Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 20

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 20
92 NYJAR KVÖLDVÖKOR. því lengur sem hann starði á þennan upp- skafning, því meir fanst honum um það, hve hann var sjálfur illa ti! fara. Hvorugur drengj- anna mælti orð frá munni, en ef annar þeirra hreyfði sig, færði hinn sig Iíka úr stað. Loks rauf Tumi þögnina og sagði: »Eg get nú samt farið með þig eins og eg ætla mér, þó þú sért fínn, lagsmaður.* »Það þætti mér gaman að sjá.« »Eg get það eins og að drekka.* »Nei, fjandakorni þú getur það.« »Jú, eg vil ekki vinna mér hægra verk.« »F*ú skalt ekki geta það.« »Jú.« »Nei, og aftur nei.« »Jú, eg skal sýna þér það.« »Jæja, reyndu þá!« »Nú var þögn, sem spáði engugóðu. Svo tók Tumi aftur til máls: »Hvað heiturðu?« »Þig varðar ekkert um það.« »Þú skalt nú bráðum fá að sjá, hvort mig varðar ekkert um það, Iagsi.« »Já, blessaður lof mér að sjá það.« »Efþúsegir mikið meira skaltu fá að kenna á mér.« »Sei sei! Mikið meira, mikið meira, mikið meira. Nú er eg búinn að segja »mikið meira«.« »Ojæja, þú þykist víst vera býsna fyndinn? Eg gæti Iækkað í þér rostann með annari hend- inni, lagsmaður,« »Ja—svei! Því gjörirðu þaðekki?« »Vertu ekki gleiður. Þú getur fengið smjör- þefinn af mér ef þig langar til.« »Þú ert ekkert nema bölvað montið; þú þorir ekki að snerta mig.« »Vi!tu reyna?« »Það er ekkitil neins; þú þorirekki að berjast.« »Ef þú hættir ekki þessu slúðri skal eg mola á þér hausinn með steini!« »Já, eg held þú verðir ekki lengi að því.« »Nei, það máttu reiða þig á.« »Þú getur það ekki fyrir hræðslu.« »Eg er ekkert hræddur við þig.« »Jú, það ertu.« »Nei.« Nú þögnuðu báðar hetjurnar og horfðust í augu fokvondar. Svo fóru þeir að hringsólá hvor i kringum annan, þangað til Tumi sagði: »Snáfaðu burtu, bleyðan þín.« »Þú getur sjálfur hypjað þig.« »Það verður nú ekkert af því.« »Jæja, eg fer þá líklega ekki fyr en mér gott þykir.« Nú hrundu þeir hvor öðrum og tóku tökum. Þeir flugust á góða stund, þangað til báðir voru orðnir þreyttir og móðir. Þá hættu þeir og gengu spölkorn hver frá öðrum. Tumi sagði: »Þú ert sú mesta erkibleyða, sem eg hefi þekt og nautheimskur í tilbót. Eg skal biðja hann stóra bróður að jafna á þér gúlana; það er karl sem þú þyrftir að komast í kynni við.« »Hvað heldurðu að hann geti á móti hon- um bróður mínum ? Hann yrði búinn að henda honum eins og fisi yfir einhverja plankagirðing- una áður en hann vissi af.« (Auðvitað átti hvor- ugur þeirra stóran bróðir.)] »Það er lýgi úr þér.« " »Það getur verið sattþó þú segir það Iygi.« Nú bjó Tumi til strik í göturykið með stórutánni og sagði: »Ef þú stígur yfir þetta strik skal eg lúberja þig, þangað til ekkert bein er heilt í skrokknum á þér!« Strákur steig óðara yfir strikið og sagði: »Láttu nú sjá, að þú látir ekki lenda við tómt kjaftæðið!« »Eg ætla að ráðleggja þér að koma ekki of nærri mér. Varaðu þig á því!« »Þú þorir þá ekki að komal* »Þér er óhætt að taka inn eitur upp á það, að það skyldi ekki þurfa að gefa mér nema tvíeyring til að lumra á þér svo dygði.*^ ': Strákur tók strax upp gljáandi tvíeyring og rétti að Tuma með djúpri fyrirlitningu, en Tumi sló peninginn úr hendinni á honum svo hann valt eftir götunni. Eftir drykklanga stund veltust báðir dreng- irnir á götunni og rifu og klóruðu hvor annan, bitust og börðust og huldu hvorn annan ryki og eorpi. Loks fór bardaginn að verða ákveðn-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.