Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 8

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 8
80 NYJAR KVÖLDVÖKUR VINNUMAÐURINN. Eftir Þorkel Þurrafrost. Framh. Næsta dag Iagði eg upp, og tafðist lengi við að útbúa hesta í Holti. Hélt svo þann dag og þann næsta til miðdegis, þá kom eg í Voga. Tóku þær mér feginsamlega, og þóttust vera búnar að vera nokkuð lengi að heiman, en gátu þó ekki tarið samdægurs, svo eg hlaut að gista næstu nótt í kaupstaðnum. Eg gat fengið náttstað hjá frænda fóstra míns með góðu móti, en gistihús var þar ekkert og eng- in opinber greiðasala. Um morguninn daginn eftir var lagt heim- leiðis í fögru veðri; Rórður hreppstjóri var með. Var hann ræðinn og skemtilegur og þagði helzt aldrei, en mest' talaði hann við prests- konuna, og það var til þess að við Annagát- um spjallað saman, án þess hægt væri að greina það frá suðunni í Rórði. Ekki gátum við talað um það samt, sem mér eða máske báðum var hugðnæmast. En augnátilliti, hlýleik í svip og broshýru tóku þau ekki hið minsta eftir, fyrir ákafa við sín málefni og þrumandi orðgnótt. Hægt var farið, því færið var ekki í bezta •agi, og þannig leið dagurinn að úthalli, þá vildi Rórður setjast að á stórbýli, sem lá fram- undan við veginn, sem Hof hét og hafði lofað að gista þar í heimleið. Aftur átti Anna heimboð á næsta bæ þar fyrir sunnan, sem hét á Skriðu, hjástúlku þar, sem hún hafði kynst í brúðkaupinu í Vogum og þangað vildi hún fara til gistingar; og, af því að hvert fyrir sig hélt fast á ætlun sinni, urðu þær málalyktir, að Rórður og prestskon- an færu að Hofi, en Anna að Skriðu og eg, því óviðkunnanlegt þótti að hún færi ein þang- að, með því bæjarleiðin var nokkuð Iöng. Og af því svona stóð á, var eg fáanlegur til þess. Ressi atvik féllu sannarlega mér í vil. Eg sá nú að eg mundi fá bezta næði til að tala við önnu. Nú skyldi eg enda setninguna, sem eg var byrjaður á í stofunni í Holti. Alt sýndi tillitið, svipurinn og viðmótið, að hún forðaðist ekki návist við mig, því af hálftöluðu orðunum f stofunni var skiljanlegt, hvað mér bjó í brjósti, enda sá eg einlægt að hún misskildi það ekki. Og eg var ósegjanlega glaður, þegar þessi sundrung fór íferðalagið, að þau fóru að Hofi, en eg í bezta byr óska minna með Önnu að hinum bænum. Sólin var að ganga undir vesturfjallið. Til norðausturs sást enn á sjóinn, hvftan af logn- inu og spegilsléttan, A hálsinum til austurs voru geislar kvöldsólarinnar að minnast við hæstu öldurnar, en langir skuggar að koma í nærsýn. Skarðsdalsá suðaði dálítið til hægri handar við okkur, en bleikir skógarrunnar teygðu sig upp hér og þar til vinstri, og und- ir þeim visnaðar laufhrúgur. Veturinn vildi ekki lofa runnunum að halda skrauti sínu, ógnaði þeim með dauða, og sýndi þeim við fætur sér deyjandi jurtir og blóm, sem nýlega höfðu verið lífræn og yndisleg, hafið krónur ."sínar hátt í skjóli meiðanna móti blæ og sólu. — Haustkvöldið veðurfagra var ekki hast né ótrygt við okkur ferðafólkið. Við Anna geymd- um ylríkan vorhug í brjósti, þó haust væri, héldum hægt sem fyrri; þá hjöluðum við um hitt og þetta, nú töluðum við ekki nema orð og orð á stangli en hugsuðum því meira. Pegar við vorum komin nálægt miðri leið, fórum við bæði samstundis af baki, án þess að tala nokkuð um það, og eg gæti ekki gert grein fyrir því, af hverju það stafaði, enda væri ekki hægt að draga mikið út úr þvf. Hvort það kom til af því, að þar var dágóður, hagi fyrir hestana í valllendisblelti eða einhverju öðru, nema ekki vorum við að ræða um þarf- ir hestanna, og hugsuðum víst ekki mikið um þá þessa stundina. Við settumst bæði niður og var ekki mjög

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.