Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Síða 45

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1917, Síða 45
LAUSAVÍSUBÁLKUR. 187 Lansavísubálkur Nýrra Kvöldvaka. i. Skagfirskir heimagangar. Safnað hefur Margeir Jónsson. (FramhJ Flestir kannast við Sölva Helgason; hann var snillingur að vissu leyti sem málverk hans sýna, þótt margt megi að þeim finna. Sölvi var sagður greindur en'framúrskarandi sérvitur. En ef til vill hefir heimspekissnudd hans orðið til að auka sérvitringsálilið. En hvað um það, Sölvi er fyrstur manna hér á landi, sem borið hefir heimspekisnafn, þótt ekkert liggi eftir hann í þeim fræðum (Sjá »Hugur og heimar« bls, 10). Um Sölva orti Bólu-Hjálmar þetta: Heimspekingur hér kom einn á húsgangs klæðum, með gleraugu hann gekk á skíðum, gæfuleysið féll að sfðum. En Sölvi átti fleira í fórum sínum en heim- spekisnafnið, ekki lítið af sjálfsáliti og drembi- læti hafði sprottið hjá honum, og eitthvað fer hún í þá áttina vísan þessi, sem Sölvi orti um sjálfan sig: Eg er gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti Drotni sjálfum líkur. En líklega hefir hann ekki fengið viður- kenningu fyrir þessum dásemdar hæfileikum sínum. Gaman hefði verið, að kvæðahrafli Sölva og ýmsum kátlegum smásögum um hann hefði verið safnað, því hann var frábrugðið og ein- sfakt sýnishorn sinnar samtíðar, og hefir að sjálfsögðu borið höfuð og herðar yfir farand- lýð landsins á þeim tímum, sökum listafjölbreytni sinnar, Sagt er að Sölvi hafi einusinni sem oftar gist hjá Símoni bónda á Brimnesi. Petta var síðla vetrar og höfðu frost og hríðar geysað undanfarinn tíma. Um kvöldið segir Símon við Sölva: »Hvenær heldurðu að tíðin batni, Sölvi minn?« Sölvi svarar því litlu, en segir eftirstund: Gefi hláku Herrann spaki heldur freka, svo fannarákir fljótt upp taki og fari^að leka. Morguninn eftir var komin hláka »og alt á flot«, sagði Sölvi, þegar hann hafði vísuna yfir þar sem hann kom. Eitt sinn er Sölvi kom á bæ einn kast- aði bóndinn fram stöku þessari: Mér þykir það meir en von menn þig allir hati, herra Sölvi Helgason húsgangurinn lati. Sölvi breytti henni óðara þannig: Mér þykir það meir en von menn þig allir prisi, herra Sölvi Helgason heimspekingur vísi. í Kvöldvökum 1.—2. h. bls. 47.-8. eru nokkrar vísur eftir Jónas heit. á Dýrfinnsstöð- um. — Hann hefir ort töluvert, en margt er að sjálfsögðu glatað. Eg hefi fengið í hend- ur kvæðahrafl eftir hann, og þótt yrkisefnin séu gripin úr daglegum atvikum, kennir víða sjálfstæðrar hugsunar; og ramíslenzku orðavali bregður víða fyrir. En Jónas er þó ekki sér- stakur að því leyti. Pað er einmitt aðalstoð- in, sem kveðskapur margra alþýðuhagyrðing- anna hvílir á. Og þegar þess er gætt, að lít- ið atvik orsakar oft fljótkveðna ferskeytlu, án þess höfundur hennar renni minsta grun í, að vísan geymist og verndi nafn hans frá afmáun gleymskunnar, þá má segja, það gangi firnum næst, að einhvern góðan veðurdag verður lýð- um Ijóst, að stakan er meistaraverk, og meiri lífskrafti gædd en launað kvæði. Pjóðin finn- ur ósjálfrátt muninn á vísunum. Gleymir létt- metinu fljótlega, en uppáhaldsvísurnar raular 24'

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.