Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 22

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Page 22
94 NYJAR KVÖLDVÖKUR. ur er í ráðaleysi með það, hvað á að taka, mann langar til að taka svo margt. Eg skal taka t. d. síðustu vísuna af »Bjarkir«, þar sem skáld- ið talar um horfna skóga Iandsins: Ó, bjargið þið einhverju, hamranna hlé. Himinsól, vermdu þau lífvænu tré, fyrir alt sem vor björk hefir borið og strítt, svo hún beri oss framtíðarskóga. Ein frelsandi mund komi’ og hlúi nú hlýtt hinum harðgerðu limum með unglimið nýtt. Vor Guð lát þá verndast og gróa. Og tilþrifasterk er hún byrjunin á »Sæþoka«: Sjávarauðnin hljóða, himinvíða, hringar sig um blakkan ferjunökkva. ekki sjón að sjá né hljóð að hlýða, hafbyrgt, sokkið alt og dag að rökkva. Loftið sjálft sig hvílir, heldur anda. Hálfnuð bréiðist milli álfustranda þúsund rasta þjóðbraut allra lýða. Eins og skuggahöttur síður hangi hvolfs af brún er vestrið mökkvum kafið. Himin grúfir lágt. Með lognsins gangij læðist þokuvofan yfir hafið. Dul á svip og dimmleit faldinn hneigir dóttir lofts og vatns og arma teygir. Reiða og byrðing töku vefur fangi. Knörrinn hikar, veltir súðavöngum, votan réttir háls að'öldulaugum, blístrar pípuvörum lotulöngum, Ijósum bregður, deplar stýruaugum------------ Eitt er einkennilegt við bók þessa: E. B. yrkir þar heila slettubandarímu út af þjóð- sögninni um hinn síðasta norræna eða íslenzka mann á Grænlandi, og til eru um þjóðsagnir bæði á Grænlandi og íslandi. Ritar hann langt skeið í formála bókarinnar um rímurnar sem þjóðlegt og einkennilegt listaform og vill fyrir hvern mun vekja það upp að nýju. Kveður þar við alt annan tón en nú hefur um langan tíma viðgengist hér á landi alt frá því aðjón- as Hallgrímsson jós Sig. Breiðfjörð auri. E. B. hefur áður sýnt það með útgáfu sinni á »úr- valsritum S. Brf.« að honum er hlýtt til rímn- anna. Og hann ríður á vaðið með þessa rímu. En hún hefur ekki tekist svo vel sem skyldi. Hún er miklu þunglamalegri en getur átt við rímnabrag, formið er skáldinu ofviða og alt bendir á að ríman er yfirleguverk, og er þar hugsað meira um að knýja skáldleg orð inn í bragarháttinn með afli. Hún er ort af kröftum en ekki með hinni leikandi lipurð rímnaskáld- anna okkar góðu. Rað eru fáar vísur í henni, sem fara vel í veltu, og verða sumar jafnvel að meiningarleysu, en það er eins og allir vita heimtað, að sléttubönd falli jafnvel að hugsun og formi, hvort sem vísan er kveðin áfram eða afturábak. Eg nenni ekki að vera að tína til dæmi, en skal aðeins benda á: »Harða stóðið jetur jörð« á bls. 34. Margt er að vísu vel og smellið sagt í þessari rímu, en hræddur er eg um að sléttubandarímur Sig. Breiðfjörðs standi feti framar að formsnild og léttleik, og það mun ekki verða áhrínsspá um þessa rímu, sem stend- ur í enda mansöngsins, að Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. og ekki fer hún vel í veltu þessi vísa fremur en aðrar: Daga alla stendur sterk stuðlaríman snjalla; baga falleg varla verk voldug tímans falla. Nei, þessi ríma lifir ekki — en enginn veit hvað annað kann að lifa af kvæðum E. B.( að minsta kosti er það margt, sem á það skilið að lifa lengi á vörum þjóðarinnar. Annars er E. B. ekki alþýðuskáld, hugsanir hans eru of sérstæðar, orðalag og form oft ein- ræningslegt, og efnið stundum svo, að það verð- ur alls ekki^skilið, nema maður væri þar sjálfur, og þyrfti líklega margur þess með að E. B. væri sjálfur með til að útskýra fyrir manni,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.