Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 16
256 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. ráðið var undarlega fjarlægt og rólegt; þó fanst Sobilíu það nálægara en áður, og henni sýnd- ist að ljónið mundi nú betur skilja sig; og hún flýtti sér að nota tækifærið. — Hefnd! Það er hefndin, skal eg segja þér, sem Oriando á að framkvæma. Eg á ekki nema hann einan og eignast ekki fleiri, heyr- irðu það! því að maðurinn minn er dáinn. Pessvegna verður Orlando að hefna hans, og þessvegna verður þú að gefa mér hann aftur. Hún stóð nærri fast hjá Ijóninu, og var reiðubúin að beygja sig niður og taka barnið; því að nú hlaut hún að hafa sannfært Ijónið.. En það tók ekki hramminn ofan af drengum; það hreyfði sig ekki hið minsta, en leit aðeins á hana og svo yflr hana, langt í fjarskann. Hún varð enn æstari og kinkaði ógnandi kolli til Ijónsins. — Ert þú huglaus bleyða, eins og þeir sem hafa yndi af að fóttróða þá sem fallnir eru, og geta engu af sér hrundið, eða þeir sem yglast við þá sem fátæklega eru til fara? Ert þú grey-hundur? á að flæma þig með höggum? Þú hefðir getað tekið börnin hans Pela, króana morðingjans. Hann á heilan hóp af hnöttóttum, blóðrauðum óþokka-yrmlingum. Þú hefir ekki þorað að taka þá, en þú held- ur að þú getir rænt mig öllu sem eg á — og hefnd minni líka. Hún reiddi upp hnefana eins og hún ætl- aði að berja Ijónið. Pað leit aftur |við henni, og hún horfði í stóru, glóandi augun, þar sem gneistar eyðandi elds sýndust sindra í regindjúpi. Hún titraði af ótta. Hræðslan og gráturinn ætluðu að fá lausan tauminn, en hún stilti sig, af því að hún vissi að það var úti um hana, ef hún slepti sér. Hún stóðst augnaráð Ijónsins, og'það leit aftur út í fjarskann með angurblíð- um tignarsvip. Nei, nei, kæri vinur; eg sé að þú ert ekki ein af þessum bleyðum. Lofaðu mér að taka hann — ekki út með klærnar — rífðu hann ekki, skinnið hans er svo múkt og veikt. Nú beygi eg mig niður, og eg treysti því að þú gerir honum ekki neitt. Dragðu ofurlítið inn klærnar, meðan eg dreg hann til, svo að þú rífir hann ekki. Svona, svona, nú næ eg hon- um — þú hefir ekki gert honum neitt — þakka þér fyrir, ó, þakka þér fyrir I Hún kraup niður og tók í barnið, og dró það hægt til sín, svo að klærnar skyldu ekki krækjast í það. Höfuð hennar var rétt við trýn- ið á ljóninu, og hún fann þurran og heitan andardrátt þess í hári súiu, eins og snarpan blæ. Pað hreyfði sig ekki, og virtist ekki einu- sinni taka eftir henni né barninu. Hrammur- inn lagðist mjúklega á jörðina og augun hvik- uðu ekki úr fjarsýn. Hún skreið ofurhægt nokkur fet aftur á bak; þá þorði hún loksins að reisa sig upp með barnið og taka það í fang sér, og þá fann hún fyrst til þess, í hvaða hættu hún var stödd. Hún hafði rétt áðan háð einkennilegan ofdirfsku- Ieik við Ijónið, en nú riðaði hún á fótunum, og henni sortnaði fyrir augum, er hún reisti sig upp. Og óstjórnleg gleðin var óttablandin, því hættan var nú tvöfalt meiri en áður. Ljónið lá grafkyrt eins og það væri steypt úr eiri, og veitti konunni enga athygli, er hún gekk með mestu hægð aftur á bak, og faðm- aði barnið sitt með skjálfandi höndum, og reyndi að leita eftir því með munninum og kinnunum, hvort það værj ósakað; en hún gat ekki litið af glóandi Ijónsaugunum. Loksins þorði hún þó að snúa sér við og líta á drenginn sinn, er hún var komin á bak við nokkra runna. Hann var alveg ómeiddur, og það hafði ekki einusinni liðið yfir hann. Af eðlisávísun hafði tiann einlægt legið grafkyr, til þess að espa ekki Ijónið, eri þó hafði hann ekki skilið, hve hættan var ntikil. Móðir hans fleygði honum upp í loftið og greip hann aftur í algleymisfögnuði. María og sankti Mikael I Ó, hvað hann var yndislegur. Enginn sívölu limanna var hið minsta hruflað- ur — aðeins ofurlítið af mold í hárinu, sem hægt var að strjúka af — Guði sélof! nú ætl- aði gráturinn að brjótast út eins og óstöðvandi straumur, óendanlega, þýður og mjúkur; nú

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.