Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 1

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 1
SMARÁGDA. Saga frá Miklagarði eftir Augúsí Niemann. 10. Yfirheyrslan. Hugh leið einstaklega vel, eins og öllum ungum og hraustum mönnum, þegar þeir vakna af værum svefni, þegar hann sá sólina vera að 8®gjast inn í herbergið til sín. Reyndar hafði hann ekki sofið nema fáeinar stundir, en hann Var vanur að fara snemma á fætur og fór því s*rax fram úr. Klukkan var sex. Á Indlandi hafði hann vanalega verið kominn á hestbak urn þetta leyti; nú vildi hann að ininsta kosti ganga eitthvað út. Endurminningin um Smar- ógðu sveif í kringum hann og setti töfrablæ yfir all. Ónotin, sem höfðu gripið hann við Það, að kúfortið hafði verið opnað á svona undarlegan hátt, voru nærfelt horfin, og hon- urn fanst minna til þess nú með morgninum. Hann bað um te og ávexti, hvesti augun a veitingaþjóninn og spurði han.n, hvort nokk- ur hefði komið í herbergi sitt; en þjónninn Ví>r svo sakleysislegur og blíðlegur á svip, er hann vissi ekki til þess, að hann varð þegar rólegur og fór út á strætið með digurt olíu- v‘ðarprik í hendi. Til þess að geta ratað fylgdarlaust um bæ- lnn, hafði hann tekið kortið af Konstantínópel UPP úr ferðaleiðarvísi sínuin og stungið því i brjóstvasa sinn. Hann fann að hann dróst að húsi Ataríans, en lét þó ekki undan og gekk út að Galata- turninum til þess að fá yfirlit yfir bæinn. Hann varð að príla 150 riðpalla upp í þennan Samla, nafnkunna einhlaðna turn, en þegar hann var kominn upp þangað, fanst honum það til- vinnandi — svo fagurt var útsýnið. Rað sást niílum saman út úr öllum gluggum, og hin N. Kv. Víll. 4^j mikla borg lá þar fyrir fótum hans eins og steypt landalíking. Töfrandi Ijómi af Iitskrúði breiddist út yfir land og sjó. F*að virtust ekki vera jarðneskar útsýnir, heldur tómar hillingar. Einkum var sjálft Stambúl yndisfagurt til suð- urs og vesturs. Þar breiddist borgin út fyrir sólarupprásinni án þess að það tæki á augu þeirra, er yfir hana horfðu. Þessir stóru víð- lendu bæjarhlutar voru eins og floti á birtu- hafinu, og speglaðist í heiðbláu hafinu því, er Gullhornið heitir, vík sú er skilur Galata og Peru frá aðalborginni tyrknesku. Á hæðunum þar yfirfrá breiddu dökkgrænir skógarnir sig alt ofan í sjó og gerðu bládökkar rákir innan um stórhýsin, sem Ijómuðu með ótal litum, al- staðar gnæfðu snjóhvítir, mjóir turnar hátt í loft upp; alt þetta speglaðist í vatninu og var sveip- að undarlegri móðu í morgunlæðunni, svo að alt útsýnið var eins og ey, er léki í lausu lofti á milli himins og hafs. Hugh fór að sárlanga til að skoða þetta nær sér; fór hann því ofan úr turninum aftur. Tvær brýr liggja frá Galata yfir til Stambúls. Hann tók brú þá er kend er við Valide drotn- ingu. Mannþröng mikil var á strætinu, þegar hann kom framhjá kauphöllinni og gekk yfir brúna. En yfir allan þennan urmul ríðandi og gangandi manna lagði reykinn úr gufuskipum þeim, er voru þar á ferð fram og aftur úti fyrir í stórhópum. Allar þjóðir heimsins virtust hafa sent fulltrúa þangað, og þar var ótal búninga að sjá. í manngrúanum voru Tyrkir í heið- bláum, rósrauðum og gulum sloppum með hvíta túrbana, fimlegir, hvasseygir Grikkir með útsaumaðar treyjur og rauðar húfur, Bedúíuar með bjartleitar skikkjur skálmuðu þar borgin- 10

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.