Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Blaðsíða 15
MENNINGARÞÆTTIR. 87 Því, að þeir breytast ekki né eyðast af ryði og eru svo seigir, að þeir þola mikla meðferð. Aðrir hlutir eru orðnir duft og aska, en þeir haldast enn óbreyttir frá elztu tímum. Þannig geta þeir málmar gengið í arf frá kyni til kyns. Einn af kostum gullsins er það, hvað hægt er að teygja úr því og deila því smátt. Með rafurmagni er hægt að búa til gullblað, sem er 10,000 sinnum þynnra en póstpappír. Eitt gr. af gulli má draga í 166 metra langan gullvír, og gylling á dregnum silfurvír getur orðið ótrú- lega þunn, þegar vírinn er dreginn. Báða málm- a'ia má auðkenna á því, að þeir hafa svo skært uiálmhljóð, gljá mjög og eru ákaflega þungir a0 eðlisþunga. Þó er gullið öllu betri og göf- ugri málmur ensilfrið; eðlisþyngd gulls er 19,3 (u: gull er 19,3 sinnum þyngra en vatn), en silfrið 10,s; gull bráðnar við 1075 stig en silf- Ur við nokkru lægra stig, 954°. Gullið þolir og miklum mun betur öll áhrif loftsins og annara efna en silfrið. Loft hefur engin áhrif á gull, en silfrið fær á sig mó- brúna himnu, ef nokkur ögn er af brennisteins Vatnsefni í loftinu. Silfur rennur hæglega í þyntri Saltpéturssýru (skeiðvatni); þannig sortnar S|lfutskeið, ef stáldropar eru teknir inn í henni, ÞV| að í þeim er saltsýra; en gullið þolir þess- ar sýrur allar, og leysist aðeins upp í blöndu af þrem hlutum saltsýru og einum hluta salt- Petursýru, og er þesst blanda því kölluð »kónga- Vatn<. Örfá önnur efni vinna og á því. Eitt er óþægilegt við gullið: hvað það er lint; til þess að gera það harðara er sett sam- an við það lítið eitt af eir eða silfri; smíða- Sn'l er sjaldan meira en gull að 8/4, hitt er eir e^a silfur. Gull er vanalega talið þannig, að skírt gu|| er talið 24 karat; gull að 8/4 pörtum er Því 18 karat, gull að 7ha hlutum 14 karat °; s. frv. í peningum er blandað um x/io af eir- Gull er mjög hentugt til peninga, af því a^ það er svo dýrt og því fyrirferðalítið, og eyðist ekki. Eitt kilógram af gulli mætir þann- 'g um 2532 kr., og er það virði 35 kilógr. af Sllfn. Gull er nú peningastofn í öllum menta- öndum að kalla má, enda er gullið ígullpen- ingum þeirra jafndýrt og það sem peningurinn gildir. Gullið í 10 kr. peningi er því 10 kr. virði. Aftur er silfur i silfurpeningum miklu minna virði en verð það, sem peningurinn gildir, en það gerir ekkert til, þar sem gullið er pen- ingastofn, því að altaf iná heimta gull fyrir silfur, ef skifta þarf. En á því má sjá, að skaði er að láta smíða silfur úr peningum, því að silfrið i einni krónu er ekki 50 aura virði. Eitt gramm af gulli er 2,53 kr. virði, en eitt gram af silfri aðeins 7Vs au. 8. Gull. Gull finst aðeins í frumgrjótslögum jarðar og mest í kísiljarðlögum, t. d. í granitlögunum í Uralfjöllunum, Australíu og Kalíforníu. Rar finst gullið hreint. Verður þar að mala gull- grjótið, en ef lítið er í því af gulli, er oft eigi tilvinnandi að vinna það. Sumstaðar hefur náttúran sjálf tekið af mönnum ómakið, árnar hafa malað og máð grjótlögin og borið svo sandinn niður á sléttlendið og skilið hann þar eftir; er þar þá oft mikið gull að finna í eyr- um þeim, er að þeim liggja. Víða er þykt moldarlag ofan á þessum eyrum, og sumstað- ar renna árnar nú um aðrar lendur. En oft má heita að gullsandurinn sé ofanjarðar. í flest- um áreyrum er einhver ögn af gulli, ef þær annars renna um frumgrjótslög, en víðast svo lítið að engum dettur í hug að reyna að vinna það t. d. í ám þeim er falla úr Alpafjöllunum kemur aðeins 1 hluti gulls á 2 miljónir hluta af sandi. Gullið er unnið úr sandinum með skolun, þannig að sandurinn er marghrærður upp í rennandi vatni í trjárennum með smárimlum; ber þá vatnið burtu moldina og sandinn, en gullið fellur til botns og situr eftir. Ýmsarað- ferðir aðrar eru hafðar við gullskolun, en allar eru þær bygðar á þessari einföldu aðferð að láta vatnið skola ruslinu burtu, sem léttara er, og hirða svo gultið sem á botninn sezt þyngsl- anna vegna. Þar eð gullþvottur er svona einfaldur og óbrotinn, er það ekki að furða, þó að gull hafi

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.