Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Síða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Síða 27
UMSKIFTINGURINN. 169 og ef eg mætti, án þess að styggja yður, vildi eg gjarnan láta senda yður lystugan bita heim til yðar.« »Eg þakka yður, göfugi herra; en þess þarf ekki með. Rósvel er nú þegar búinn að birgja búr mitt til hálfsmánaðar. Sólin í Pali- stínu getur ekki einungis valdið sjúkdómum, heldur einnig breytt hinum viltu dýrum í þurk- að kjöt.« Pessir tveir herménn skildu nú mikið betri vinir en þegar þeir mættust í fyrstunni; en þegar þeir kvöddust, fékk Tómas barón nán- ara að vita um hin einstöku atriði viðvíkjandi sendiför hins austurlenzka læknis, og af hinum skoska riddara tók hann á móti meðmælinga- bréfi því, sem Saladín soldán hafði fengið hin- um lærða manni til Ríkarðs konungs. Framh. U mskiftingurinn. Pað var eitt sinn að kvöldi dags, að Jakob Reinert var að koma heim af stúdentafundi. Hann hafði lesið þar upp dálítinn óprentaðan sjónleik og hlotið lítið lof, en nóg í staupinu. Pegar hann kom heim, varð hann þess var, að hann hafði gleymt Iyklum sínum. Senni- lega hafði hann gleymt að taka þá úr vösun- um, þegar hann hafði fataskifti. Pað var mjög heppilegt, að útidyrum hússins var aldrei lok- að, ella mundi hann hafa orðið að hýma úti á götu alla nóttina, því að hann hefði vissu- lega ekki kunnað við að ómaka ráðskonuna sína upp úr rúminu og nlður marga stiga til að Ijúka upp. Pað lætur vél í eyrum, þegar því er lýst yfir, að vinhver vilji ekki gera öðrum óþæg- indi, en skyldi því nú hafa verið svo farið með Jakob Reinart? Hann brosti þegar honum flaug þetta í hug. Parna úti á auðum og dimmum ganginum, þar sem enginn sá né heyrði til hans, hikaði hann ekki við að játa, að hann, blátt áfram, hefði ekki þorað að vekja kerling- una. Honum geðjaðist illa að því fólki, sem setti upp fýlusvip, og það var engum vafa bundið, að jómfrú Hansen hefði iátið gremju sína bitna á honum í fulla viku, ef hann hefði dirfst að vekja hana af værum blundi með bjölluhljómi, En hvern grefilinn átti hann að gera af sér? Átti hann að hýrast þarna á ganginum alla nóttina eða herða upp hugann og hringja? Hann beið þarna um hríð ráðþrota. Þá sloknaði á vasaljóskeri hans. Það var ekki heiglum hent að hafast lengi við úti í and- dyrinu. Af tvennu illu var þó sá kosturinu vænni að hringja. Hann þreifaði um þiljurnar, fann bjöllu- hnappinn og þrýsti á hann. Eftir drykklanga stund mátti heyra, að ein- hver var kominn á stjá inni fyrir og daufa Ijósskímu lagði út á ganginn. »Er það hr. Rei- nert?« var kallað rámum og óþýðum rómi. »Já,« svaraði ungi maðurinn lágt. Hann var satt að segja ekki með öllu óttalaus. Dyrnar opnuðust. »Pér verðið að fyrirgefa, góða jómfrú Han- sen,« mælti Reinert ógnar auðmjúkur. »Eg gleymdi lyklunum mínum. Pegar eg hafði fata- skifti í dag, hafa þeir orðið eftir í vösunum á hversdagsfötunum mínum.* »Já, eg þakka fyrir! Petta sögðuð þer líka rétt áðan,« sagði jómfrú Hansen önug. »Hvað! Hvað sagði eg?« spurði Jakob Rei- nert og þreif í fáti frakkann sinn ofan af snaganum. »Ójá, það er óhjákvæmilega sama sagan upp aftur,« sagði kerling og glotti ískyggilega. »Pér eruð nýbúinn að fá lyklana og hafið svo gleymt þeim aftur. Pér eruð býsna — býsna skrýtinn í kvöld.« 22

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.