Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 12
84 NYJAR KVÖLDVÖKUR. Pegar kveðjurnar voru afstaðnar, ástahjalið og blíðuatlotin og búið svolítið að tala um hitt og þetta, svo sem tíðina, heyskapinn, ferð hjónanna í kaupstaðinn, heilsufarið í sveitinni, o. s. frv. segir Anna: »Gætir þú unað þvi, hjartað mitt, að sjá af mér héðan frá síðustu göngum í vetur að vordögum, ef eg yrði austur í ísólfsfirði, sem er svo ógnarlangt í burtu. Eg held þér leidd- ist ósköp, og eg kvíði fyrir að fara svo langt frá þér, þó mig hálfvegis langi líka til þess.« »Hvernig stendur á því að þú ert að hugsa um þetta, og í hvaða augnamiði á það að vera. Ef þú álítur að þú hafir eitthvað gott af því að fara þangað, þá vil eg alt til þess vinna, því þinn hagur vona eg að verði beggja hagur.« »Eg á þar frænku, sem er kaupmannskona, hún hefur skrifað mér og boðið mér að koma og dvelja í húsi sínu þennan tíma allan, en útvega mér kenslu í næsta húsi við sig við fatasaum og fleiri hannyrðir, og máske tíma og tíma í bóklegu, en þó eg kvíði fyrir að fara þetta, eða vera svo langt í burtu frá þér, elsku vinurinn minn, þyki mér þó leitt að hafna þessu.« »Hvernig ætlarðu að komast austur, ef til þess kæmi?« spurði eg. »Séra Hákon sagðist skyldi sjá mér fyrir fari með vöruskipi, sem kemur til Voga litlu eftir réttir, og nú í þessari ferð bauðst hann til að grenslast betur um ferðir þess og tal- færa þetta, en gera ekki út um neitt fyr en ef þitt samþykki fengist.* »Eg mun ekki standa á móti því, ef þig fýsir að fara þetta. Eg sé og finn, að það er ekki rétt af mér að hindra þig frá því, sem þú hugsar að verði þér að góðu. Eg treysti því að góðir endurfundir græði sársaukann, sem aðskilnaðurinn og fjarlægðin veitir.* »En svo er eg peningalaus, en veit að eg þarf að halda á dálitlu af þeim, þó frænka mín reikni ekki alt við mig, og það getur heft för mína, en eg kann ekki við það að biðja séra Hákon um þá, þó eg búist við að hann geri það.« »Eg læt þig fá þá elskan mín og skaltu ekki kvíða neinu um það,« sagði eg, því eg gat vel staðið af þeim, og annað var það sem þyngdi hug minn meira viðvíkjandi burtferð hennar, en peningamálin. Hvað sem við töluðum meira hér um, var það afráðið í milli okkar, að hún færi austur, ef ekkert kæmi fyrir í millibilinu. Við skiidum svo og eg hélt heimleiðis nokkurnveginn ánægður, en varð þó var við óljóst hugboð hjá mér, um eitthvað mótdrægt út af þessu, sem eg vissi ekki hvað var og bældi það niður af öllum kröftum. Fanst eg þurfa að hrista einhvern þunga af mér, fann þó sjálfstraust hjá mér að gera það, en varð þó aldrei að fullu laus. Dagar liðu fljótt, heyskapurinn tók enda; göngurnar fóru framhjá, og svo fór hver stund- in óðfluga í skaut. fortíðarinnar, og sú kom er eg skyldi nauðugur, viljugur flytja unnustu mína til skips i Voga, séra Hákon og kona hans fylgdu okkur nokkuð á veg. Hugur okk- ar allra snerist mest um það, að nú yrði að skilja, og vinaskilnaðurinn er sár, og ætíð sést lítið yfir hið ókomna og eins í þetta sinn, sem einu gilti. Eg fylgdi Önnu fram í skip, og þar kvöddumst við hjartanlega, grunlaus um alt ókomið, nema söknuðinn og kvíðann fyrir því að vera hvort öðru fjarskilin um svo lang- an tíma. Hundrað ríkisdali lét eg hana fá af pen- ingum til fararinnar. Eg horfði á eftir skipinu meðan sýn entist. Svo lagði eg á heimleið dapur í bragði, sá þó í hillingum aðra stundina glaðari daga. Fljótlega gat Anna komið bréfi til mín að ferðinni lokinni. Gekk henni vel austur og fekk hina beztu viðtökur. Annað bréf fekk eg- um jólin, og þá var eg búinn að senda henni tvö bréf, og hafði hún meðtekið bæði. Bréfin frá henni voru mjög ástúðleg, og Iýsti svo hjartgrónúm kærleika til mín sem auð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.