Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 7
SMARAGÐA 79 °R komið upp einhverju, sem mönnum lá á a<5 leyna. Og þetta var líka orsökin til þess, að Armenunum var aldrei hjálpað neitt að 8agni. Hvert stórveldið um sig hélt, að hitt stórveldið kynni að geta haft eitthvert gagn af því. Þess vegna tók enginn neitt verulega að gagni í taumana. Aðeins eitt einasta skifti lagði hann orð inn í samtal, orð, sem kom innan frá hjarta hans, og sá þegar, að hann hafði orðið að athlægi. Retta orð var mannúð og kristindómur; það skauzt út úr honum út af skritlu, sem franskur ritari var að segja, og ^ugh likaði ekki. En hann sá undireins á eftir að hr. von Nelidow, sem sat á ská við á móti honum, hvesti á hann augun glottandi og hvíslaði svo einhverju að borðkonu sinni. ít- alski og franski sendiherrann tóku eftir þessu hjá rússneska sendiherranum, glottu líka og litu á hann. Og Hugh hafði líka svo góða heyrn, að hann hafði heyrt í það, sem hr. von Neli- dow sagði. fað vár eitthvað á þessa leið : ‘Það sýnist vera sama birkið í honum þess- um eins og Gordon og Gladstone sjálfum. Það eru ennþá til vinglaðir menn á Englandi.« Loks var staðið upp frá borðum. Indverj- 'nn bauð húsfrúnni hönd sína, flúni stórvez- u'nn leiddi konu franska sendiherrans, og sumt af samkvæminu fór inn í skrautsalinn, en hin- lr urðu eftir í borðsalnum, drukku portvín og reyktu; þar á meðal nokkrar konur. Hugh varð líka eftir þar inni; en hann Vai" eins og á glóðum, því að klukkan var 0rðin hálfníu. I salnum glumdi í flýgelí og rétt á eftir í Lvenmannsrödd. Hugh réð af að hörfa þangað ' þeirri von að geta sloppið út. í sömu svif- °num sá hann vin sinn, Georg Keith Buttler; hann var að hrista borðið, til þess að vita, hvað það væri stöðugt; svo vatt hann sér upp a það, bylti sér kollhnýs og stóð á höndun- Um- Hann þekti vel þennan uppáhaldsfimleik vinar síns, en hitt fólkið glápti á þetta með mestu undrun og ánægju, þegar hann var að skálma fram og aftur eftir borðinu á höndun- Um innan um glös, flöskur og Ijósastikur. Rússneski sendiherrann spratt upp úr sæti sínu, lagði handlegginn um herðar enska sendiherr- ans, gaf franska sendiherranuni olbogsskot í síðuna og ætlaði að rifna af hlátri. Hugh gekk inn í salinn. Þar var kaffi og kryddvín á borðum, en enskur kvenmaður var þar að syngja sönglag og lék einn úr sendi- herraliði Frakka undir fyrir hana. Hún song ameríska götuvisu er svo byrjar: »Daísy, Da- ísy«, og alt samkvæmið söng viðkvæðið með. Hugh hugsaði til móður sinnar og fór nú að skilja í því, að hún hefði afneitað heim- inum, eins og hann hafði fundið til hins sama við aðrar veizlur ineðal tignarfólks. En það var eðlilegt, að þetta tignarfólk skemti sér á annan hátt en borgaralýðurinn, og hann furð- aði sig ekki á því, þó að þessir göfugustu og tignustu menn hefðu gaman af því að taka líka þátt í lítilmótlegustu skemtunum við og við, sem fengnar væru frá loddaraleikhúsum og fimleikahúsum, þegar því varð komið við. Hann hafði orðið var hins sama bæði í Frakk- landi, Englandi og Indlandi. Efnismikil samtöl og góð sönglist var hlutskifti þeirra manna, sem ekkert áttu annað en mentun og fé, en tignasti höfðingjalýðurinn hafói sér til afþrey- ingar léttúðarkendar smásögur, sport og gatna- vísur. Stórhöfðingjaliðið gat ekkert ótilhlýðilegt hafzt að, það var alt gott gg göfugt, sem það gerði. Auðvitað. Það setti lögin um það, hvað var viðsæmandi og tilhlýðilegt, og hvað ekki. En Hugh var maður hugsjónaríkur og göf- ugur, og fanst alt þetta bragðdauft með afbrigð- um, og það þvi fremur, sem hann brann af löngun eftir að komast til húss Atarians. Hann vonaði að það yrði ekki tekið eftir því þó að hann læddist á burt, þó að engir væru enn farnir að fara. Hann laumaðist út að ytri dyrunum, smokkaði sér út í skyndi og hraðaði sér sem mest hann mátti heim til gisti- hússins. (Meira). • ———

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.