Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 13
VINNUMAÐURINN. 85 ið var, svo eg undi mér dável f skammdegis- húminu fyrir þau. Pau báru birfu á innri mann- inn og styrkti þann ytra, til að þola betur venjulega óblíðu náttúrunnar. En eins og þau sömu jól komu aldrei aft- Ur, eins kom líking þeirra ekki oftar yfir mig. f*au voru lokadagur æsku minnar og glaðværð- ar. Eg fekk aldrei bréf framar. Leið svo allur veturinn eftir það, að hún skrifaði ekki fram- ar og eigi heldur að Holti. Hún hafði ráðgert í bréfum sínum bæði til mín og prestskonunnar, að koma að austan fneð fyrstu vorskipum sem gengu til Voga, en svo leið á vorið og skipin komu og fóru, án þess hún kæmi eða nokkur frétt af henni. Eg fékk ekkert svar upp á bréf, er eg skrifaði síðari hluta vetrar til hennar, og það sama var nteð bréf frá Holti. Undrun okkar fór einlægt vaxandi. Ahyggju- fullur og órór taldi .eg dagana, fyrst til skipa- ferðanna og eftir að þau komu og ekki bætti Ur, en vonarleysið magnaðist, varð innra stríð mitt svo mikið, að þeir einir geta skilið það, seni reynt hafa líkt eðn annað eins. Okkur séra Hákoni kom saman um, að eg færi landveg •flcð hesta handa mér og henni, en hann áleit ekki fært að fara þá Ieið fyr en seint í júní eða með byrjun júlímánaðar, því vegleysur væri víða og tæki seint upp af heiðum og vatnföllin mikil, og leiddist mér sú bið, en sá að hyggilegra var að hlíta kunnugra manna forsjá en rasa fyrir ráð fram. — Svo lagði eg upp Jónsmessudaginn með 3 hesta. KvensöðuJ hafði eg á einum. Mér gekk a*fvel á leiðinni þó ókunnugur væri. Dagleiðir hafði eg sumar langar, sökum óbygðra heiða, er ekki var gott að skifta dagleiðum á, og ekk- ert bar við sem í frásögu sé færandi, fyr en eg kom að kotbæ mjög nærri kaupsiaðnum á ísólfsfirði. Þar bjó ekkja, móðir Jóa á Hellu kiinningja míns, sem áður er getið. Bað hann 01'8 fyrir bréf til hennar, sem eg skilaði nú_ Tók hún mér glaðlega. Hún var að sjá skör- ungur mikill, umsvifamikil og málhreif, dökk a hár og blóðrnikil f andliti, ekki verulega ó- fríð, en framgangan óhefluð og engin tilgerð né tízkufroða var að sjá á henni, þó hún væri svona nálægt kaupstaðnum. Kaupstaðarlífið hef- ur ekki haft áhrif á hana. Vanans tönn ekki bitið á hana, eða svo virtist það. Hún var áköf með að halda mér til þess að gista hjá sér yfir nóttina, og af því dagur var að kvöldi komin lét eg tilleiðast. Eg sá eg myndi verða seint fyrir í kaupstaðnum að koma mér fyrir vegna ókunnugleika, og koma hestunum í geymslu. Pað gat líka viljað til, að eg frétti eitthvað um heitmey mína, sem rétt væri að fá að heyra áður en það kæmi flatt upp á mig, því hug- sjúkur var eg um hagi hennar og það fyrir löngu, eg vildi nærri sem fyrst losna við ó- vissuna, sem hafði kvalið mig. Láta frestlaust vitundina dynja á mér þó hörmuleg væri. F*egar konan var búin að lesa bréfið frá syni sínum og spyrja mig að ýmsu úr Skarðs- árdal, þar hafði hún dvalið eitt ár fyrir löngu, fór hún að inna eftir, hvernig á ferð minni stæði alla þessa löngu leið, — og þótti mér þó líkara að hún hefði vitað það af bréfinu, sem eg flutti til hennar — en hvað sem því leið, sagði eg henni eins og var að öllu leyti, nema eg sagðist vera sendimaður séra Hákon- ar í Holti. Hún hristi höfuðið og sagði: »F*að væri betur að þetta yrði ekki ónýtisferð fyrir þig, góði maður.« F*að var sem reiðarslag hefði hitt mig, svo var mér ilt við þessi orð, og hefur hún hlotið að sjá það, en eg stilti mig þó af alefli, og spurði hvort stúlkan væri sjúk eða dáin, sem eg væri að sækja, og bað hana að skýra þetta betur fyrir mér. »F*vf er ver, að eg hef það að segja þér, sem ekki er gott að heyra, upp á erindi þitt, þó hún sé ekki látin, eða svo sjúk, að það sé það versta, því fleira er til. F’essi stúlka hefir verið flækt í neti af ósvífnasta þorpara sem hér er til, og altalað er það að hún sé nú lofuð honum, auðvitað er það af margri reynslu að það hefur enga þýðingu, því hann avíkur

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.