Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 2
242 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Hann hefir þó aldrei bö . . . .« »Hvað er þetta mamma? Hann hefir talið upp fyrir mér í sögutímunum safn af gömlum aðalsættum, sem hafa verið trúir fylgismenn hirðarinnar hérna — okkar var þar ekki með- talin*. »Náttúrlega, því að hann faðir þinn vann sér aðalstignina fyrir alt það mikla og góða sem hann gerði.« »Á Spáni — eða var ekki svo?« »í spánskri þjónustu— í Ameríku —í stríði við vilta lndiana.* «Hú — aumingja pabbi,« sagði Estella og hrylti upp. «F*að hefir verið óttalegt — þeir binda fólk við píslarstólpa —.« »Já, já, barnið mitt — líf hans var sífeld keðja af hættum og háskasemdum, — og fyr- ir það gerði kóngurinn hann að aðalsmanni.« »Kóngurinn á Spáni?« »Auðvitað.« »Og prinsinn veit það — ætl’ ekki það?« ^Rað er svo sem auðvitað. En því ertu að spyrja að því?« »Nú, mér datt í hug, ef hann færi að spyrja mig um það — og svo vissi eg ekkert um það — þá — «Hann fer varla að spyrja þig að því, flón- ið þitt, heldur að einhverju öðru.« «En ætli eg viti það þá?« Frú Brigitta rak upp skellihlátur, »Ungar og fallegar stúlkur eru aldrei í ráða- leysi með svar, þegar karlmenn óska þess af þeim.« Estella steinþagði undir þessum háa, undar- lega hlátri. Kennarinn hennar hafði talað alt öðruvísi við hana, og annan eins hlátur hafði hún aldrei heyrt til hans. En hann var nú líka alveg óbreyttur maður, og kunni ekki að hlæja eins og hún mamma hennar, sem var af aðli og hafði verið við hirðina. F*að var sjálfsagt siður þar að skella svona upp úr. Enn þá var hún á bezta vegi með að verða hikandi og halda áfram að spyrja, en þá tók móðir hennar ha,.a við hlið sér og geisaði út með hana, til þess að sýna henni skartgripi þá, sem faðir hennar hafði einusinni komið með frá Ameríku. Skartið—skartið. Pað var í augum Estellu hjúpað í einhverjum dularfullum töfravef. Oft hafði mamma hennar sagt henni frá því, en aldrei hafði hún fengið að sjá það. Og nú átti hún alt í einu að sjá það — og fá að bera það — reyndar ekki fyrri en hún væri komin til Greiffenberg og væri leidd fram fyr- ir prinsinn. Skyldi það nú vera ósvikið, rautt mexikanskt gull, eins og hún manima hennar hafði sagt henni? En hvað mikið flón hún var að láta sér detta í hug að efast um það. Skyldi nú faðir hennar hafa tekið það af ein- hverjum Apakanum — eða hétu þeir Komank- ar?— og hann hafi ætlað að gefa það konu- efninu sínu? F*á væri það úr skíru gulli — á- reiðanlega — og þegar prinsinn sæi djásnið, mundi honum lítast á þá, sem bæri það — — Á brennheitum, rykugum veginum, sem liggur frá járnbrautarstöðunni upp til fjallanna rann skrautlegur vagn, sem gestgjafinn í Greiff- enthal hafði sent til brautarstöðvarinnar. 1 vagn- inum sat Estella og þjónustumær hennar. F’að sást þegar til Greiffenbergshallarinnar í fjarska; hana bar fyrir ofan grænar fjallabrekk- urnar, þar var sumarbústaður prinsins. En veg- urinn þangað var svo langur, því að hann lið- aðist í mörgum bugðum eftir dældum og drög- um, svo að ekki var nein leið að því að ná lengra eri til þorpsins þennan daginn. Vegurinn beygði ir.n úr sólsterkjunni inn í forsæluríkan bækiskóg, og andaði ungfrúin hress- andi skógarilminum að sér með áfergju. »En hvað það erfallegt hérna úti,«sagði Est- ella, »það er eitthvað annað en inni í borginni. Mér finst eg aldrei hafa verið eins frjáls og glöð eins og nú.« F’jónustumærin setti upp ólundarsvip. »Ekki vildi eg eiga hér heima, hvað sem mér væri gefið til þess,« sagði hún. »Pví þá ekki?« sagði Estella með undrun. «Af því að þessi náttúra er skelfilega leið-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.