Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 14
86 NYJAR KVÖLDVÖKUR. allar stúlkur, en sjálfsagt er það, að hún er vanfær eftir hann. Heyrst hefur á skotspónum, að hún hafi verið trúlofuð í sveit sinni fyrir norðan, en hvort það er nú satt veit eg ekki, en það bendir þó til þess að satt sé, að mér og fleirum er það Ijóst, að hún mætti fjarska- legum eftirgangsmunum, en seint um síðir vann hann hana. Hann þessi refur er svo útfarinn í þeim efnum, að hann hefur gert marga stúlk- una að ólánsaumingja æfilangt, en þeim hefir litist^vel á hann, því hann er fríður sýnum og vel máli farinn.« »Hvað heitir hann og hverrar stéttar mað- ur er það?« stamaði eg upp, þó mér væri tregt um mál, eg sat nærri stirðnaður undir þessum hörmungalestri konunnar. »Hann heitir Ólsen eða Jens Ólsen trúi eg og er verzlunármaður hjá kaupmanni Rummer, sem býr nokkuð austar í kaupstaðnum en kaup- maður Hansen, sem stúlka sú, er þú ert að sækja, hefir verið til húsa hjá. Ólsen þessi þykir sá lahgduglegasti og slægasti af öllum, sem eru hér við verzlun og vel gefinn um flesta hluti, nema hann hefir ekki hlotið trygð eða göfuglyndi. Frú Hansen frændkona stúlkunnar kennir sárt í brjósti um hana og margir fleiri, því eg trúi að hún sé angruð og yfirbuguð, þó ekki sé enn farið að bridda á ótrygð í honum svo menn viti, en búast má við því þegar minst varir, og þá snýr hann sér til annarar eftir vanalegu framterði sínu.« Hún þagnaði eins og til að lofa mér að komast að til að segja eitthvað, líklega spyrja einhvers, en það gat ekki orðið í það sinn. Eg sat eins og steingervingur og kom engu orði fram af vörunum, halláðist aftur á bak í stól, er eg hafði setið í meðan eg var að börða. Eg hafði ekki rótað mér. Hún sá víst hvað mér leið og bauð mér að ganga til hvílu, því háttatími var kominn, og reyndi eg þá að hafa það vald á mínum dimmþrungnu hugsunum, að eg sagðist þiggja það. Fylgdist eg þá með henni í afþiljað her- bergi, og háttaði í bezta rúmi og var feginn. Eg fekk eins og fróun á ofreýndu taugunum og hvíldist dálítið að sumu leyti. Hún stóð yfir mér á meðan eg fór í rúm- ið, og,enginn annar viðstaddur. »Eg bið þig fyrirgefa mér,« sagði hún, »að hafa valdið þér svona sárum harmi, en eg áleit að þér væri ekki verra að heyra þerta, áður en þú kæmir ofan í fjölmennið og því bauð eg þér að vera í nótt í von um, að þú mynd- ir verða búinn að hugsa um hverflyndi gæf- unnar og þá illu hrekki sem lífið færir sum- um, svo þú yrðir færari um að mæta því, að sjá þína fyrverandi unriustu og heyra nánar eða öðruvísi frá sagt. Eg leyfi mér að segja svo — þegar enginn er hjá okkur staddur— því satt að segja, drap sonur minn á það í bréfinu sem þú færðir mér, að þú væri að sækja heitmey þína hing- að í staðinn, og sá eg það fljótlega á þér fyrir stundu, þegar eg fór að segja þér frétt- irnar, að bréfið sagði ekki ósatt, og vorkenni eg þér sáran að missa ástvin þinn á þennan sviksamlega hátt, því það er þyngra en alt seffl missir getur kallast. Hafi eg eitthvað sagt seffl ekki er rétt, veröur það þér í vil og gott að taka á móti því, en eg er hrædd um að alt eða flest sé svo lagað, sem eg hefi sagt. Mér lízt stillilega á þig og veit að þú jafnar þig, og skoðar missi þinn með skynsemi. A morgun ferðu ofan í kaupstaðinn, og er þér velkomið að hafa hesta þína hér á meðan, því ekki er langt að ganga, en hvort sem er kem- ur þú við hjá mér, þegar þú ferð, og tekur af mér bréf til sonar míns.« Svo bauð hún mér góða nótt og fór. Niðurl. Menningarþættir. 7. Góðmálmarnir, gullið og silfrið ráða nú mestu í peningabú- skap veraldarinnar. Peir eru ágætlega lagaðir til að vera verðmiðil! annara hluta, einkum fyrir

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.