Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 11
VINNUMAÐURINN 83 hann vel yfir og samgladdist mér. Pá gaf hann fnér í skyn, að hann hefði í hyggju að arfleiða mig að miklu af eignum sínum, sem voru tals- vert miklar, því hjónin höfðu arfleitt hvort ann- að, svo hann átti nú búið eins og það stóð. Systur tvær sagðist hánn eiga, og væri önn- ur vel efnuð, en hin fremur fátæk og henni *tlaði hann að gefa dálítinn hluta af eigninni. Sagðist hafa í hyggju að búa um þetta bráð- lega, svo gildandi væri mín vegna, sem vissara væri, þar eð aldur færðist yfir sig. Eg fann þá sem fyr sannan föðurhug til mín, mér fanst þá gæfan brosa við mér, og svo mundi flestum ungum mönnum í mínum sporum hafa fundist, en það fylgir líklega á öllum aldri að sjá skamt framundan á veginn. Veturinn var liðinn og vorið komið, með sínum nærandi, hressandi og styrkjandi krafti. Eg brá ekki af venjunni að finna kærustu mína þegar messað var, þó lítil væri oftast viðdvöl- *n hjá henni, en nóg var hún til þess, að far- >ð ,var að hvískra um það í sveitinni, að ekki roundi alt með feldu með okkur Önnu í Holti. f*eir sem bersöglastir voru, sögðust hafa séð okkur á eintali. Aðrir voru nokkuð varkárari, en sögðu þó að það væri varla mögulegt ann- að, en að samdráttur væri með okkur, því annars hefði eg ekki farið svo óvanalega oft t'l kirkju. Rað benti á það, því þó kirkjurækt væri heiðursverð hér í sóknum þessum, þá sækti enginn ungligsmaður kirkju svona ræki- lega og væri ekki von, því æskan væri þó alténd léttúðugri, og væri ekki föst við að hlýða á guðsorð og stunda góða siði eins og yði með aldrinum, þegar búið væri lengur að sa í akur hjartnanna. En Jórunn í Háagerði sagði það hreinskiln- islega vinkonu sinni, að hún hefði séð okkur Onnu í faðmlögum í bakhúsinu við stofuna í Holti, 0g vinkonan hennar trúði konu fyrir því, sem henni var meinlaust við og svo koll af k°Hi, þar til flestir í sveitinni héldu að þetta myndi vera alveg satt. Jórunni var það bezt gefið, að henni flaug margt í hug og alt það kom jafnóðum út á varirnar,* en það sem mest einkendi hana frá öðrum, var það, að hún gat frætt alla um hverja einustu trúlofun og hverja barnsvon í heilum landsfjórðungi og víðar, og það jafnvel áður en þetta átti sér stað. Margir fróðir menn álitu að hún hefði sagnaranda, en þeir sem voru opinskárri sögðu að það væri ómögulegt, því þá myndi hún vita meira og stærra fyrirfram en þetta eitt. Pað væri eðlisávísun, sem hún hefði þegið af gjafarans hendi. En eitt'var áreiðanlegt, að hún talaði mest um þessa hluti, ef hún var gestkomandi, og þóttu það lítilsverðir gestir sem til hennarkomn, ef þeir voru mjög fáfróðir í þeim efnum. Eftir það að þetta fór að kvisast, lét eg það ekki dragast lengi að segja séra Hákoni frá trúlof- un okkar Önnu, og tók hann því sem ekkert væri um að vera; sagðist hafa vitað það fyr en nú, og sér væri það sízt á móti skapi, ósk- aði að ekkert yrði til þess að kæla né deyða þá ást, sem við nú bærum hvort til annars. Eg spurði hann hvort að konu hans myndi ekki mislíka það, að vildarmey hennar gengi mér á hönd. Það væri stundum, að heldra fólkið úr höfuðstaðnum liti smáum augum á sveitafólkið. »Það kemur ekki til þess,« sagði hann. »Þegar þessa tilhugalífs ykkar varð fyrst vart, var ekki laust við að konu minni þætti það heldur Iæging fyrir systur sína, en hún er of skynsöm til þess að halda fast við þá fordóma, og áttaði sig undir eins, og sá að þér mynd- uð vera góður drengur og henni fullboðinn, og er eg henni samdóma um það.« Mér þóttu góð þessi svör og tafði með lengsta móti hjá Önnu, því nú máttu húsbænd- urnir á staðnum vita um það þrátt fyrir alt. Seint á engjaslætti var það einn dag, þegar búið var að hirða inn alt það hey sem laust var, að eg fékk mér frístund og reið út að Holti, og náði fljótlega tali af Önnu, því hún var oftast heima og við innanbæjarstörf. Séra Hákon og kona hans höfðu riðið þennan dag út að Vogum, en vinnufólkið alt á engjum, nema ein unglingsstúlka, sem var heima til að létta undir með Önnu. ir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.