Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.11.1911, Blaðsíða 10
250 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. í fegursta blómskrúðPsínu; þá kom bréf til greifans frá Langenberg, frá New-York, sem ekki var skrifað með hans hendi. Rar var sagt frá því, að hann væri fárveikur og Iæknarnir hygðu honum ekki líf, og að hann hefði ósk- að þess, að vinum sínum væri skýrt frá því, en það væri ekki til þess eð gera þá órólega eða fá þá til þess að vitja sín, eða senda sér nokkuð, því það mundi um seinan — þess- vegna hafði liann ekki Iátið fylgja utanáskrift sína. Innan í því var sérstakt bréf til Elsu með hans skrift. Hún fór með það inn í herbergi sitt til þess að geta lesið það í einrúmi. Þeg- ar hún opnaði það, datt ofurlítill þur kvistur af sítrónutré út úr umslaginu. Bréfið hljóðaði þannig: »Hjartkæra konan mín! Eg skrifa yður þetta bréf, til þess að segja yður ennþá einusinni frá tilfinningum mínum, af því að eg held, að guð æt!i loks að veita mér þá ósk mína að láta mig deyja. Lofið þér mér nú að segja yður í síðasta sinn, Elsa, hve heitt eg elska yður. Eg hefi ráfað um í þessu ókunna landi í þrjú ár, en eg hefi ekki getað gleymt yður. Hjarta mitt slær tíðar en nokkru sinni áður, er eg minnist yðar og hreims- ins í rödd yðar. Eg nefni oft hið ástkæra nafn yðar upphátt. Ó, elsku konan mín, þér getið aldrei skilið hve innilega eg hefi elskað yður! Þegar eg minnist framkomu minnar við yður áður, og hve eg var nærgöngull við yður, þá viðurkenni eg, að eg hefi haft ójöfnuð í frammi við yður. En eg elskaði yður svo heitt; eg var blindur fyrir öllu nema ofurást tninni og þeirri von, að eg mundi vinna ást yðar um síðir, og að þér munduð koma til mín og viðurkenna það. En nú viðurkenni eg, að eg hefi haft rangt fyrir mér og að þér getið ald- rei lært að elska mig. Rað var of mikið djúp staðfest á milli okkar. Eg iðrast þess, að eg hjálpaði yður ekki undir eins án þess að setja nokkur skilyrði, eins og aðalsmaður mundi hafa gert. Eg var ofstopafullur og eigingjarn, það finn eg nú. Konuást verður ekki keypt fyrir unninn greiða. En það var stjórnlaus ást á yður sem kom mér til þessa. Getið þér fyrir- gefið mér? Ef eg, hefði hagað mér öðruvísi þá hefði eg þó getað hlotið virðingu yðar; en nú hefi eg ekkert unnið. Mér hefir liðið illa þessi þrjú ár, vegna þess að eg hefi vitað það, að heimska mín hefir varpað skugga á iífsgleði yðar. En nú bið eg guð þess, hjart- kæra Elsa, að hann láti yður öðlast hamingju að nýju og gefi yður mann, sem er færari en eg um að gera yður hamingjusama. Eg bið yður aðeins að muna eftir því, að eg elskaði yður af öllu hjarta en gleyma öllu öðru — gleyma því að mig vantaði hugarfar hins sanna aðalsmanns, gleyma hinum óréttmætu vonum mínum, gleyma öllu — nema hinni einlægu ást minni til yðar. Eg var sæll aðeins einusinni meðan eg var í Lindeborg —. Það var einusinni þegar eg svaf í herberginu mínu. Mér fanst þér standa við hlið mér og lúta niður að mér, svo að hár yðar straukst við ennið á mér. Eg fann það á mér að þér höfðuð verið hjá mér, og þegar eg opnaði augun, þóttist eg sjá á kjól- inn yðar, um leið og þér létuð aftur hurðina; og þá fann eg þenna kvist að sítrónutrénu, sem yður þótti svo vænt um, á brjóstinu á mér. Eg tók hann í þeirri trú, að þér hefðuð skilið hann þar eftir, og hefi geymt liann síð- an eins og helgasta menjagrip — og nú sendi eg yður hann aftur. Ef þér hafið haft nokkra hlýja tilfinningu til mín á þeirri slundu, þá minnist þér þess aftur, er þér sjáið þenna kvist; en ef mér hefir skjátlast og alt þetta hefir aðeins verið draumur, þá brennið þér kvistinn og hirðið ekkert um hve oft eg hefi kyst hann og hversu mörg tár hafa vætt hann. Eg óska að yður líði æfinlega vel, elsku kon- an mín, hin eina kona sem eg ann! Eg hefi séð svo um, að þér verðið látnar vita þegar eg dey.« Þarna endaði bréfið, eins og hann hefði orðið að hætta alt í einu.- En hve hann hafði elskað hana ynnilega! Nú skildi hún fyrst ást hans og göfuglyndi, og hve mikið hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.