Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 3
SMARAGDA. 75 en yfir sér höfðu þær dragsíða sloppa með víð- nrci ermum. og voru þeir allir rauðir að lit Karlmennirnir litu aldrei við þeim, og þær litu aidrei við karlmönnunum. En þó var einsog það væri annað með unga og fríða Franka. (Svo kallast Norðurálfumenn í Tyrkjalöndum). ^ugh varð þess þrisvar sinnum var, að ung stúlka með mjög gísna blæju leit brosandi til hans, og meira að segja, ein undurfalleg stúlka Sem hann gat glögt séð framan í, lét vasaklút- 'nn sinn detta niður um leið og hún straukst framhjá honum. En hann tók hann ekki upp. Hann var ekki svo hégómlegur að hugsa sér að hann hefði unnið sér hug hennar, enda þekti hann svo mikið til austurlenzkra kvenna, að hann vissi vel að þetta var gaman eitt. Hugh leit á klukkuna. Hann var búinn að vera þrjár stundir úti við. Hann skoðaði kortið Sl‘t, en vissi ekki hvar hann var og gat ekki fundið þann stað á kortinu. Hann kallaði á Ungan mann, er stóð þar með leiguhest, og sagði aðeins: »Pera«. Hesturinn og pilturinn t^omu honum eftir ótal krókum og sniðvegum °fan að strönd Gullhornsins: þar lá aragrúi af ^átum, og benti pilturinn yfirum til bakkanna á móti. Hugh benti báti og steig ofan í hann. Pað Var rennibátur, lengri og mjórri en Gondól- arnir í Feneyjum og var hann ákaflega vaitur. ^ngin var í honum þóftan, svo að Hugh settist °fan í kjalsogið og var hinn rólegasti, til þess honum skyldi ekki hvolfa. Tveir undurfagrir unglingsmenn, brúnleitir á lit í hvítum treyjum °g með vöðvastælta handleggi knúðu bátinn á- fram, svo að hann flaug eins og örskot og Vlrtist svífa í lausu lofti. Innan skamms var hann kominn yfirum nálægt brú Valide drotn- ,ngar. Hann fór á járnbrautarstöð og ók eftir jarðgangnabraut frá Galata til Pera, hafði fata- skifti í gestahúsinu og fór svo á stað á sendi- t1errastöðina. Hugh fanst hann vera einhver síintýrakóngsson og fanst því heldur dauflegt um að litast innan um skjalahillur sendiherra- stöðvarinnar. Hann gerði boð fyrir Sir Phil- ipp Currie og var beðinn að koma inn í sér- herbergi hans. »Eg kem til að biðja yður afsökunar, göf- ugi herra, af því að eg kom ekki til borðhalds yðar í gær. Eg tafðist af óvæntum atvikum.« »Pér voruð hjá Átarían bankara?« »Þér vitið, göfugi herra . . . « »Þér hafið farið undarlega að ráði yðarfrá fyrstu stundu, kæri hr. de Lucy. Eg verð að benda yður á, að stjórnmálamenn mega ekki láta irillast af fallegum konuaugum, svo að þeir fyrir það setji flokk sinn, formann og stjórnina með f vandræði.« Hugh kafroðnaði. Viðtökurnar hjá sendi- herranum voru eins og kalt steypibað fyrir hið hlýja hjarta hans. »Sir Philipp . . . « sagði hann. »Já, góði hr. de Lucy, eg veit það alt sam- an. Fyrst hafið þér nú verið í áflogum við embættismenn soldánsins út af stúlkunni. Svo hafið þér lent í viðlíka handalögmáli fyrir fram- an hús bankarans, og urðu þrír menn þar all- mikið sárir. Svo fóruð þér inn í hús bankar- ans, en hann er einn hinna illræmdustu for- göngumanna armensku uppþotanna, og — « »Sir Phiiipp, en aðalstarf okkar hér er þó það að vernda hina kristnu Armena, og . . « »Alveg rétt, en takið vel eftir því, ungi vin- ur minn, að það er eg, sendiherrann, fulltrúi Bretastjórnarinnar hér, sem á að segja til um það, hvenær sú vernd á að byrja eða hætta. Og eg vil ráða yður til að skifta yður ekki af neinu, nema því aðeins að yður sé sagt það. Hertoginn af Westminster vill alt hið bezta; það er ágætl; Hann hefur mælt fram með yð- ur; það er líka ágætt. En hér er eg yfirmað- ur yðar, og þér skiljið það, að eg vil ekki taka upp á mig ábyrgð af þeim störfum, sem þér fáist við án minnar vitundar eða gegn vilja mínum. Hvað, hefðum við átt til að gera í gær, ef þér hefðuð orðið sár eða lögreglan þeirra Tyrkjanna hefði tekið yður fastan ? Pér hefðuð komið stjórninni í standandi vandræði.* »Sir Philipp . . . « 10*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.