Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 6
78 NYJAR KVÖLDVÖKUR. P.S. Ef þú óskar meðmæta frá Gladstone þá láttu mig vita það.« Hugh lét hendina síga niður á borðið með bréfinu og var hugsi um stund. Svo opnaði hann litla bréfið snotra frá Smarögdu; það var á frönsku og hljóðaði þannig: »Kæri hr. de Lucy. Eg bið yður að sýna okkur þann sóma að borða kvöldverð með okkur. Látið ekki bregðast að koma. Maður bíður eftir yður við gestahúsið úr því kl. er 8. Takið vasaklútinn yðar upp til merkis, þeg- ar þér farið út. Yðar einl. Smaragda Atarian. »Látið ekki bregðast að koma,» tók Hugh upp aftur. »Petta er ekkert vanaheimboð—það er líkara neyðarópi.« Hann gekk um gólf í mestu geðshræringu. »Fari hún bölvuð, þessi stjórnmálamunna- veizla. En hvað þetta rekst illa á. Eg get ekki látið mig vanta þar — má ekki vanta annað skifti, sízt við svona tækifæri. Jæja, það er ekki annað en eg fer þaðan snemma — vonandi verður hún á enda kl. 8.« Hann hringdi. »Hver hefur komið með bréf til mín?« spurði hann veitingaþjóninn. Það var sami blíðeygði, ungi maðurinn, sem hann hafði spurt áður, þegar hann fann bæklinginn und- arlega, sem féll svo vel saman við skoðanir Hughs, að stjórnarmenn Evrópu væru bleyður. »Bæjarpósturinn kom með bréfið. Klútinn kom ókunnugur maður með og eg lagði hann á borðið.* »Hugh lét hann svo fara. Hann klæddist svo samkvæmisbúningi og fór til sendiherra- hallarinnar. Borðsalurinn var skreyttur mjög; stórum blómvefjum af stórvöxnum, fjólubláum brönu- grösum og bleikrauðum rósum var þar sveipað um kertastjaka, armstjaka og Ijósakrónur. Borð- ið var breitt fjólubláu flossilki, kögruðu göml- um venediskum kniplingum. Fjólubláum brönu- grösum var dreift um flossilkið. Ljósastjakarn- ir báru vel af við þenna lit, og borðstandarn- ir ekki síður. f vetrargarðinum stóðu dvergvið- ir í fötum, ýmist úr silfri eða Sévrespostulíni, og voru þeir alþaktir víndrúfum og ferskum; voru aldin þessi komin frá Englandi og rækt- uð þar í jurtabaðstofum. Stórherrann af Lahore hafði frú sendiherr- ans með sér að borði. Þessi indverski fursti bar engan túrban, hafði stutt, svart hár og skifti því að enskum sið; hann var kjólbúinn, og mátti sjá að hann var austurlandabúi á því einu/að hann var dökkur á hörund og augun einkennilega skær. Þó tók Hugh eftir þvi, að hann snerti ekki við neinu af réttum þeim, er á borð voru bornir, en lét þjón sinn færa sér sérstaka rétti, er matgerðarmaður hans hafði búið til. Hugh heyrði að hann var að tala við Lady Currie um hina og þessa nafnfræga enska málara, og vitnaði í ensk kvæði. Honurr. fanst þessi Indverji vera eini maðurinn, sem talaði eitthvað af viti, því að annars talaði samkvæm- ið um hégómann einberan. Kvenfólkið talaði mest um hjólreiðar, og svo varð langt umtal út af því, að soldáninn hafði sézt á gangi með hr. von Nelidow í garði rússneska sendiherr- ans, og höfðu þeir leiðst. Þegar frá upphafi var drukkið kampavín; var það borið inn í silfurskál og veitt iðulega. Hugh stalst til að líta á úrið sitt við og við. Honum fanst þetta át aldrei ætla að taka enda —og þó rak hver rétturinn annan. íburðurinn við borðið leiddi huga hans að hálfri miljón hungraða kristinna manna í Ar- meníu, kvenna og barna, í fjarlægustu héruð- unum, þar sem húsfeðurnir höfðu verið högg- nir niður og eignunum rænt. Og hér sátu full- trúar kristnu stórveldanna, sem áttu að vernda Armenana, — og átu og drukku. Samtalið fanst honum bragðlaust, drepandi leiðinlegt, svo hann blóðlangaði til að reka upp kaldahlátur þann, stökkva upp og þjóta á dyr. Reyndar gat það ekki öðruvísi verið við þetta borð. Hagsmunir stórveldanna og pólitík sendi- herranna horfði sitt á hvað og barðist hvað á móti öðru innbyrðis. Fyrir því hefði alt alvar- Iegt samtal altaf vakið einhversstaðar hneyksli

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.