Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Síða 39
ÞÓRÓLFUR.
181
Pað var ekki mikil skíma um morguninn
eftir, þegar sumir fóru á fætur. Þeim var ó-
rótt í rúmunum. En það sást lítið fyrir dimm-
veðri. Ró var hann dálítið bjartari og hægri
og birti eftir því sem á daginn Ieið,
Regar glórði fram í »Hafmeyjuna« þóttust
menn sjá, að hún hefði dregið. Og er birti
ti! fulls, sáu menn að hún var á leiðinni í land,
— í síðasta sinn.
Ströndin lá þarna á þessu svæði í boga.
Skarst þar fram langur og grýttur tangi ofan
innan við »Hafmeyjuna.« A þeim tanga braut
brimið ægilegast og þyngst. Það var alt einn
samfeldur brimgarður langt fram í ála. Fjaran
nötraði þar undan hrönnunum, skalf eins og
jarðskjálftakippir ryktu í björgin. Pangað
fóru allir bátar, sem Iosnuðu upp á vík
inni. Og þangað bar nú »Hafmeyjuna.«
Menn vissu, að hún mundí fara í spón langt
fram á grynningunum.
Pað er ekki fagurt að sjá bát á reki til
lands í ofsaroki og stórsjó, þegar ein einasta
alda getur mulið í smáagnir rambygð og traust
för, stærri og smærri; og því síst, þegar manns-
líf er innanborðs. En það er stórfenglegt. Og
mikilleikinn dregur að, ekki síður en feg-
urðin.
Sjómennirnir gengu í hópum ofan á bakk-
ana fyrir ofan tangann. Pað komu raunar
fleiri en sjómenn, en þeir voru fyrstir og
og flestir. Pað var auðséð á þeim, að þeim
var órótt innanbrjósts. Peir fundu það, þó
enginn hefði talað um það, að nú var einn
af þeirra bardagabræðrum að þoka . úr lífinu
— þoka fyrir þeirri voldugu hönd, sem hafði
oft snert við þeim sjálfum. Og það var ekki
einn einasti í þessum hraustlega, alvarlega hóp,
sem skyldi ekki hversvegna Pórólfur varð eftir í
bátnum sínum. Peir áttu margir för, sem þeir
höfðu flotið á út og inn fyrir brimgarðinn. Peir
þektu ástina til þess, sem hafði geymt líf þeirra
mitt í tryllingsdansi brotnandi hranna. Og
þeir voru ekki komnir til að bjarga. Hér var
ekkert annað að gera, en að hirða leifarnar
af bát og manni, ef það skolaðist á land.
Pað var nú komið allgott veður, — hæg-
ur storniur og hríðarlítið. En því gleggra
sást brimið. Pað var ógurlegt. Peim, sem
stóðu í fjörunni sýndist koma blámalituð,
tindalaus fjöll líðandi utan að tanganum
Pessi fjöll urðu hærri og hærri, teygðu úr sér
til himins, þangað til eggin sprakk fram og
mjallhvítt grjótmulið veltist niður hlíðarnar.
En þetta voru bara öldur, — bara himingnæf-
andi, löðurtyptar öldur.
»Parna er Pórólfurl* hrópaði einhver.
Pórólfur sást standa á þilfari bátsins og
veifa sjóhattinum til lands oft og lengi.
»Hann er að kveðja okkur,« sagði Jóhann
gamli. »Eigum við- ekki að svara, piltar ?«
Samstundis blöktu yfir höfðum þessara manna
margir tugir sjóhatta með hinstu kveðjuna út
yfir brimgarðinn. Pað leysti enginn þeirra
sjóhattinn af sér. Peir slitu hann allir þá.
Þórólfur hafði hlaupið niður, er hann sá
kveðjuna.
Skömmu eftir þetta kom risaalda. Hún
bar hæst fram undan »Hafmeynni.« Nú vissu
allir, að þetta var síðasta aldan, sem bryti á
henni heilli. Pegar þessi ferlíkis holskefla var
orðin svo þunn að hún hlaut að springa, þá
gnæfði hún rett yfir »Hafmeynni.« Og þegar
hún sprakk, steyptist hún yfir hana. Það var
líkt og tiöllaukinn faðmur breiddi sig yfir
bátinn. Menn sáu hann þrýsta honum að sér
— inn í sig, — velta honum við og á kjöl-
inn aftur, og aftur á hvolf. Svo hvarf alt í
fossandi löðrið.
Sumir sneru sér undan, þegar hrönnin féll
yfir bátinn. Sumir feltu tár.
Skamt fyrir ofan, þar sem holskeflan sprakk,
var feikistórt sker eða drangur. Pegar sléttist
úr löðrinu, sáu menn »Hafmeyna« í tvennu lagi.
Hún hafði lent á skerinu og klipst sundur í tvent.
Afturendinn marraði í kafi vegna vélarþyngsl-
anna og bar seint upp. En framendann rak
hraðfara að landi. En hann smámuldist á leið-
inni, liðaðist sundur innan um skerin og klungr-
ið. Þegar hann kom upp í fjöruna var hann í
óteljandi pörium.