Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 17
MENNINOARPÆTTIR. 89 þar í’jörðu, flyktust þangað menn af öllum stéttum og atvinnuvegum, og auk þess þús- undum saman af æfintýramönnum, veitingahúsa og spilahúsamönnum, falsspilurum, þjófum og öll- um óþjóðalýð, og varð þar ærið agasaint við gullnámurnar, þegar öllu þessu illþýði sló þar saman; gekk þar ekki á öðru en áflogum, morðurn og manndrápum fyrst framan af. En þá tóku sig saman margir hinna betri manna, þegar úr hófi tók að keyra, og settu niður ‘•"egulatora* það er lögvarðveizlumenn, sem tóku lögin í hendur sér og hengdu og skutu vægðarlaust örgustu ófriðarseggina og hreins- uðu þannig til í hópnum eftir föngum. Námu- fundir þessir hleyptu og af stað hinum örgustu hlutabréfaglæfrum og öðrum stórsvikum. Ónýt- ar námur voru seldar fyrir stórfé og stórlogið af auðlegð þeirra, og vanalegt bragð var það að ginna gróðafíkna menn til að kaupa hluta- bréfin hærra verði með því að »salta« námuna. Rað var gert þannig, að menn hlóðu skotvopn með gullsandi og skutu honum inn í malarlög námanna, og mátti þannig sanna að gull væri þar til, og gintust oft á því gætnir menn. Allir þessir féglæfrar, líklega þeir stærstu sem sagan þekkir, enduðu eins og við var að búast með voðalegu hruni, menn drápu sig hundruðum saman og þúsundir manna komust á vonarvöl Meira. Saían af honum Tuma litla. Eftir Mark Twain. . ,Ur formála höfundarins. ^Æfintýrin, sem sögð eru í þessari sögu, eru að mestu leyti sönn. Sum þeirra hafa komið fyrir sjálfan mig, en sum hafa drifið á daga ýmsra skólabræðra minna. Huck Finn hefi eg lýst eins og hann var, en hjá Tuma Sawyer koma saman skaplyndiseinkenni þriggja drengja, er eg þekti í æsku. I. »Tumi!« Enginn svarar. »Tumi!« Steinhljóð.i5 ‘HvaðJ ætli hafi orðið af drengnum? Tumi. segi eg!« Gamla konan lét gleraugun sín síga niður a neftotuna, leit yfir þau innan um herberg- ýtti þeim svo uppá ennið og horfði nú á ný undan þeim alt í kringum sig. Pað kom ekki oft fyrir, að hún væri að litast um með gleraugunum sínum eftir öðru eins lítilræði og aálitlum drenghnokka, því þetta voru spari- gleraugun hennar, og hún var verulega hreyk- in af þeim; hafði hún þau fremur til prýðis en gagris, enda hafði hún alveg eins vel getað séð í gegnum tvo kamfórumola. Hún stóð nú um stund eins og á báðum áttum og sagði síðan —reyndar ekki mjög hátt, en þó svo, að öll stofugögnin hefðu getað heyrt það: »Jæja, drengur minn, bíddu við þar til eg næ í þig, þá---------« Hún lauk ekki við það er hún hafði ætlað að segja, því hún hafði nú beygt sig niður, og var í óða önn að pota inn undir rúmið með sóflskaftinu, en ekki hafði sú fyrirhöfn hennar annan árangur en þann, að æra kött- inn út undan rúminu. »Aldrei hefi eg þekt annan eins strák, það segi eg satt I« Hún gekk nú út í opnar dyrnar og gægð- 12

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.