenberg.s »Eg skal segja þér nokkuð, mamina — eg skil ekkert í þessu.« »Hverju, barn mitt? »Að hans hátign skuli hafa óskað þess að kynnast mér.« 'rrú Brigitta v. Saranelli setti upp heldur en ekki spekingssvip. »t*að er svo sem ekkert undarlegt, þegar þess er gætt, í hvað nánu sambandi eg var einusinni við hirðina. Furst- inn var alla tíð verndarmaður minn eftir það.« »Jú, þú hlýtur að vita það, mamma, og þú trúir því ekki, hvað eg h'akka til—og þó er eins og eg hálfkvíði fyrir því.« »Kvíðir fyrir því! Vprtu nú ekki að nein- um barnaskap, flónið þitt — það hverfur. Vertu bara góð og alúðleg við alla, og þá verða það líka aliir við þig. Og prinsinn er ungur og álitlegur snyrtimaður og ann mjög kvenlegri fegurð.« Estella kafroðnaði. »En að þú skulir geta sagt þatta, mamma.« Hún gekk ósjálfrátt að speglinum. »Er það ekki satt, að eg sé dálítið falleg? Mér finst altaf, að græni kjóllin fari mér heldur vel.« Frú Brigitta horfði með enn meiri ánægju •á hinn liðlega vöxt dóttur sinnar, en hún sjálf á mynd sína í speglinum. Geisli frá kvöldsól- .■uni smaug inn um gluggann inn í þetta skrautlega herbergi, fullt af angan dýrra ilmefna, 'nn til frúarinnar, sem sat þar á legubekk, feit °g bústin, og var klædd léttúðarlegu og hégóm- legu skrauti. Þótt hún væri tekin að eldast, mátti sjá, að hún hafði verið falleg á yngri ár- unum og auðséð var, að dóttir hennar var tals- vert lík henni, þó móðir hennar væri dökk á hár en hin yngri björt. »Pú getur gert talsverðar kröfur, barnið mitt — eins og eg gat, þegar eg var á þínum aldri.« Estella vatt sér snögglega við. »Er það satt, að hann faðir minn væri sérlega nafnkend- ur maður?« »Efastu nokkuð um það?« »En hvað það var leiðinlegt, að eg sá hann aldrei og kyntist honum ekki.« »í rauninni var það, en þú veizt það, að þegar hann ætlaði að fara að afla sér nýrrar frægðar, þá fórst hann með skipi, sem var á leið til Ameríku.« »Ojá —æ já, þú hefur oft sagt mér það,« mælti Estella. »Én livað það er sorglegt, að fá þau afdrif, ekki sízt þegar maður er af aðli.» Frú Brigitta glotti undarlega við, og þó. á- nægó yfir einfeldni meyjarinnar. Árangurinn af uppeldinu hafði orðið alveg eins og hún hafði ætlað sér, svona hafði hún viljað að hún yrði. Svona sakleysi var dýrasta hnossgæti, sem hægt var að bjóða þeim, sem voru orðnir leið- ir á kryddinu á matborði heimsins. Heyrðu, mamma, er nú ætt okkar áreiðan- lega af sannarlega góðum og gömlum aðli?« tók Estella til máls eftir stutta þögn. ^Það brá skugga yfir andlit frúarinnar, og hún talaði í hærra lagi, eins og hún væri að breiða yfir einhver hálfgildings vandræði. »Hvernig dettur þér það í hug?« »Ja, svona rétt hinsvegar— kennarinn minn -----• * 31

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.