Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 2

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 2
74 NYJAR KVÖLDVÖKUR. mannlega með sterklitaðar skýlur yfir höfðum sér, og brúnlitir piltungar voru þar á ferð með hörundsflúraða handleggi og herðar, og skraut- búnir offísérar af soldánsliðinu, og förumunkar í kuflum úr úlfaldahári, síðskeggjaðir með upp- mjóar húfur, Albanir í mislitum fötum og með heilt hergagnabúr af skammbyssum og hnífum í belti sér, og svo voru þar negrar, brúnir, gulir og hvítir menn, hvað innan um annað. Hugh ruddi sér braut innan um manngrú- ann og lét suðuna, köllin og gólið úr gufu- pípunum ekkert á sig fá. Hann komst yfir brúna og kom þá inn á autt svæði, og reis þar á móti honum stórkostleg bygging. Pað var bænahús Valide drotningar, og var fyrir framan það for- garður með hvolfþöktum súlnagöngum og mar- marasúlnagöngum. Snoturlegir turnar gnæfðu þar við himin. Og á stéttinni við næsta turn kom fram bænahringjarinn fram um ofurlítið hlið. Hann stóð þar fáein augnablik, lyfti aug- um til himins og þuldi syngjandi bæn sína — sömu bænina, sem kallaði alla múselmenn frá öllum háturnum til bæna, bæði í Evrópu Asíu og Afríku. Hugh hlustaði á með andagt og hélt svo áfram. Hann sá þar fjörleg svæði og götur og risavaxnar byggingar í gömlu soldánshöllinni og við Ægisif, og lá við að hinar stórfenglegu sögumenjar þessara staða bældu hann niður. Hann sneri sér til hliðar og varð alt í einu einn og einmana. Hvar var nú himingnæfandi hvolfþakið með tindrandi hálf- mánanum á turni hinnar fornu kristnu kirkju? Hvar var nú portið mikla, hallarportið hátt og himingnæfandi, sem er nefnt háa hliðið — hvað var orðið af þvf? Hann var kominn út í dal, sem ilmaði af rósum. Hann gekk upp eftir brekku, sem var á móti honum, og komst inn í kýpruslund einn; Bospórus Ijómaði fagurblátt milli trjánna. Hann hélt áfram og komst inn í götu, sem margir unaðsríkir leyndardómar virtust leynast í. Rað var svo skamt á milli veggsvala húsanna, að þær virtust nær snerta hver aðra, og munaðarblítt ástahvísl gat vel borist þar á milli grindanna. En þar var ekkert hvísl, engin rödd og enginn maður sýnilegur, — hópur af dúfum voru þar á flökti yfir hús- unum ogglampaði á vængina. Hann gekk lengra og náði í kyrlátan stað. Þar í miðju stóð plat- antré, og undir því var marmarabrunnur og nokkrir úlfaldar svöluðu þar þorsta sínum. Ess- rekarnir lágu þar hreifingarlausir á jörðinni. Úti fyrir sumum húsunum sátu múselmenn á ábreiðum í sólskininu, reyktu vatnspípur sínar og voru hugsandi; ekkert nema gutlið í píp- unum rauf þögnina. Svo komst hann inn í kirkjugarð, sem var þar í brekku. Það var stór blómgarður, fullur af ilmi. Ótölulegir legsteinar, prýddir túrbönum, stóðu þar upp úr blómstóð- inu undir grátviðunum. Gamall Tyrki sat þar við eitt Ieiði og át ávexti upp úr poka. Hann gaf tveimur fjörugum smástrákum með sér, sem voru þar að hoppa og leika sér í kringum hann. Hugh settist þar á brotna marmarasúlu og dreymdi þar drauma sína. Hann var þar í töfra- landi og kóngsdóttir í álögum seiddi hann. Rarna var friður, þarna var ró, þarna var Ijóm- andi birta og yndisleg angan kjassaði hann þar að sér. Gamli Tyrkinn lauk við morgunverð sinn, potaði síðasta aldininu niður við fótagafl gráfarinnar, til þess að ættingi hans í gröfinni gæti svalað sér á því. Svo fór hann leiðar sinnar og drengirnir með honum. Hugh fór líka, en þegar hann var kominn yfir af bæð- Inni, kom hann þar inn á dapurlega eyðimörk. Rað var líkast því að brunnið hefði þar ný- lega. Svartar húsarústir voru þar í grænu gras- inu. Hann flýtti sér þaðan, gekk yfir óhreinan garð út í örmjóa götu, fulla af klungri, eins og væri hún árfarvegur, og komst þaðan inn á breiða götu og fagra, og var hún full af glæsilegum vögnum og skrautbúnum riddurum. A báðar hliðar við götu þessa voru hallir, bæna- hús, turnar, er virtust helzt gerðir af fílabeini, gosbrunnar úr marmara, og múrar, er voru dregnir hinum fegurstu litum og voru á þeim gyltar leturlínur. I skrautgötum þessum sá hann mörg hundruð tyrkneskra kvenna, og voru þær einar að ganga úti og skemta sér. Þær höfðu yfir sér motur, er gerður er úr tveim blæjum, og sér ekki í annað en augun í gegnum hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.