Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Blaðsíða 4
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. brugðist köllun minni og rofið embættiseið minn.« Skipstjórann setti dreyrrauðann/ er hann heyrði föður sinn mæla þannig og hann hnikl- aði brýrnar. Presturinn tók upp tóbaksdósir sínar, og er hann hafði snúið þeim nokkrum sinnum milli handa sinna, sagði hann hálfglott- andi: »Pú vildir sjálfsagt, að öllum óvinum okk- ar væri skipað í eina fylkingu svo þú gætir drepið þá alla í einu skoti? En nú hefur þú gert mér óleik mikinn með fljótræði þínu og fyrirhyggjuleysi. Á morgun munu öll blöðin tala um soninn, sem vantrúaði presturinn hafi alið upp við trúleysi og agaleysi.— En það var ekki ætlun mín að tala um það við þig, sonur minn. En sjálfs þín vegna ræð eg þértil að vera gætnari framvegis og yfirvega betur gérðir þínar. Pað hefði verið miklu skynsam- legra og betur gert og dregilegar, ef þú, sem ert tölvert eldri, hefðír sýnt manninum fram á, að það sem hann væri að segja, væri hjegóm- inn einber.« Nú varð löng þögn. Willy gekk hratt um gólf og hafði krosslagt handleggina á brjósti. Loks staðnæmdist hann fyrir framan föður sinn og sagði: »Ég sé nú, að eg hefi ekki hagað mér eins og mér bar. En það lá svo illa á mér þetta kvöld. — Nei, eg get ekki einu sinni sagt þér það, af hverju það var. — Eg fer nú afíur til skips míns, og þá kemst alt í sama horfið aftur.« — -— — — — Einni klukkustund seinna gekk Dossow skipstóri upp að höllinni á »WoIsau«. Elísabet og Margrét sátu út í garðinum, þegar hann kom, og hitti hann þær þar. Er hann hafði heilsað þeim, sagðist hann vera kominn til þess að kveðja, því hann væri á förum til skips síns og þakkaði hann Margrétu fyrir þá velvild og vináttu, er hún hafði sýnt sér ó- kunnugum. »En hversvegna flýtið þér yður svona mikið að komast héðan brott?« spurði Margrét. »Hvaða unaðssemdir eru það, sem heilla yður svo, að þér endilega vi/jið komast sem fyrst út í þessa gömlu skútu?« »Par er alt, sem hermaðurinn þarfnast, greifafrú,« sagði Willy, »þar er nóg að starfa, þar er heimili mitt og þar eru framtíðarvonir mín- ar, og í klefa mítium get eg öruggur hallað höfði mínu þreyttu tilhvíldar.* Hann hafði sagt þetta brosandi en alvaran skein þó í gegnum gamanhjúpinn. Elísabet leit í aðra átt, en Margrét leit á hana með innilegri hluttekningu. »Þegar eg heyri yður mæla þannig.* sagð Margrét blíðlega, »get eg ekki varist því að álíta, að yður hafi lítið yndi verið að dvölinni hér hjá okkur. Mér gremst það, en um það, sem gerðist á »Uhlenhorst«................Hún þagnaði skyndilega og roðnaði út undir eyru. »Pér megið ekki halda, greifafrú« sagði Willy og kysti á hönd hennar, »að eg sé van- þakklátur.- Á yðar heimili hefi eg ávalt skemt mér og þar hefur mér ávalt liðið vel, og það er mín sök, að eg hef ekki getað skemt mér annarsstaðar Iíka. En nú hverf eg á brott til skips míns og þar gleymast allar áhyggjur.« Margrét brosti vingjarnlega og stóð upp. »Eg ætla að fara og vita, hvort mamma er ekki heima.« sagði hún. »Hún vill efalaust kveðja yður.« Og nú voru þau ein eftir. Elísabet og Willy.------- Úðinn frá gosbrunninum, sem var rétt hjá þeim, dreifðist út yfir völlinn í kringum hann og loftið angaði af blómailm. Elísabet stóð hægt upp og gekk til Willy og sagði alvarlega: »Pér megið aldrei framar stofna lífi yðar þannig í hættu. Jeg krefst þess — Eg heimta það af yður.« Hann svaraði engu. En í augum hans og svip gat hún greinilega lesið spurninguna: »Hvað kemur yður það við?« Elísabet sá hvað í huga hans bjó, og hún rétti báðar hendur til hans og sagði: »Af því að eg elska yður svo innilega heitt.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.