Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 9
VIN NUMAÐURINN, 81 'a"gt á milli okkar. Ekkart mannsauga leit okkur, það sást þarna hvergi til bæja og eng- >nn fór um veginn. Dagurinn var að kveðja alt vinalega og skildi okkur ekki eftir. Nóttin að heilsa að vísu nokkuð svipdimm eins og hún á að sér, þó sáust nokkrar stjörnur bros- hýrar í skauti hennar, og útlit fyrir að þeim niyndi fjölga. Sjálf var hún mildari, stiltari og blíðari en venjulega, þegar hún hefur yfirráð- >n i himingeimnum um þann tíma. Alt talaði nm frið umhverfis í náttúrunni. Ró og blíða héldust í hendur. ». . . . Veistu það, Anna, að eg elska þig. Elska þig eina. Alt annað er laust og flögrandi 1 huga mínum. Manstu ekki á hverju eg byrj- aði í Holtstofunni? Rá átti eg eftir að tala mik- >ð meira við þig, en það sem eg talaði,”vona eg að hafi verið nóg til þess, að þú skildir 'nig, vonast eftir að orð mín og játning hafi Sóðan árangur, annars finst mér lífið myndi verða gleðisnautt, æfin tómt myrkur. Heill og gléði framtíðar minnar er undir því komin, að bú gangir við hlið mína gegnum ýmist þær háu eða lágu öldur á sjó lífsins. Ástin til þín hefur ómótstæðilega fjötrað mig, en þá fjötra hefur mér verið létt að bera, því mér héfur fundist eg vera elskaður á móti. Hreina og yl- hýra viðmótið þitt hefir aukið mér vonarstyrk, og nu í kvöldkyrðinni er mér svo létt um, þegar enginn sér né heyrir til okkar, að mega end- Urtaka það. Eg elska þig Anna.* Hún sagði ekkert svo eg heyrði, en lagði höfuðið að brjósti mínu, og eg vafði hana °rmum, gagntekin af þeirri tílfinningu, sem h*gra er að hugsa sér en að lýsa. »Ætlarðu ekki elskan mín, að láta mig fá að heyra eitt orð af ilmsætu vörunum þínum,« Sagði eg og þrýsti henni fastar að mér. • Jú, þú getur ekki elskað mig heitara en e£ big, hjartkæri vinuríhn, eg óska að mega ®tíð vera hjá þér, og bið Guð að vernda mig frá öllum tálsnörum og gefa mér staðfastan vilja, svo ekkert geti skilið mig frá þér. Eg treysti staðfestu þinni og göfuglyndi. Eg veit eg má það. Ó, en-eg er svo þreklítil og létt- úðug. Hve eg elska þig þó heitt.« Rað setti að henni grát litla stund, sem skar mig í hjartað mitt í sælunni og gleðinni sem eg naut, en bráðlega gat eg þó huggað og hughreyst hana, eg þerraði tárin með brenn- heitum kossum af votu hvörmunum hennar. Og tíminn leið í algleymingi fyrir okkur, við vorum svo sæl, þó varð af því á endanum, að við slitum faðmlögin og tókum hesta okk- ar og fórum af stað. Það mátti ekki tæpar standa, að við næðum háttum að Skriðu, og vorum þar um nóttina í góðu yfirlæti. — Eg sofnaði fljótt og rólega og dreymdi sæta drauma, og ímynda eg mér að eg hafi brosað í svefninum, líkt og ungbörnin gera, þegar fyrsta undirvitundin er að gera vart við sig hjá þeim. Reir draumar snerust mest um undan- gengið og nýafstaðið. Eg var að ferðast með ástmey minni um heima og geima, hjala um ást og unað, og heyra hið sama á móti. Síðari hluta nætur vakti eg litla stund, en sofr.aði fljótlega aftur; dreymdi mig þá, að eg sat hjá stórri kindahjörð, ekki man eg hvar það var eða hver það átti; nema eg átti sjálfur eina lambgftnbur, sem mér þótti bera af öllum skepnunum, og mér þótti mjög vænt um hana. Eg þóttist setjast niður á þúfu — eins og oft verður við hjásetu — spölkorn frá fénu, og ganga til þess aftur eftir nokkra stund. Sá eg þá hvergi eftirlætisgimbrina mína, og skildi ekki hvernig á því stóð. Eg kastaði svo tölu á féð, og vantaði enga kind aðra. Eg varð órór og fór að rangla frá fénu til að leita. Eg þóttist fara nokkuð langt, þar til eg sá framundan mér æðistóra klettakví, og gekk beint í opið á henni. Ekki voru þeir klettar mjög háir, en lausiegir og höfðu fallið úr þeim stórar urðir, sem huldu víða jarðveg- inn í botninum. Inn í milli þessara kletta þóttist eg klöngrast og horfa, ef eitthvað bæri fyrir augu. Alt í einu sá eg stóran, mórauðan ref skamt frá mér, sem stóð yfir einhverju og reif það í sig. Eg hljóp þangað en refurinn hljóp 11

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.