Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 19
TENGDADÓTTIRIN. 233 »Heppinn,« sagði Giinther lágt. Margrét roðnaði. »Mér heppnaðist ávalt vel að gróð- ursetja jurtir,« sagði hún um leið og hún stóð upp og gekk að speglinum og hagræddi demöntunum í hári sér. Gúnther gekk til hennar. Hann langaði óutnræðilega mikið til þess að taka hana í faðm sinn og kyssa hana. Hann beygði sig niður að henni þá var dyraijöldunum ýtt til hliðar, og frú von Steinhausen og sira Friede- mann komu inn. »Eg bið fyrirgefningar,« sagði hershöfðingja frúin. »Eg trufla ykkur víst.« Margrét sneri sér við og sagði: »Nei, engan veginn, hershöfðingjafrú. Eg var á leiðinni til gestanna. Þér skuluð reyna að skemta yðar eftir föngum.« Hún hneigði sig fyrir hershöfðingjafrúnni og gekk út úr herberginu. Síra Friedemann fór rétt á eftir. Edith lagðist í legubekk einn. Regar prest- urinn var genginn út úr herberginu leit hún á Gúnther, sem stóð nálægt henni, og sagði: »En hvað konan yðar hefir breyst mikið síðastliðið ár,« sagði hún eins blátt áfram og hún gat, þótt heyra mætti, að henni var mikið niðri fyrir. »Hún hefir tekið stórkost- legum framförum, enda má sjá, að karlmenn- irnir hafa veitt því eftirtekt.« Gúnther hnyklaði brýrnar og gerðist ófrýnn á svipinn. »Eg skil yður, hershöfðingjafrú,* sagði hann »F*ér álítið mér sé það viðkvæmt mál.« Hún reis upp við olnbogann. »Pér elskið konuna yðar, þér elskið hana,« sagði hún lágt. »Það kemur yður ekkert við,« sagði hann, og var hann orðin reiður. »Eg og frú von Steinhausen, koma hvort öðru ekkert við. Yður varðar ekkert framar um mitt líf og mín- ar tilfinningar. Yður brestur alla heimild til þess að grenslast eftir mínum hugsunum.* »Segið ekki þetta,« sagði hún með ákafa. »Hafið þér gleymt, hver það er, sem þér eig- >ð tal við. Langar yður til þess að drepa mig .Æ, Gúnther,« sagði hún ogorðin voru varla skiljanleg fyrir ekka, »minnist þú aldrei for- tíðarinnar og þess, sem þú hefir lofað mér,« »Eg minnist ekki að hafa lofað yður neinu, hershöfðingjafrú,* sagði hann kuldlega. »Einu sinni hefir yður tekist að láta mig gleyma skyldu minni og sæmd minni,. Eruð þér að minna mig á það nú? Ef til vill er einhver göfug tilfinning til í hjarta yðar. En ástin á þessa heims auðæfum mun þó vera sterkasti þátturinn í hugsunum yðar. Þér hafið sjálfar valið yður yðar hlutskifti; nú verðið þér að bera afleiðingar af vali yðar,« Að svo mæltu hneigði hann sig fyrir henni og gekk út úr herberginu. Edith fleygði sér grátandi út af á legu- bekkinn. Hún hafði elskað Gúnther með þeim ofsa, sem pólskum konum er eiginlegur. En ístöðuleysi hennar olli því, að hún gat ekki sætt sig við fátækt. Hún gat ekki vanið sig af skemtunum. Hún hafði hrasað og hún fyrirvarð sig fyrir það. En hún hafði aldrei getað annað gert en það, sem hún hafði gert. En hvað hún þessa stund hataði þennan fagra, drambsama mann, sem nú hafði yfirgefið hana til þess að krjúpa að knjám konu, sem ekki kunni að méta ást hans. Hershöfðingjafrúin stóð upp og gekk að speglinum. Jú, enn var hún fögur og Ijómi stóð af dökku augunum, og varirnar sýndust skapaðar til þess að þiggja og endurgjalda heita ástarkossa. Hér eftir hataði hún hann. En nú ætlaði hún að njóta lífsins meðan hún væri ung og hún ætti þess kost, og hún ætl- aði að gleðja sig við auðæfi sín. Hún hafði sannarléga borgað þau fullu verði. Karimaður einn hafði komið inn í herberg- ið, án þess hershöfðingjafrúin hafði veitt því eftirtekt. Hann slaðnæmdist fyrir aftan hana fyrir framan spegilinn. Er Edith sá hann, hrökk hún við. Það var von Brinken liðsforingi. »Hér hafið þér falið yður hershöfðingja- frú,« sagði hann og kraup niður á gólfið til þess að tína upp nokkur visin blóm, er þar lágu og hún hafði tekið úr hári sínu. 30

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.