Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 22
262 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Og skríllinn dansaði af fögnuði í kringum höggstokkinn. Þeir félagar hittust seinna um daginn heima hjá sér, og þá varð Didier að orði: »Nú megum við aftur fara að bera poka.i »Eg hef altaf búizt við að það endaði með því,« svaraði Garnier. »Við skulum líta eftir, hvernig Lása Iíður,« mælti Chatelet. Honum leið illa; en enginn hefði lifað það högg svo lengi, nema annar eins heljar- skrokkur og hann. Hann starði á þá, hrækti blóði, hafði hryglu og rumdi við: »Beinagrindin dró hann samt út á Gréve- píássið. Rar er hún; eg sé hana. Eg kem, Róbespjerre.* Og með það dó hann. Þeir drógu hræ hans ofan í jarðgöngin undir borginni og huldu það þar. Og París stóð á höfði af fögnuði. Nú sá hún til sólar. * * * * * * * * • Svo sem kunnugt er af mannkynssögunni, átti Maximiljan Róbespjerre mestan þátt í hryðjuverk- um þeim er framín voru í stjórnarbyltingunni 1789 — 1795. Með houum var Danton, einhver hinn mesti harðjaxl og heljarmenni, en sá var munur þeirra að Danton var hetja og kunni ekki að hræð- ast, en Róbespjerre var huglaus og enn grimmari en Danton. Þegar Danton vildi láta slaka á mann- drápunum, lét Róbespjerre taka hann og hálshöggva, og var eftir það einvaldur um 3 mánuði; lét hann þá óspart drepa hvern þann, er vildi koma einhverju lagi á stjórnina. Loks var Parísarbúum svo farið að blöskra blóðveldi hans, að þeir steyptu honum eins og segir í smásögu þessari. Róbespjerre var í mörgu vandaður og góður maður, en var blind- ur af pólitízkum ofsa og ofstæki, svo að ofi var §vo að sjá, sem honum væri ekki sjálfrátt. Bókmentir. Kvöldvökurnar eru ekki vanar að skifta sér af bókum, sem þeim eru ekki sendar til um- sagnar, nema því að eins, að þær annnaðhvort álíti einhverja bók svo góða með afbrigðum, að það þurfi eða eigi sérstaklega að mæla nieð henni eða greiða henni gang til lesenda. ellegar þá svo vonda, að alla nauðsyn beri til að hefta för hennar um landið. En öll líkindi eru til þess, að af báðum tegundum fljóti ým- islegt, sem þær verða ekki varar við, og verð- ur þá við það að sitja. En tvö lítil kver hafa þær rekið sig á nú þetta ár, annað í sumar en hitt hérna á dögunum, sem þær álíta skyldu sína að geta um, þó að ekki hafi þau verið send í bókaskáp þeirra. Annar bæklingurinn er fyrirlestur, sem síra Friðrik Bergmann hélt á prestafundi í Reykjavík í sumar og nefnist Viðreisnarvon kirkjunnar. Oss er síra Friðrik Bergmann að góðu kunnur um langt skeið, bæði af Alda- mótum og Áramótum, hinum kristilegu árs- ritum þeirra Vesturheimsprestanna, og hefur hann þar borið langt af öllum að andríki, djúp- settum lærdómi og liprum rithætti. Hann var lengi framanaf alleinstrengingslegur setninga- maður og bókstafadýrkari í trúmálum, en nú á síðari árum hefur hann brotið af sér alla þá fjötra og gerst eindreginn frjálsræðisboði í þeim efnum; hefur hann fyrir það orðið að sæta mörgum og margvíslegum ofsóknum og fjand- skap af strangtrúarmönnum þar vestra. En hann hefir ekki látið það á sér festa; hann hefir haft þrek trúmannsins til þess að fylgja sannfæringu sinni og eigi látið bugart. En hörð og grimm hefir sú deila orðið, eins og við er að búast, þegar tvær gagnstæðar sannfæringar mætast, og báðar eru hjarta- og hugðarmál beggja hlutað- eigenda. Og báðum er vorkunn, þegar svo er, og vandi að áfella, á hverja hlið sem er. Efni fyrirlestrarins er það, að sýna fram á, að hið gamla kirkju og kenslumál í kristin- dómi sé nú svo úrelt orðið, að það geti ekki lengur verið ávaxtavon af því fyrir hið and- lega líf þjóðarinnar. Og ávextirnir sýni sig líka, fólkið sé hætt að trúa þessum gömlu kenning- um, það fái aldrei neitt nýtt að heyra í kirkj- unum, það viti það fyrirfram, ef það annars

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.