Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Qupperneq 19
TUMI LITLI. 91 veitt upp úr öðrum hvað sem vera skyldi með tvíræðum spurningum. Hún hélt að spurning- ar sínar væru hreinasta furðuverk slægðarinnar, en vandræðalaust var þó hverjum manni með nieðalgreind að sjá við þeim. Hún fór nú að beita slægð sinni við Tuma °g sagði: »Það hefur vist verið býsna heitt í skólanum í dag, Tumi minn?« sJá, það var nú ljóti hitinn!« »Pig hefir þá víst langað til að baða þig? f*að var líka aldrei nema von.« Tuma fanst, þó óljóst væri, eitthvað liggja a bak vig þessa spurningu; það vaknaði hjá honum grunur, og hann svaraði dræmt: »Ja-á, Það hefði verið ágætt, hefði eg mátt það.« Kerling fór nú að þukla á skyrtulíningun- uni hans og sagði: »Mér finst þér ekkert vera mjög heitt núna. Er það?« Hún fann að skyrtan var þur, og henni þótti vænt um að hafa tekið eftir því, þó bágt væri að vita hversvegna. En Tumi vissi strax hvaðan á sig stóð veðrið og svaraði: »Við vorum að dæla vatni hver yfir höfuðin á öðr- um — það er hálfdeigt á mér hárið ennþá, íindu!« Polly gömlu gramdist það, að hún skyldi ekki hafa hugsað út í þetta. En nú datt henni nýtt ráð í hug: »Pað var þó óþarfi fyrir þig að rífa nýsaumaðan kragann af skyrtunni þinni, Þó dælt væri vatni yfir kollinti á þér. Hneptu frá þér treyjunni!« Nú sá Tumi hvernig í ölln lá. Hann hnepti °ðara frá sér treyjunni, en skyrtukraginn var e*ns og hann átti að vera. »Jæja, tötrið mitt, það er bezt þú farir. Eg kélt endilega að þú hefðir bæði baðað þig og verið í skildingaleik. Eg verð víst að fyrirgefa þer í þetta sinn, þó mig gruni að þú sért sek- ar' en þú lætur. Pú mátt reiða þig á það, að eg kem þér einhverntíma í opna skjöldu, þótt seinna verði, og þá veiztu hvað við tekur. Pú skalt því vara þig, drengur minn.« sHeyrðu frænka,« sagði Siddi, »eg má segja, að síðast þegar þú saumaðir kragann á skyrt- utla hans Tuma, þá saumaðir þú hana með hvítum þræði, en nú er hann saumaður með svörtum.« »A, var það svo! Petta er alveg satt sem barnið segir, eg saumaði kragann niður með hvítum tvinna; eg man það svo glögt!Tumi!« En Tumi vissi á hverju hann átti von, úr því sem komið var, og langaði ekkert til að bíða eftir því. Hann flýtti sér sem skjótast í burtu, en sagði um leið og hann skaust út: »Eg skal muna þér þetta, Siddi minn, vertu viss um það, vinur sæll!« Pegar Tumi var sloppinn úr hættunni, fór hann að athuga tvær nálar, sem nælt var í treyju- fóðrið hans; var önnur nálin þrædd hvítum en hin svörtum spotta. »Hún hefði aldrei tekið eftir þessu, ef þræl- beinið hann Siddi hefði haldið sér saman. Pað er líka ómögulegt að botna í þessu, því hún saumar aldrel með sama litnum. Hvort eg skal ekki lumbra duglega á Sidda, þegar eg næ í hann, sá skal skila mér aftur!« En Tumi var ekki Iengi í slæmu skapi út af þessu. Hann fór nú að hugsa um alt annað. Rétt á undan honum gekk negradrengur og blístraði svo afareinkennilega, að Tuma fanst hann þurfa endilega að ná þeirri í þrótt, því svona snildarlega hafði hann aldrei heyrt blístr- að. Hann æfði sig stundarkorn, og ekki leið á löngu, áður en hann gat framleitt hina fjör- ugustu tóna, sem helzt líktust þýðu og dill- andi fuglstísti. Hann spígsporaði nú drembi- lega eftir götunni og blístraði eins og fara gjörði. Honum fanst áreiðanlega ekki minna vert um kunnáttu sína, en þó hann hefði ver- ið stjörnufræðingur og væri nýbúinn að finna nyja reikistjörnu. Sumarkvöldin voru ennþá löng og björt. Alt í einu hætti Tumi að blístra. Frammi fyrir honum stóð bráðókunnugur drengur, dálítið stærri en hann sjálfur. Pétursborg var lítið þorp og voru ókunnugir menn þar sjaldséðir. Pessi drengur var líka í viðhafnarfötum þó virkur dag- ur væri. Hann hafði ljómandi fallegt hálsbindi, og yfir höfuð var einhver stórborgaibragur á honum, sem Tuma gramdist óheyrilega. Og 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.