Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1914, Síða 24
9G NYJAR KVÖLDVÖKUR hátt yfir öskrandi hafsins geim : »Hvenær kemur hann pabbi heim?« Þá heyrist hljóð| á heijarslóð, en hræin skolast um sollið flóð. Svo rekur og hrekur þá heljarnótt um hafsins gínanda flóð, kolsvartur himinn, og hvergi björg, en hafrót og tryllandi hljóð. A kilinum hanga menn hópum saman, heyrandi líksönginn kaldan og raman; svo tína talinu einn og einn, unz eftir á kilinum sézt eigi neinn. Pá heyrist hljóð á heljarslóð, en hræin skolast um sollið flóð.J Alt sem menn söfnuðu ár fyrir ár með árvekni, þrautum og dáð: afkoman, bærinn og eignir og líf og alt verður sjávarins bráð. En svo rennur sól yfir svarrandi strendur sýnandi valinn á báðar hendur: brotin og flekana byrgjandi sand — boðsending þeirra sem fundu ekki land. Pá heyrist hljóð á heljarslóð, en hræin skolast um sollin flóð. Pá harðnar í bygðinni hrygðarfár, svo heimilin bifast við grunn. Svo gráta þá ekkjurnar biturt og beiskt, að blóðalda stígur í munn; Svo gráta þær bóndann og blessaðan soninn, á brott er nú yndið og hjálpin og vonin, alt stóð á glóðum af þrá eftir þeim. en þeir koma aldreigi — aldreigi heim! Pá heyrist hljóð á heljarslóð, en hræin skolast um sollið flóð. Smábörnin stara svo hremd og hljóð að heyra þau ópin og grát, sem ungar í hreiðri, sem heyra í örn og hræðast með ringlað fát. Hvar er nú höndin sem hjálpaði, saddi, heimilið varðveitti, klæddi og gladdi? Nú er alt farið, og norðan-bál næðir í gegnum líf og sál. Pá heyrist hljóð á heljarslóð, en hræin skolast um sollið flóð. Einmánaðar blíðviðrí. sextán mælt. »iðmælt og sniðmælt.» Ár Liatnar, hlýr hitnar, Hlér blánar, gler þánar, - ís grætur, ós kætist, ár syngja, brár yngjast; gljár sigla, sjást fuglar, sund víkkar, grund fríkkar; sál batnar, böl slitnar. Brott vofur! Gott lofum! Sumarvísa. (Hrynhenda.) Ó, ef væri eg skáld, þá skyldi skærri hljómur um dalinn óma, Ijóðakyngi’ ef lægi’ á tungu Ijúfra óma’ er mýkja og hjúfra — fannakyngi eg kvæði af engjum, kvæði eg blóm um laut og hæðir, kvæði í landið líf og anda, laðaði sól að hverju bóli. z. Vorvísa. (Sléttubönd) Hlýnar gróður leysir lá, Löngum kæta vorin. Dvína fóður aldrei á, öngvum bætir horinn.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.