Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Side 21
TUMI LITLI 93 ar' og sást nú gegnum rykskýið, hvar Tumi saí halifleytt á ókunna drengnum og lét nú kné tylgja kviði og lamdi á honum með kreptum hnefa. tLj »Viltu gefast upp,« sagði Tumi. Drengur- inn grét af reiði. sViltu gefast upp ?« sagði Tumi enn á ný, °g hélt áfram að lumbra á stráknum. *^g gefst upp,« sagði strákur loks svo lágt að varla heyrðist. Pá lét Tumi hann standa UPP en sagði um leið: »Mundu nú eftir því naest, þegar þú ætlar að gjöra þig merkilegan, a^ vara þig á við hverti þú átt.« Strákur tók til fótanna og dustaði rykið úr fötum sínum snöktandi. Hann var þó að smá- hta um öxl og gjóta hornauga til Tuma, og Þegar hann þóttist vera kominn í hæfilega fjar- *ægð, fór hann að hafa í hótunum, og kvaðst skyldi verða betur viðbúinn þegar þeir fyndust n®st. Tumi gaf því engan gaum, en hrópaði húrra og Sneri heimleiðis í bezta skapi. En Varla hafði hann snúið baki að ókunna drengn- Unt fyr en hann tók upp stein og kastaði að Uttia og hæfði milii herðanna; tók hann þeg- ar á rás og hljóp alt hvað hann mátti. Tumi Ve'tti honum eftirför alveg heim að húsdyrum, en náði honum ekki. Tumi stóð fyrir utan girðinguna og skoraði a hann hárri röddu að koma út og fást við sig e| hann þyrði. En strákur stóð hinn öruggasti við gluggann inni í stofunni og gretti sig fram- an í Tuma. Loks kom móðir drengsins út og ^ Tuma í burtu með harðri hendi og kallaði ann öllum illum nöfnum. Hann labbaði leið- ar sinnar, en bað hana að skila til sonar síns, a hann skyldi rétt jafna á honum gúlana næst, Pegar fundum þeirra bæri saman. Tumi kom nokkuð seint heim þetta kvöld. g þegar hann var að skríða inn um glugg- ann> var hann svo óheppinn, að frænka hans var þar fyrir, og þegar hún sá hvernig fötin ans voru útleikin, ákvað hún að láta hann v>nna erfitt verk að morgni, þótt laugardagur væri- Og hún lét sig ekki með það. Meira. Bókmentir. Meðal kvæðabóka þeirra, sem út hafa komið árið sem leið, má víst telja aðkvæðamesta, Hrannir Einars Benediktssonar. Einar hefur áður gefið út tvær bækur: Kvœði og sögur 1897 og Hafblik 1908. Hvorugt af þessu hef eg svo vandlega yfirfarið — séð það aðeins á hlaupum — að eg geti neitt verulega um það sagt, en það var mér þó Ijóst af bókum þess- um, að þær voru ekki allar þar sem þær voru séðar, og þar væri fólgið mikið af hugsunum undir málskrúði og dularmáli, sem mikla fyrir- höfn þyrfti til að ná til fujls. Þessa nýju bók hans hef eg nú yfirfarið. F*að er svo af titlinum að sjá að hún sé einskonar andlegt framhald af hinni fyrri. Hafblik hét hún, en með þessari eru hrannirnar að rísa, hvort sem vér gétum svo átt von á að holskeflurnar komi á eftir. Nema það skyldi vera aðrar hrannir sem hann á við: Brjóstsins stormar — — því að »andi manns ber eldsins þúsund myndir,« og »milli himna og sálna í öllum augum — brotna---------- Iogans hrannir.« En sleppum nú því. Það gerir minst til hvað bókin heitir. Mest er um það vert, hvað bókin hefur að færa. Og það getur engum blandast hugur um það, að það er ósvikinn málmur sem hún hefur meðferðis. Skáldið flýgur víða. Pegasus er vængjaður og fljótur að bera sig yfir láð og lög. Og. hann fiýgur hátt, þegar E. B. situr á baki honum, og dregur arnsúg í flugnum. Og hvar sem hann drepur sér niður, hvort heldur það er á Signu- bökkum, við járnsteypurnar við Tyne, í vínsölu- húsi á Spáni, þar sem dansmærin stígur ólman Fandangó, eða bregður sér í Svartaskóla eða út á Atlandshafið í þokuveðri — alstaðar verð- ur honum meira úr efninu en flestum öðrum, eða að minsta kosti hann fer öðruvísi með það enn flestir aðrir mundu gera, og víðast verður maður að kannast við, að hann segir það bet- ur og dýpra en flestir aðrir mundu hafa ráð á. Pað eru vandræði með svona bækur, þegar maður ætlar að taka eitthvert sýnishorn — mað-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.