Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 10
NYJAR KVÖLDVÖKUR. frá inn í urðina meðblóðugann hausinn og háls- inn aftur að bógum. Regar eg kom að því, sem hann hafði verið við, þekti eg að þar var gimbrin mín, sem eg leitaði að, og var hún aðeins með lífsmarki. Refurinn var búinn að bíta hana upp að augum, og rífa úr hálsinum og bringunni og drekka úr henni mest blóðið. Eg varð bæði hryggur og reiður og mest ráða- laus. Hafði ekkert vopn á refinn og náði ekki til hans, því hann var horfinn, og upp úr öllu þessu strfði vaknaði eg, og var feginn að þetta var ekki nema draumur, en ónotahugleið- ingar vakti hann hjá mér eftir á. en það smá- gleymdist þegar frá leið. Eg sofnaði ekki eftir þetta, því að dagur- inn fór bráðlega að hrinda næturmyrkrinu, og fólkið að rísa úr rekkju. Ekki gat eg talað neitt við Önnu fremur en aðra. Við urðum að umgangast hvort annað sem venjulegt samferða- fólk, en meira ekki. Við þurftum að dylja hugsanir okkar og ekki láta taka eftir neinu fram yfir það sem alment gerist, einkum þegar þau hreppstjórinn og maddaman kæmu, þá þurfti að vanda sig ,á framkomunni, og við höfðum ásett okkur, að láta engan komast að trúlofun okkar fyr en vetur þessi væri liðinn að minsta kosti. Um hádegisbilið sást loksins til þeirra frá Hofi, en það gerði engan baga, því ekki var langt eftir heim til okkar. Ekki komu þau heim í Skriðu svo við riðum á veg fyrir þau, sem lá neðan við túnið. Og ennþá héldu þessar glymjandi samræður áfram, því að bæði voru mælsk, einkum Rórður. Regar búið var að halda nokkuð áfram, tók eg eftir því, að prestkonan fór heldur að bila að ræða við Rórð, nema strjált og áhugalítið, eins og hún hefði hugann við annað en sam- ræðuna, svo eg fór að reyna til að taka meiri þátt í henni. Eg var hálfhrædilur um, að prests- konan tæki eftir einhverju nýju í svip okkar Önnu, því mér sýndist hún gefa okkur rann- sóknaraugu, og hafa því síður komið fyrir sig andsvörum við Pórð. Ef til vill hefur mátt taka eftir einhverju óvanalegu hjá okkur af þeim sem kunnugur var, þó við vöruðumst ekki. Við höfum lík- lega haft það inst og ríkast í huga, að við hefð- um nýskeð svarið helga eiða, gefið órjúfanleg heitorð um trygð fyrir alla æfi, bundist bönd- um sem aldrei máttu slitna, tekið ábyrgð á okkur fyrir því, að standa bjargföst í sporum skyldunnar hvort við annað í blíðu og strfðu. Umhugsunin um þetta nýja og vandasama og þó unaðsama hlaut að gera okkur alvar- legri fyrst, meðan það var að festa rætur og gróa betur og verða samvaxið insta eðli okkar. Þá var ætlun okkar sú, að engan gæti grunað það sem var, til þess að komast hjá umtali, þeim æfagömlu hleypidómum. Fljótlega sóttist okkur leiðin að Asi á heim- ili Þórðar, og var þar tafið, spjallað og drukk- ið kaffi. Þaðan var eg svo einn með kvenn- mönnunum og minna þá um hrókaræður þó ögn væri talað, og haldið tafalaust að Holti. Séra Hákon tók vinsamlega á móti mér og var fegin að fá konu sína heim og Önnu. Eg tafði þar nokkuð og hélt svo heim um kvöldið. Aðeins gátum við Anna talað saman fáein orð í einrúmi. Spurði eg hana hvort hún væri ekki hrædd um, að prestshjónin yrðu mótstæð og æf við, þegar þau fengju að vita trúlofun okkar. Hún kvaðst nærri viss um, að séra Hákoni mundi ekki mislíka það, var óvissari um hana fyrst í stað, en mundi fljótlega snúast á hans skoðun, og fyrir hvorugu myndi hún kvíðu. Hún bað mig að koma þ-íngað sem oftast. Svo hlaut eg að kveðja hana, glaður í endurfundavon. Eg hélt uppteknum hætti að fara að Holts- kirkju hvern dag sem messað var þar um þenn- an vetur, og hafði tal af kærustu minni í hvert sinn en oftast lítið í senn. Þar í milli kom eg þar nokkrum sinnum, en einlægt hlutum við að hafa samfundina stutta, úr því við viidum halda því leyndu. Ungu fólki þykir það afar- nauðsynlegt í þessum kringumstæðum, en þvi aldraða bara tómur heigulsháttur. Þegar kom nokkuð fram á næsta vor, sagði eg fóstra mínum frá trúlofun okkar Önnu. Lét

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.