Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Page 15
TENGDADÓTTIRIN.
157
\
og lagði hana á hjarta sitt, svo hún fann hjart-
sláttinn, vildi hann þannig gefa til kynna, þær
óskir, sem hann ekki þorði að bera fram
munnlega, að hún fylgdi honum til hafnar.
Skipið átti að bíða þrjá daga enn þá, áður en
það legði í haf. Þau gætu því dvalið saman
þrjá daga, fjarri öllum vinum og vandamönn-
um, og notið hamingju sinnar í næði.
»Við skrifum hvort öðru daglega,« sagði
Elísabet aftur. »Enn hvað það verður gaman.
Rú skalt fá að vita allar mítiar hugsanir. Og
þegar við hugsum um það, að hver liðin stund
færir okkur nær þeim tíma, er við sjáumst
aftur, þá verður skilnaðurinn ekki mjög geig-
vænlegur.«
»Pað finst mér nú samt hann sé,« sagði
Willy. »Eg hefi aldrei verið gefinn fyrir bréfa-
skriftir og mér hafa ávalt leiðst þær. Mér
finst jafn þungbært að skilja við þig nú
og að slíta mitt eigið hjarta út úr brjósti
mínu. Pú veist ekki hvað það er leiðinlegt,
að vera aleinn langt í burtu frá þér, og fá ald-
rei að sjá ljóma augna þinna og aldrei að
heyra þig tala, en aðeins að dreyma um þig
og þrá þig.«
Hann tók hana í faðm sinn og kysti
hana á ennið, augun og munninn. Pau fundu
ekki til þess að kalt var í veðri og veittu því
enga eftirtekt, að þoka huldi himininn. Hún
tók heldur ekki eftir því, að dropar af trjánum
drupu í andlit henni. Á þessu augnabliki fanst
henni hún vera í alsælu.
»Hver'svegna verður þú að yfirgefa mig
nú?« spurði hún, og lagði báðar hendur um
háls honum. »Mér finst það vera hræðileg og
miskunarsnauð starfsemi, sem þú gefur þig við.
Ávalt munu störf þín kalla þig brott frá mér
og skilja mig eftir eina. Getur þú ekki feng-
ið lausn frá störfum þínum? Þú ættir ávalt að
dvelja hjá mér. Eg hefi skilið við alt til þess
að geta notið þín, sama ættir þú að gera. Mig
mun heldur aldrei iðra þess að eg hefi breytt
þannig, mér finst eg ekki hafa mist neins f
þótt ég hafi slitið sundur gömul og ónýt bönd,
mér finst þvert á móti eg hafa haft mikinn
hag af því. Sama ættir þú að gera.«
»Þetta máttu ekki biðja mig oftar um,«
sagði hann og losaði hendur hennar varlega
af hálsi sér. »Maðurinn getur ekki lifað, ef
hann á aðeins að njóta lífsins án þess að
hafa neitt fyrir því. Eg hefi sjálfur valið mér
mitt hlutskifti, og starf mitt er mér heilagt. Eg
elska það. Regar eg get ekki lengur helgað
starfi mínu líf mitt og krafta, þá dey eg. Rú
mundir jafnvel ekki geta bætt mér það upp.
Hún hnyklaði brýrnar og þóttasvip brá fyrir
á andliti hennar.
»Eg hefi viðbjóð á starfi þínu og eg hefi
viðbjóð á sjónum,« sagði hún. »Síðan þú sagð-
ir í skóginum, að þú ætlaðir að yfirgefa mig
og sigla aftur út á hafið, hefi eg haft megnan
ímugust á því. Eg er afbrýðissöm við það, af því
það tekur þig frá mér. Og eg skal ekki gef-
ast upp fyr en eg hef hrifið þig úr greipum
þess og fengið þigtil aó'segja skilið við það.
Og eg skal sigra.«
»í þeirri baráttu getur þú ekki sigrað, Elsa,«
sagði hann blíðlega. »Þú vilt ekki eiga þann
eiginmann, sem þú getur ekki virt. Eg 'bið
þig að hjálpa mér og niinna mig á köllun
mína, ef eg skyldi gleyma henni þín vegna, og
eg er viss um, að þú munt gera það. Kæra
Elísabet, sál mín er eins og bráðið vax í þin-
um höndum. Hún er algjörlega á þínu valdi. Þú
getur frelsað mig ef þú vilt, og þú getur líka
eyðilagt köllun mína og sjálfan mig um ieið,
ef þú vilt það heldur. En þess verð eg að
geta, að komi það fyrir, að eg meti meira ást
mína en skyldustörf mín, þá hlýt eg samstundis
að deyja, því sæmd mína met eg framar
öllu.«
»Láttu þér ekki slík orð um munn fara,«
sagði Elísabet skelkuð. »Eg leyfi þér nú að
yfirgefa mig. Eg er ekki með háværar harma-
tölur, þótt þú verðir að fara brott. Eg óska
einskis annars en fá að bíða uns þú kemur
aftur.«
Hún fékk ekki sagt meira fyrir ekka og tár-
►