Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 18
90 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ist inn á milli tómata- og gýfilrunnanna, en það var alt sem ræktað var þar í garðinum. En hvergi sást Tumi! Hún hóf þá upp rödd- ina svo að heyra mátti langar leiðir og kall- aði: »Tu-u-m-i! Tu-u-m-i!* Pá heyrðist ofurlítið þrusk að baki hennar; hún vatt sér við, rétt mátulega til að ná í hnakkadrambið á drenghnokka einum; hún hélt honum rígföstum og mælti: »Sjáum við til, loksins náði eg þó í þig! Þú kemur auðvitað innan úr búri, ennþá einusinni — hverju hef- irðu nú hnuplað?« »Engu.« »Engu! Sýndu mér á þér hendurnar og munninn. Það er þokkalegt að sjá, hvernig þú Iítur út; hvernig stendur á þessu?« »Eg veit ekki, frænka!« »Ekki það, —þá skal eg segja þér það. Það er ávaxtamauk—skilurðu það? Hef eg ekki sagt þér það margsinnis, að látirðu ekkí ávaxta- maukið mitt í friði, þá færðu —réttu mér reyr- prikið þarna.« Spansreyrinn hvein nú yfir höfði Tuma. Ognin vofði yfir honum! »Æ, góða frænka mín, líttu aftur fyrir þig!« Gamla konan vatt sér rösklega við, og kipti að sér kjólnum sínum til þess að vera við öllu búin, en í sama bili var strákur allur áburtu; hún sá á eftir honum, þar sem hann var að klifrast yfir háa girðingu. Hann var sloppinn! En þarna stóð hún alveg orðlaus og í illu skapi. Þó rann henni fljótt reiðin, og hún fór að brosa að öllu saman. »Mikill dæmalaus óþektarangi er hann, þessi strákur,« sagði hún við sjálfa sig. »En eg get aldrei varast brellur hans, þó hann sé reyndar búinn að leika nógu oft á mig til þess. En »það er seint að kenna gömlum hundi að sitja«, segir máltækið; eg varast hann varla héðan af. Enda er það ómögulegt! Það er ekki svo sem að hann beiti allaf sömu brögðunum. Nei, ó- nei! Rað er altaf nýtt uppi á teningunum hjá honum. Og hvernig í dauðanum er þá mögu- legt að vita, uppá hverju hann muni taka næst. F*að skal heldur ekki úr aka, að hann veit upp á sína tíu fingur, hvað mikið hann má bjóða mér, áður en eg reiðist, og hann reynir altaf að leiða athygli mína að einhverju, eða þá að koma mér til að hlæja, rétt í því að eg ætla að láta höggin bylja á honum, því þá veit hann að hann sleppur við refsinguna. Eg veit það ofurvel, að eg gjöri ekki altaf eins og skyldan býður, þegar hann á í hlut, og eg veit að agaleysið vinnur æskunni tjón, — en, herra minn trúr! Hann er þó barnið hennar systur minnar sálugu. Og þó aldrei nema samvizkan áklagi mig fyrir það, þá er mér lífsómögulegt að refsa honum sem skyldi. Eg hef reynt það, að þá sjaldan sem eg hef tekið í hann að mak- legleikum, þá er eins og hjarta mitt ætli að springa. Eg þykist vita það að hann sé nú kominn í skildingaleik, svo eg verð líklega að neyðast tii að hegna honum með því að láta hann vinna á morgun. Pað er þó líklega of þung refsing, að láta greyið vinna í laugardags- leyfinu, þegar öll börn eru að leika sér, og það þvf fremur, sem hann hatar alla vinnu eins og heitan eldinn. En eg verð að gjöra skyldu mína gagnvart honum, ella er ekki gott að vita hvað úr honum kann að verða.« Það var líka eins og Polly gömlu grunaði: Tumi var í skildingaleik og skemti sér ágæt- lega. Hann kom svo seint heim að það var rétt svo að hann gat hjálpað Jimma, sem var dálítill negradrengur, til að saga brenni til næsta dags og kljúfa spýtur undir kvöldverð- inn. Hann lagði reyndar lítið hönd að þessu verki, en stóð yfir Jimma og var að segja hon- um frá afreksverkum sínum um daginn. Tumi átti hálfbróður sem hét Siddi. Hann var yngri en Tumi og stiltur drengur,— næsta ólíkur bróður sínum. Frænka hans hafði sagt honum að tína spæni fyrir kvöldið, og hann var nú búinn að því fyrir löngu. Meðan Tumi var að borða kveldmatinn sinn, og laumast til að ná sér í einstaka sykurmola þegar færi gafst, var frænka hans að veiða upp úr hon- um athæfi hans um daginn. Hún var sannfærð um það, eins og svo margar einfaldar konur eru, að hún væri þeirri gáfu gædd, að geta

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.