Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 41
LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN. 183 miklu starfsemdarlífi og sé fær um að ferðast fram og aftur um þá, að sínu leyti eins og á sér stað í sálarheimum. Ástand hans eða á- sigkomulag er því aðallega þannig, að þeir verða fyrir þeim áhrifum, sem þeir eru mót- tækilegir fyrir, en hafa ekki eins áhrif á þá, sem umhverfis þá eru. Sá maður, sem getur starfað að fullu og öllu leyti í hugheimum, er í raun og veru meira en meðalmaður að and- legum þroska. Hann er þegar orðinn dýrð- legur andi, sem er kominn langt á undan flest- um samferðamönnum sínum. Hann lifir þá fullkomnu starfsemdarlífi í hugheimum, og notar huglíkama sinn að sínu leyti eins og vér notum jarðneska líkama vorn hér í heimi. Og slíkum mönnum opnast nýtt og víðáttumikið þekkingarsvið, sem fæstir geta gert sér nokkra grein fyrir hér á jarðríki. En vér skulum nú virða fyrir oss mann í hugheimum, mann, sem er eins og fólk er flest. Hann skynjar hugheima með þeim skynj- unartækjum, sem hann hefir sjálfur búið sér. En til þess að sjá, hvernig hugheimar koma honum fyrir sjónir, verðum vér að athuga tvö atriði, sem sé, hver er afstaða hans gagnvart því tilverustigi, er hann lifir á, og sömuleiðis, hver er afstaða hans gagnvart vinum hans. Þegar um afstöðu hans er að ræða gagnvart umhverfinu, verðum vér að taka tillit til úr hverskonar efnistegundum hugsunargerfi hans eru, og sömuleiðis hverskonar öfl hann hefir framleitt með hugsunum sínum. Eg hefi þegar sagt, að maðurinn er um- kringdur af sínum eigin hugsunum í hugheim- um. Það eru sem sé hugsanir hans, sem mest á ríður. Hann er og sí og æ umkringdur af mjög miklum og andlega þroskuðum verum, sem kristnir menn nefna engla. Og návist þeirra getur haft mjög mikil áhrif á menn. Margir þessara engla hafa vakandi auga á mönnum, og eru reiðubúnir að koma þeim til hjálpar, ef þeir sjá, að þrá þeirra fer í þá átt, sem þeir telja æskilegt. En eins og gefur að skilja, fara hugsanir manna og þrár þar í sömu átt og hér í heimi. Það ætti að vísu að sýnast svo, að þá er menn eru komnir inn á þetta ærða tilverustig, þar sem lífið er miklu veru- Iegra en hér, þá ættu þeir að geta hafið þar nýja starfsemi, beint hugsunum sínum inn á nýjar leiðir. En slíkt er ógerningur. Hug- líkami þeirra er hvergi nærri eins fullkomið starffæri og hinir aðrir líkamar þeirra, og þar af leiðandi hefir meðvitundin ekki fult vald á honum. Alt fram að þessu hefir huglíkami meginþorra manna vanist því, að fara að öllu leyti eftir áhrifum þeim, er hann hefir orðið fyrir frá hinum lægri líkömum meðvitundar- innar, og þá sérstaklega frá jarðneska líkaman- um. Það eru þau, sem hafa sérstaklega ýtt undir starfsemi huglíkamans. Sjálfur hefir hann ekki hafið sjálfstæða starfsemi og orðið fyrir litlum áhrifum frá sínum eigin heimi. Það er því ekki eðlilegt, að hann byrji alt í einu að verða sjálfstætt starffæri meðvitundarinnar. Og afleiðingin verður sú, að maðurinn fer ekki að hugsa nýjar hugsanir á meðan hann dvelur'í hugheimum. En það eru fyrri hugsanir hans, sem koma honum þar í samband við umheim- inn. En svo er að líta á það, að það er mikið undir því komið, í hvaða átt hugsanir manna stefna og hvers eðlis þær eru. Hugsanir manna geta sem sé stefnt í ýmsar áttir. Nokkr- ar af þeim, sem hafa átt rót sína að rekja til kærleikans eða fórnfýsinnar, geta haft svo per- sónulegan blæ á sér, að æskilegt mun vera að athuga þær í sambandi við afstöðu mannsins gagnvart vinum sínum. En við skulum nú fyrst athuga afstöðu mannsins gagnvart þeim heimi, sem hann Iifir í, og sjá hverskonar á- hrifum hann verður fyrir. Vér skulum nú gera ráð fyrir, að hann hafi haft unun af söng og hljóðfæraslætti, á meðan hann lifði á jarðríki, en það verður til þess, að hann verður næmur fyrir áhrifum hljómlistarinnar í hugheimum. Og í slíkum áhrifum er falinn sannkallaður kyngikraftur. Eins og kunnugt er, getur fagur og tilkomu- mikill söngur hrifið menn svo, jafnvel hér í heimi, að þeir verða um stundarsakir að nýj-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.