Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 29
UMSKIFTINGURINN.
171
teig. »Eg botna ekkerf í þessu öllu saman.
Skiljið þér það?< Kerling dreypti á glasinu og
hristi höfuðið vandræðalega. »Hvaða erindi gat
þessi maður átt hingað? Ekki hefir það verið
þjófur, því engu hefir verið stolið. Nei, i al-
vö'ru að tala, er þetta gáta, sem eg fæ ekki ráðið.
Hvernig var hann útlits þessi náungi? Var
hann svo líkur mér, að hann gæti blekt yður,
jómfrú góð?«
»Jómfrúin reis á fætur og svaraði skjótlega:
»Hann var alveg eins og þér.«
»Hvað sagði hann, þegar þér opnuðuð
dyrnar?«
»Rað er eg búin að segja yður. ílann
sagðist hafa gleymt Iykiunum heima, þegar
hann hafði farið á stúdentafundinn, og eg segi
yður alveg satt, að málrómurinn var alveg eins
og yðar. Rér megið ekki reiðast mér, herra
Reinert, en eg get ekki sannara orð talað en
það, að hann var að öllu Ieyti alveg eins og
þér, þegar þér hafið fengið yður ofurlítið í
staupinu.«
, »So-o« Reinart lagaði gleraugun vandræða-
legur á svip. »Hvernig er eg þá?«
Jómfrúin brosti. Hún kynokaði sér við að
fara lengra út í þá sálma, en Reinert bað hana
að segja sér nákvæmlega frá öllu, því þá yrði
auðveldara að ráða þessa gátu. Hann kvað
það gegna furðu, að nokkur maður gæti verið
svo líkur öðrum sér óskyldum, að skarpskygnt
fólk viltist á þeim. Hann mintist á skarp-
skygni jómfrúarinnar til þess að gleðja hana
og koma henni til að Ieysa frá skjóðunni, enda
kom það að haldi.
»Ójú, göngulagið var dálítið stirðlegra,
augun undarlega sljó, röddin hægari og dá-
lítið óskýr og svo var hann ákaflega rauður í
andliti.«
»Rað er auðheyrt að þér hafið ágæta eflir-
tekt,« sagði Reinart og glotti.
Skömmu síðar gekk jómfrúin til herbergja
sinna. Hún tvílæsti dyrunum, leit undir rúm-
ið og rannsakaði hvern krók og kima í her-
berginu, áður en hún lagðist til svefns.
En Jakob Reiuert gekk lengi um gólf í
vinnustofu sirini og var að hugsa um, hver
þessi einkennilegi gestur mundi hafa verið.
Þegar gamla Bornhólmsklukkan sló hálf-
fimm og hann var búinn að drekka átta staup
af portvíni, fór hann loks að hátta. Pá var
hann kominn að þeirri niðurstöðu, að komu-
maður hefði verið einhver af vinum hans, sem
tiefði verið að leika á kerlinguna að gamni
sínu, og bjóst við að fá bráðlega skýringu á
því máli.
sk *
*
Það var liðinn hálfur mánuður síðan Jakob
Reinert las upp sjónleik sinn á stúdentafund-
inum og ráðskona hans hleypti hinum dular-
fulla gésti inn í herbergi hans. Enn var alt á
huldu um heimsókn þessa, enda var hún Jak-
ob að mestu leyti úr minni liðin.
Hann var sem sé farinn að hugsa um að
semja stóran sjónleik. Hann varð brátt svo
hugfanginn af þessu nýja viðfangsefni sínu, að
hann sinti engu öðru. Hann leitaðist við að
skapa persónur, og sýna sálarlíf þeirra undir
ýmsum kringumstæðum, skrifaði »uppkast« og
einstakar málsgreinar á víð og dreif. Hvar sem
hann var staddur, var hann alt af að hugsa
um leikinn. Hann hætti að heimsækja kunn-
ingjana, en var þó sjaldan heima. Fór hann
mjög einförum og reikaði oft um afvikna staði,
niðursokkinn í efni og allan tilbúning hins
nýja leiks.
Pegar ráðskonan, fómfrú Hansen, sem hafði
verið framúrskarandi hæglát upp á síðkastið,
mintist eitihvað á þessa kynlegu heimsókn,
hristi hann höfuðið og sagði, að þau fengju
vafalaust bráðum ráðningu á þeirri gátu. Auð-
vitað hefði það verið einhver vinur hans, sem
hefði ætlað að leika á þau. Nú hefði hann
vissulega um annað að hugsa en slíkan barna-
skap. Hann kvaðst vera að semja sjónleik einn
mikinn. »Og það er nú sjónleikur, sem skal
hleypa öllu í bál og brand, jómfrú góð,«
sagði hann. »Pegar hann verður leikinn í
fyrsta sinni á konunglega leikhúsinu, skuluð
þér sitja við hlið mér á áhorfendapalli, og þér
22*