Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 44

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Qupperneq 44
.186 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. sem er bezt og göfugast í fari þeirra. Og þessi tilhögun er sannarlega margfalt æskilegri en sú niðurröðun, sem menn hafa yfirleitt gert sér í hugarlund, enda er það ekki nema eðlilegt, því að flest af því, sem menn ímynda sér, er ekki nema ófullkomið, en sannleikurinn er hugmynd guðs og hún er fullkomin. Og skulum vér nú reyna að skýra þetta nánar. Þegar vér elskum einhvern mjög heitt og innilega, mótum vér í hug vorum mynd af honum eða eins og hann kemur oss fyrir sjón- ir. En vér tökum þessa mynd með oss inn í hugheima, og. er það ekki nema eðlilegt, þar sem hún er gerð úr efnistegundum þeim, sem tilheyra hugheimum. En kærleikur, sá sem mótar og heldur þessari mynd við, er í sjálfu sér mikill kraftur — kraftur, sem getur haft mjög mikil áhrif á hinn innra mann þess, sem vér elskum. Og hinn innri maður vinar vors verður undir eins var við áhrifin, og meira að segja birtist oss á himnum í því hugsanagerfi, sem vér höfum gert af honum, jafnvel þótt hann hafi enga hugmynd um það sjálfur í hinum jarðneska heimi, eða með öðrum orð- um heilameðvitund hans. Rað má því með sanni segja, að vér höfum kynni af ástvinum vorum eftir að vér erum komnir til hugheima, jafnvel þótt þeir dvelji samtímis á hinu jarð- neska tilverustigi. Vér höfum þá kynni af hinum innra manni þeirra, jafnvel þótt vér vit- um ekki hvað h'kami þeirra hefir fyrir stafni. Og vér megum ekki gleyma því, að það skiftir oss í raun og veru meira að vita, hvert er ástand sálar vinar vors en ástand líkamans, því að vér elskum þó í rauninni hann sjálfan, en ekki líkamann, sem hann er í. En eg geri nú ráð fyrir, að sumir muni nú segja sem svo: »Eg gæti nú skilið, að Iátinn maður geti haft kynni af ástvini sfnum, ef ástvinur hans væri líka dáinn; en ef vér gerum ráð fyrir, að hann sé enn þá í lifandi manna tölu, þá get eg ekki skilið, að nokkur maður geti verið ,í tveimur stöðum í einu.« En sannleikurinn er þó sá, að sál manna getur að þessu leyti verið á tveimur stöðum. í einu, og jafnvel fleirum, og það er alveg sama, hvort menn eru lifandi eða dauðir. En vér skulum nú reyna að skilja hvernig þessu er farið og hvað sálin, eða hinn innri maður, er í raun og veru. Sál manna tilheyrir hinu æðra og ósýni- lega tilverustigi, og er í sjálfu sér miklu meiri en hægt er að gera sér í hugarlund eftir því að dæma, sem af henni birtist hér í heimi. Hér getur hún sem sé aldrei birzt til fulls. Og það mætti segja að hún birtist eftir því betur í hinum æðri heimum, eftir því sem þeir hafa meiri víðáttur. Og þetta verður ef til vilt skiljanlegra, ef vér líktum sál manns við teninga, sem er þriggja víðáttu hlutur. Sú vera, sem skynjaði ekki nema eina víðáttu, gæti aldrei gert sér rétta hugmynd um tenings- lögunina. Og jafnvel þótt hún skynjaði tvær víðáttur, og gæti gert sér ljósa grein fyrir fer- hyrningslöguninni, þá gæti hún þó ekki gert sér í hugarlund, hvernig teningslögunin væri. Enginn ferhyrningur gæti nokkru sinni sýnt rétta teningsmynd. Sama er að segja um sál mannsins, hún verður aldrei skilin til fulls hér í heimi, og er það vegna þess, að hún til- heyrir alt öðru og miklu æðra tilverustigi. Rað er aðeins örlítið brot af henni, sem birt- ist í jarðneskum líkama; en hún verður þó að sameinast honuin um stundarsakir til þess að afla sér þeirrar reynzlu, sem er ekki að fá í öðrum heimum. Sálin getur ekki birzt í nema einum jarðneskum líkama í senn; en jafnvel þótt hún gæti birzt samtímis í þúsund jarð- neskum líkömum, þá yrði þó aldrei hægt að sjá hér í heimi, hvað sálin er í raun og veru. Enþó sálingeti ekki birzt nema íeinum jarðneskum líkama í senn, þá getur hún auðveldlega birzt í hugsanagerfi því, sem vinur hennar hefir gert af henni í hugheimum. Og meira að segja, getur hún birzt vini sínuin miklu betur í því, en henni er fært að birtast nokkru sinni í jarð- neskum Iíkama, enda er hún þar tveimur til- verustigum ofar og fær þar af leiðandi notið sín miklu betur en hér. Framh.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.